Tengwar - álfaletur Tolkiens Tengwar álfaletrið sem Tolkien skapaði er mjög stórbrotið en hérna er hvernig það virkar í grófum dráttum. Tafla með stöfunum er á þessum link: http://upload.wikimedia.org/wikipedia/ru/9/9b/Tengwar_alphabet.png (ég mæli með að hafa hann opin á meðan þið lesið), nöfn stafana er skráð fyrir neðan, merking þeirra í réttri röð (frá vinstri til hægri) er: málmur, bók, lampi, fjöður, hlið, örlög, járn, kóngulóarvefur, andi vindsins, norður, fjársjóður bræðinnar, gola, munnur, krókur, gin/kjaftur, hola, vestur, gull, einn af Noldor, kvöl, hjarta eða hugur, guðdómlegir kraftar, gjöf, loft eða himinn, austur, svæði, tunga, tré, stjörnuskin, ‘stjörnuskin’ öfugt, sólskin eða nafn, ‘sólskin eða nafn’ öfugt, suður, sindarin hwesta, brú og hiti.


Kerfið inniheldur 24 frumstafi, númer 1-24 í töflunni, sem er skipt í fjögur ténar (flokka), hver þeirra hefur sex tyellar (stig). Það eru líka ‘auka stafir’ (25-26). Af þeim eru 27 og 29 einu ‘eiginlegu’ stafirnir; afgangurinn er tilhliðrun af öðrum stöfum. Síðan eru líka til tehtar (merki) sem koma ekki fram í töflunni.

Frumstafirnir eru hver um sig myndaðir úr telco (stilk) og liva (boga). Stafir númer 1-4 eru gott dæmi um það. Stilkurinn getur verið uppreistur (9-16), eða minnkaður (17-24). Boginn getur verið opinn, (flokkur I og III), eða lokaður (II og IV); og í báðum tilvikum tvöfaldaður (5-8).

Venjulegu stafirnir. Stig 1, eru kallaðir ‘óraddaðar stöðvanir’: t, p, k, o.s.frv. Tvöföldun boga táknar ‘auka röddun’: þá ef 1, 2, 3, 4 er t, p, tsj (eins og í chocolate), k, þá verða 5, 6, 7, 8 er d, b, j (eins og just), g. Þegar stilkurinn er reistur upp táknar það opnun samhljóðans, þá ef við tökum sem svo að stig eitt sé svona þá er stig 3 (9-12) þ/ð(einginn tiltekinn munur á því), f, sh, tsj og stig 4 (13-16) dh, v, zh, gh. Stig 5 (17-20) er venjulega kallað nefmæltu samhljóðarnir; þess vegna eru 17 og 18 algengustu merkin fyrir n og m, óljóst hvað 19 og 20 standa fyrir. Stig 6 (21-24) er oftast kallað veikustu samhljóðarnir af hverjum flokki. Þeir eru búnir til úr smæstu og einföldustu meðal frumstafanna. Þess vegna er 21 oft notað fyrir veikasta r-ið, 22 er oftast notað fyrir w og 23 oftast fyrir j (eins og í jól).

Auka stafirnir. Númer 27 er almennt notað sem l. Númer 25 er notað fyrir ‘hart’ r. Númer 26, 28 eru tilbrygði við þessa stafi. Þeir eru oft notaðir sem óraddað r (rh) og l (lh). 29 stendur fyrir s, og 31 z. Umsnúnar myndir þeirra, 30 og 32, voru oft notaðar til þess að auðvelda skrif. Númer 33 er h og 34 er oftast notað sem óraddað w (nokkurn vegin hw). 35 og 36 eru oftast j og w (þá raddað).

Sérhljóðarnir, tehta. Sérhljóðarnir eru tákn sem sett eru fyrir ofan samhljóða sem kemur á eftir. T.d. ef ég vildi skrifa og, myndi ég skrifa g og síðan tákn fyrir og fyrir ofan g-ið. Algengustu sérhljóðarnir eru venjulega e, i, a, o, u (ekki eru til íslensku sérhljóðarnir). Þrír punktar (mynda nokkurs konar þríhyrning), eru langalgengasta táknið fyrir a. Einn punktur og komman (hún snýr beint upp en ekki til hliðar) eru oftast tákn fyrir i og e, stundum öfugt. ‘Kuðungarnir’ eru tákn fyrir o og u, (reyndar öfugt á Hringnum eina) o ef kuðungurinn snýr til hægri, en u ef hann snýr til vinstri.
Langir sérhljóðar eru venjulega táknaðir með því að setja tehta (táknið) fyrir ofan nokkurs konar ópunktað j (sem er reyndar líka notað ef orð endar á sérhljóða). En með sama tilgangi er táknið tvöfaldað. Það er samt bara gert með punktum og kuðungum vegna þess að komman er tvöfölduð táknar hún y.

Líka eru til merki sem eru notuð til styttingar. Meðal þeirra er merkið ~, það er sett fyrir ofan samhljóða til tákna að samhljóðinn sem nefmæltur; eins tákn er sett fyrir neðan til að tákna að samhljóðinn sé langur eða tvöfaldur. Krókur sem kemur niður úr boganum táknar að s komi á eftir samhljóðanum, sérstaklega í ts, ps, og ks (x).


Upplýsingar sótti ég til Hringadróttinssögu á ensku.
We all live in the