Brego Þetta er mín fyrsta grein sem admin. Enjoy

Brego

Í þessari grein ætla ég að fjala um Brego, sem var annar til að verða konungur Róhans. Ég er ekki viss um nafnið á íslensku en það sem ég myndi halda og held að sé líklegast er Breki, vegan þess Í Róhan er það konunglegt nafn, þannig að ég held að þetta þýði Breki.

Brego var sonur Eorl. Hann var fæddur árið 2512, tvö ár eftir að Eorl og folk hans hafði sest að í Róhan. Árið 2545, var Eorl drepinn af Austurlendingjum. Brego varð því konungur og eitt af því fyrsta sem hann gerði var að reka Austurlendingana frá Róhan. Hann fór líka að reka Dunlendingana af Róhan.

Brego átti þrjá syni: Baldor( þýðingin er trúklega Baldur), Aldor, og Eofor ( er ekki viss með íslensku nöfnin á hinum). Brego og hans elsti sonur Baldor könnuðu Harrowdale(veit ekki íslensku þýðinguna) til að geta átt stað þegar þörf væri á. Þeir fundu stiga sem leiddi þá of Dunharrow, og fyrir handan Dunharrow fundu þeir dyr og þaðan Dauðraslóðir. Þar hittu þeir gamlan mann, maðurinn varaði þá við að fara þarna inn og sagði þeim að þeir dauðu leyfði ekki lifandi að fara um.

Árið 2569, lauk Brego við byggingu á Gullinþekkju, þar sem konungar Róhans áttu eftir að vera margar kynslóðir. Í veislu sem haldinn var vegna Gullinnþekkja var nú fullbygð, Baldor að hann langaði að fara á Dauðraslóðir þrátt fyrir að vita af viðvörun gamla mannsins. Baldor fór inn um dyrnar og það var það seinasta sem mennskir menn sáu til hans.

Brego var í rosalegri sorg eftir andlát sonar síns, að sorgin bugaði hann og árið 2570 þá féll hann frá. Aldor næst elsti sonur hans tók við konungsríki Róhans.


Takk
acrosstheuniverse