Þetta greinarheiti segir ykkur kannski ekki mikið.
(Kannski er það þessvegna sem ég er að skrifa um það…)
En allavega, svo ég byrji á byrjuninni. Animalic, eða “Dýrlenska” eins og hægt væri að kalla hana á íslensku, var fundið upp af Mary og Marjorie Incledon, sem voru ungar frænkur Tolkiens. Því miður er ekki sérstaklega mikið vitað um þetta mál, þó er ein setning sé til á því, sem birtist í “The Monsters and the Critics” bls. 200, sem hljóðar svo: <i>“Dog nightingale woodpecker forty”</i>, sem þýðir: “Þú ert asni.” <i>Forty</i> var orðið yfir ass, eða donkey, meðan donkey þýddi 40! Þarna er verið að víxla orðum yfir merkingar, sem getur reynst vel á meðan þýðingarnar fara ekki fram úr sjálfum sér.
Reyndar var þetta tungumál ekki sérstaklega þjált og auðtalað, löng dýranöfn gátu þýtt einföld, algeng og stutt orð. Sem dæmi má nefna að “The” á ensku þýddi á dýrlensku <i>“hippopotamus”</i>; og forskeytið “are” og “an” sem kom á undan óákveðnu orði, var nightingale og woodpecker. (Svipar til Entnesku, eða Entish, sem glöggir lesendur Hringadróttinssögu muna eftir, þar sem maður á helst ekki segja neitt sem hafði ekki sérstaklega mikla þýðingu…)

Hið klúra mál Dýrlenska virðist hafa snögglega dáið út þegar þessar frænkur misstu áhugann á því. Þá var komið að Tolkien að gera sitt eigið mál. Hann átti ekki í miklum erfiðleikum með það, og brátt kom til sögunar Newbosh, sem var fyrsta tungumálið sem Tolkien bjó til.
Á unglingsárum sínum bjó hann til þessa limru:

Dar fys ma vel gom co palt ‘hoc
pys go iskili far maino woc?
Pro si go fys do roc de
Do cat ym maino bocte
De volt fac soc ma taimful gyróc!’

Tolkien þýddi þetta svo:

There was an old man who said ‘how
can I possibly carry my cow?
For if I was to ask it
to get in my pocket
it would make such a fearful row."

Sniðugt, ekki satt?Heldur meiri upplýsingar eru til um þetta mál,ein 50-60 orð held ég að séu þekkt.

Svo er það síðastnefnda, Naffarin, en þar er til þessi setning:
O Naffarínos cutá vu navru cangor luttos ca vúna tiéranar, dana maga tíer ce vru encá vún’ farta once ya merúta vúna maxt' amámen.

Því miður er ekki vitað hvað þetta þýðir; tja, reyndar er ekkert orð vitað á þessu máli fyrir utan <i> vrú </i> , sem þýðir að eilífu, endalaust. Þetta er tiltölulega líkt Quenya að gerð, og tilgátur hafa verið um hvort þetta sé hinn eini sanni forfaðir þess.
Takk fyrir
Hvurslags,