Sauron var Maia hjá Aulë þegar hann kom fyrst í heimin og var með þeim stekustu. Hann tók fljótt upp þjónustu við Melkor og þjónaði honum þar til honum var kastað út fyrir endamörk heimsins. Eftir það lýsti hann sjálfum sér sem Myrkrahöfðingja yfir Miðgarði. Meðan vilji Melkors var að annað hvort eiga eða eyðileggja Ördu sjálfri þá vildi Sauron stjórna vilja allri í henni.

Á fyrstu öldinni var Sauron aðal herforingi Morgoths (Melkors) og aðeins Gothmog, foringi Balrogganna var honum jafningi. Þekktur sem Gorthaur hinn grimmi, hannríkti yfir varúlfum, með Draughlin faðir varúlfana við hlið sér. Hann var meistari í brellum og breytingum á hlutum. Einnig voru vampírur í liði hans og þar var fremst Thuringwethil. Með hjálp þessa liðs náði hann að taka yfir Minas Tirith á Tol Sirion í Dagor Bragollach og var þar eftir þekkt sem Tol-in-Gaurhoth, Eyja Varúlfanna. Tíu árum síðar dó Finrod Felagund í dýflissum hans til þess að bjarga Bereni frá varúlfi. En bráðlega eftir það komu Luthien og Huan úlfhundurinn og bjarga Bereni og drepa alla varúlfa Saurons og lítillækka hann.Hann flúði aftur til Angbanda og var þar að mestu leiti. Eftir Heiftarstríðið þá lítillækkaði hann sig fyrir sendiboðum Vala (líklegast útaf hræðslu) en vildi ekki fara í Vestrið til að fá dóm og flýði þá og faldi sig á Miðgarði.

Þegar u.þ.b. þúsund ár voru liðin á Aðra öldina þá kom Sauron fram í líki Annatar “the Lord of Gifts” og vingaðist við álfasmiðina sem bjuggu í Eregion um þær mundir. Hann kenndi þeim margt um list og galdra. En Gil-Galad Hákonungur Nolda og Galadríel treystu honum ekki.
Eftir smá tíma lét hann álfana gera Máttarbaugana og voru þeir gefnir til konunga manna, dverga og álfa. En einnig gerði Sauron hringinn eina í leini (eins og vonandi allir vita). Með þessum hring gat hann stjórnað öllum hinum, en til þess að geta þetta, lét hann mestallan mátt sinn inní hringinn, sem var dáldið hættulegt vegna þess að ef einhver annar myndi ná hringnum gæti hann sjálfur notað þennan mátt, en aðeins til ills.
En þegar hann lét hringinn á sig fundu álfarnir fyrir honum og tóku þá strax af sér. Þá varð Sauron reiður og byrjaði stríðið milli álfanna og Saurons. Hann náði mörgum svæðum austan Anduin yfir sig á þessum tíma sem kallðist Myrku Árin. Eregion var algjörlega legið í rúst og Celebrimbor, smiður hringanna, drepinn og Sauron tók þá sjö og þá níu til baka. En hina þrjá sem Celebrimbor gerði án hjálpar Saurons voru öryggor og voru í höndum álfa, þ.e. Cirdáns, Gil-Galads og Galadríelar. Sauron réðst að Imladris, Lórien og Moria, en álfarnir börðust til baka og með hjálp mikils her frá Númenor stráfelldu lið Saurons og ýttu honum aftur til Mordors.
Eftir þetta byggði hann Barad-Dûr,ekki langt frá Mt. Doom, þar sem hann gerði hringinn og einnig byggði hann The Black Gates. Hann gaf Konungum Dverga og manna hringana sjö og níu. Dvergarnir voru of þrjóskir svo að hann gat ekki spillt þeim, en hjörtu manna voru gráðug og auðveldlega spillt. Bráðlega féllu þeir allir undi vald hringsins. Hann var með stjórn yfir mörgum verum sem höfðu áður verið í þjónustu Morgoths, svosem orkar og tröll, en hann náði aldrei valdi yfir Drekum og Balroggum. Hann varð dýrkaður sem guð hjá flestum mönnum í suðrinu og austrinu, þannig að í endan á seinni heimsöld var hann farinn að kalla sjálfan sig The Lord of Earth eða The King of Men.
Eftir þetta kom Ar-Pharazôn með risa her frá Númenor til að handtaka Sauron. Þeir lentu í Umbar og fóru til Myrkrahliðanna með allan herstyrkinn og þar kölluðu þeir Sauron fram. Allt herlið Saurons þorði ekki að koma fram og berjast svo þeir flýður. Sauron gerði sér grein fyrir því að hann gat ekki unnið svo hann kom að Konungnum og baðst vægðar. Ar-Pharazôn vissi ekki af máttarbaugunum svo hann vissi í raun ekki hvað Sauron var máttugur og tók ekki Hinn Eina frá honum. Ar-Pharazôn tók Sauron sem fanga til Númenor en það hefði hann ekki átt að gera og þetta innsiglaði eyðileggingu Númenors því eftir aðeins bráðlega varð Sauron orðinn einn af aðalráðgjöfum konungsins. Hann lét dýrka sjálfan sig og Melkor sem Guði Myrkursins og þegar Ar-Pharazôn varð gammal greip hann tækifærið, því að Númenar voru hræddir við dauðann eins og allir menn og voru mjög reiðir við forfeður sína og val þeirra um að verða menn en ekki álfar jafnvel þótt þeir urðu hátt í 400 ára eða meira. Sauron sagði við konunginn að ef að Valar vildu ekki gefa honum eilíft líf, ætti hann að hrifsa það með valdi. Þá gerði Ar-Pharazôn risa stóran flota og braut Valabannið, sem kvað um það að Númenar mættu aldrei sigla til Valinor. Þegar flotinn kom vildi konungurinn komast fyrstur allra í land. En þegar hann steig á land reis Valinor frá jörðinni og Númenor var eyðilagt, og öllum íbúum þess, nema hinir Trúföstu, drekkt því að risa alda kom yfir Númenor og sökkti því í sæ. Líkami Saurons eyðilagðist en andi hans lifði áfram og hann fór yfir hafið aftur til Mordor með Hringinn Eina. Það tók hann tíma en á endanum náði hann að taka líkamlegt form, en hann gat aldrei aftur tekið á sig neitt fallegt form og eftir það gat hann aðeins ráðið með hræðslu og krafti.
Hinir Trúföstu Númenar dóu ekki eins og segir áður og skolaði þeim upp á ströndum Miðgarðs og þar stofnuðu þeir ríkin Arnor í norðri og Gondor í suðri. Þeir gerðu Hinsta Bandalagið við álfana og á endanum tóku þeir Sauron niður í bardaganum um Dagorlad sem átti sér stað eftir að hafa setið um Barad-Dûr í meira en áratug. Anarion sonur Elendils, foringja hinna Trúföstu dó í þessu umsátri af steini úr valslöngvu úr Barad-Dûr. Elendil og Gil-Galad náðu saman að taka Sauron niður þegar hann kom út úr Barad-Dûr í bardaganum, en dóu báðir. Sauron datt ofan á sverð Elendils Narsíl svo að það brotnaði. Þá tók Ísildur upp sverð föður síns og hjó af Sauron puttana og þar með hringinn eina. Með þessu var Sauroni fargað og andi hans fór í felur og þannig endaði önnur öldin.

Lengra ætla ég ekki að halda því að restina ættu allir að kunna en ég gæti komið með framhaldið

Heimildir: wikipedia.org