Quenya enn og aftur Það mætti túlka þessar Quenya greinar mínar sem nákvæm framhöld, enda eru þær það, ég held áfram nákvæmlega þaðan sem frá var horfið, svo ef þið eruð ekki með límminni, þá skulið þið kíkja á Quenya5 greinina mína.
Á undan þessu banni á allri notkun Quenya sem ég skrifaði áður, þá breyttist Quenya þó ekki væri nema örlítið. En þegar þetta reiðarslag dundi yfir, bannið kom, þá var eins og málfræði Quenya, orðaforði og stafsetning félli í djúpfrystingu. Nákvæmlega engar breytingar urðu á málinu þangað til banninu var aflétt. Þarna kemur fram hin ótrúlega nákvæmni Tolkiens á verkum sínum, sem málfræðingur vissi hann að mál sem er í meðförum margra breytist skjótt, en þegar það fer í gegnum svokallaðan “flöskustút”, þ.e. að notkun þess minnkar snarlega eins og þegar vatn fer í gegnum flöskustútinn, þá tekur það litlum sem engum breytingum. Og þegar Quenya var nýkomið til Miðgarðs, rétt áður en Þingólfur Grákufl setti bannið á, þá urðu meira að segja einhverjar breytingar á því.
Eins og hefur komið fram áður, gegndi Sindverska einkum nafngiftum. En stórvirki, og merkir menn/álfar/ majar o.s.fr fengu sumhver nöfn á “hinu eina sanna álfamáli”, þ.e. Quenya.
Má þar nefna stærsta óvin allra, sem meira að segja gaf sjálfum sér nafn á Quenya málinu, <i> Annatar <i/> , eða Meistari gjafanna(gjöf er þarna Hringurinn Eini, enska <i> The Lord of Gifts</i>).
Hans útbreiddasta nafn vildi hann ekki sjá, sem var Sauron, sem þýðir viðbjóður.
Annað dæmi um nöfn á Quenya, eru þegar hringsmiðir Eregion gáfu meistaraverkum sínum nöfn, sem voru Narya, Nenya, og Vilya; æðstir hringa fyrir utan Hinn Eina.

NOkkurskonar PS.(þótt ég þurfi að sjálfsögðu ekki að gera svoleiðis). Hvað með Christopher Tolkien? Er hann látinn? Eftir því sem skynsemi mín segir, þá ætti hann að vera orðinn fjörgamall. Hugsa sér, maður hugsaði hann alltaf sem lítinn strák, og Tolkien sem nokkurskonar afa.

svo í næstu grein minni verður fjallað um tengsl adúna, þeirra sem áttu heima á Númenor við álfa. Upphaflega voru þeir allir álf-vinir, en þróun sem átti sér stað breytti því til muna.
Takk fyrir
Hvurslags.