Hobbitar – Bilbó Baggi 1. hluti Hobbitar – Bilbó Baggi 1. hluti

Hér kemur grein um hobbita og hluti af sögu Bilbó Bagga. Seinna meir kemur seinni hlutinn um hann.
Þetta er nokkurs konar útdráttur úr Hobbitanum þó að einblínt sé á Bilbó sjálfan og hvernig hann komst yfir hringinn. Í næsta hluta segi ég svo frá því þegar hann og föruneyti hans fóru í gegn um Myrkvið, í fjallið eina, og ollu því að Smeyginn varð drepinn.

Hobbitar

Hobbitar eru einir af smávöxnustu talandi verum í Miðgarði. Þeir eru flestir þybbnir og rólegir, jafnstórir og mannabörn. Einnig eru þeir með svo mikið sigg á ilinni að þeir þurfa ekki skó heldur er siggið eins og leðursóli.
Flestir þeirra eiga óspennandi líf; hver dagur er nokkurn veginn eins og sá á undan. Það eina sem þeir gera eiginlega er að vakna, borða og ekki er það bara morgun – hádegis – og kvöldmatur, heldur eru það nokkurn veginn sex máltíðir; morgunmatur, morgunkaffi, hádegismatur, síðdegiskaffi, kvöldmatur og kvöldkaffi. Það er ekki skrítið að flestir séu þybbnir. Þeir hætta sér aldrei út í ævintýri né taka þeir mikla áhættu, heldur vilja þeir aðeins vera á heimilunum sínum daginn út og daginn inn. Þeir búa að mestu í húsum í hólum og þó að húsin séu inn í jörðinni eru þetta indælishús nema það að hurðirnar eru þó nokkuð litlar.



Bilbó Baggi

Móðir hans hét Belladonna Tóka, dóttir gamla Tókans, höfðingja þeirra hobbita sem bjuggu handan lækjarins Ár, sem streymdi meðfram hól Bilbós.
Stundum gerðist það að sumir úr Tókaættinni viku frá hefðinni um rólegt líf og lentu í ævintýrum. Eiginmaður Belladonnu og faðir Bilbós var Búngó Baggi og byggði hann henni fallegustu holu sem þekktist í nágrenninu og þar bjuggu þau til dauðadags. Bilbó var sæll og ánægður með sitt rólega líf en það virðist sem hann hafi fengið eitthvað Tókaeðli með móðurmjólkinni og vildi gera eitthvað ævintýralegt.
En svo gerðist það að hann lenti í miklu ævintýri; því sem sagt er frá í hobbitanum og í því ævintýri gerðist nokkuð sem réði því hvort það góða eða það illa skyldi drottna yfir Miðgarði. Hann Bilbó Baggi rambaði með nokkrum dvergum, sem hétu Balinn, Dvalinn, Kjalar, Fjalar, Dóri, Nóri, Óri, Óinn, Glóinn og Þorinn, og líka Gandalfi hinum gráa, inn í göng í Þokufjöllum og lengra inn í göngunum rákust þeir á fjölda af Orkum og lentu þar í bardaga. Hann Bilbó álpaðist í burt og lenti í klóm Gollris; þeim sem hafði fundið hringinn eina. Gollrir vildi kynnast Bilbó og vita hvort hann ætti að reyna að éta hann. Hann stakk upp á því að leysa gátur og hann lofaði Bilbó, í sigurlaun, að vísa honum leiðina út úr fjallinu og Gollrir byrjaði svona:


Það teygir sig lengra en tré,
þótt rótlaust með öllu sé,
hulið er skógi skeggs,
skömm ef það nokkuð vex.

Og Bilbó svaraði “Lauflétt; ætli það sé ekki fjallið?”
Næst var komið að Bilbó hann sagði:

Þrjátíu hvítir hestar
hólum rauðum á.
Njóta þeir þess mest að
makka sína kljá.

Gollrir svaraði “Tennur” sem var rétt svar við gátunni. Og hann sagði:


Raddlaus veinar hann,
vængjalaus flögrar hann,
tannlaus nagar hann,
munnlaus púar hann.

Bilbó var í nokkrum vanda með þessa gátu en á endanum sagði hann “Vindurinn, auðvitað vindurinn”. Svo sagði hann:

Auga í bláu andliti
horfðu í auga í grænu andliti.
Þetta auga er eins og mitt auga,
Sagði fyrra augað.
Nema lágt lágt niðri,
ekki hátt hátt uppi.

Gollrir var í vanda með þessa gátu því að hann hafði ekki verið lengi á yfirborðinu, en það rifjaðist upp fyrir honum að þegar hann bjó hjá ömmu sinni hafði allt verið fullt í baldursbrám svo að hann sagði “Sól skín á baldursbrá, ætli ekki”. Eftir þetta ákvað hann að koma með eina erfiða:

Það verður ei séð né ásnert,
aldrei heyrt, lyktar ekkert.
Það er í hellum og holum öllum,
handan stjarna og undir fjöllum.
Það er við upphaf og endi,
lífi eyðir sem veifað sé hendi.

En því miður hafði Bilbó heyrt álíka gátu svo að hann svaraði “Myrkrið!” án þess að klóra sér í höfðinu.

Kista án lama, loks eða lykils,
leynir þó gullnum sjóði.

Þessari gátu henti hann á Gollri en aðallega þó til þess að fá umhugsunarfrest til að geta munað einhverja erfiða gátu. Og Gollrir var bara “Ga ga” og vissi ekki upp né niður. En eins og áður þá gat hann rifjað upp að endur fyrir löngu hafði hann farið að tína egg svo svo hann hvæsti “ Egg er það” og svo spurði hann strax aftur:

Lifir en aldrei andann dregur,
ósköp er hann kuldalegur.
Aldrei er hann þyrstur, ekkert drekkur,
utan um hann þröngur brynjuserkur.

Þó fannst honum þetta létt gáta en eins og Bilbó reyndi hann bara að vinna sér tíma til þess að semja betri gátu. Bilbó vissi ekkert í sinn haus og var Gollrir byrjaður að smjatta á Bilbó í huganum. En þá kom Bilbó með svarið “Fiskur, auðvitað fiskur!” Og síðan sagði Bilbó:

Enginn fótur lá á einum fæti, tvífótur sat hjá á þrífæti,
en ferfótur fékk sinn skammt.

Og Gollrir svaraði eftir nokkra stund “Fiskur á einfættu borði og maður sat við borðið á þrífættum stól og ferfættur köttur fékk fiskbita.” Og þessu næst fannst honum að kominn væri tími til að koma með svakalega erfiða gátu:

Ferlíki þetta étur allt,
blóm og tré, fugla og fé,
nagar járn, japlar stálið kalt
sverfur harðan stein í mél,
rífur fjöll í ryk og salla,
rústar borgir, kóngar falla.

Aumingja Bilbó sat þarna í myrkrinu og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Og aftur byrjaði Gollrir að mjaka sér til hans og gerði sig tilbúinn að éta hann. En þá hrópaði Bilbó “Meiri tíma!, Meiri tíma!” en í niðurbældum skræk heyrðist ekkert annað en “Tíma, tíma!” og fyrir einskærra heppni leysti Bilbó gátuna því að gátan var um tímann.
Og aftur varð Gollrir fyrir þeim vonbrigðum að Bilbó gat ráðið gátuna hans. En Bilbó gat ekki munað neina gátu þannig að Gollrir fór að byrja að brýna klær og pota í hann. En Bilbó stakk þá hönd í vasa sinn og fann hann þar hring sem hann hafði verið búinn að gleyma; en hann hafði fundið hann í göngunum áður en Gollrir klófesti hann. Hann spurði: “Hvað er ég með í vasanum!” og fyrst að Gollrir hafði ekki hugmynd um það sagði hann “Höndina”. “Gettu aftur” svaraði Bilbó. Þá fór Gollrir að telja upp allt sem að hann hafði verið vanur að hafa sjálfur í vasanum. Hann svaraði “Hnífur”. “Rangt” svaraði Bilbó og það hlakkaði í honum “Síðasta spurning”. Gollrir fór að stappa, hvæsa og puðra en hann þorði ekki að eyða síðustu spurningunni. “Tíminn útrunninn” sagði hann og svaraði Gollrir þá “Snæri – eða ekkert”. “Bæði svör vitlaus” hrópaði Bilbó, ánægður með það afrek að hafa unnið Gollri í gátukeppni.
Gollrir beið þó með það að ráðast á Bilbó því að hann var ekki búinn að gleyma sverðinu, já sverðinu Sting frá Gondólín. Þá sagði Bilbó “Þú verður að efna loforð þitt, sýndu mér leiðina út” “En það verða að bíðsa sig, já það verða. Oss kemst ekki svo straxaralega upp göngin. Oss fyrst sækja sumsaralega hluti sem hjálpa oss, já sækjasta”. “Jæja, flýttu þér þá” sagði Bilbó, feginn að losna við Gollri.
Gollrir fór þá út á hólmann sinn í tjörninni til að sækja hringinn eina, sem Bilbó hafði óvart fundið í göngunum. Gollrir hafði ákveðið það að setja á sig hringinn, læðast að Bilbó og drepa hann því að Bilbó gæti nú ekki séð hann. “Kvar er það, Kvar er það!!!” æpti Gollrir, því hann vissi ekki hvar hringurinn var. Þá fór hann að spyrja Bilbó hvað hann hefði í vasanum því að hann fór að gruna að Bilbó hefði hringinn í vasanum. “Hverju hefurðu týnt?” spurði Bilbó. Gollrir var nú orðinn reiður og ekki hræddur við sverðið því að þrá hans eftir hringnum var orðin gífurleg. Hann stökk í áttina að Bilbó og áður en Bilbó gat gert nokkuð þaut hann framhjá honum, inn göngin og Bilbó á eftir því að hann hélt að Gollrir gæti sýnt honum leiðina út.
Þá setti Bilbó hringinn á sig og varð þá ósýnilegur. Þá fór Gollrir að tauta við sjálfan sig um að Bilbó hefði það líklega í vasanum. Þá stökk hann á fætur og tók á rás í áttina að Bilbó, en hann þaut fram hjá honum og tók ekki eftir því. Þá sneri Bilbó við og þeir fóru hliðargöng í áttina út, en því miður stóð Gollrir í miðju opinu. Bilbó byrjaði að mjaka sér áfram, framhjá kvikindinu en þá stífnaði Gollrir og fór að hnusa eftir honum. Bilbó datt þá i hug að drepa Gollri, en fannst hann þá svo aumkunarverður, aleinn og glataður að hann fylltist vorkunnsemi og hætti við að drepa hann. Hann stökk þá yfir Gollri og munaði litlu að hann höfuðkúpubrotnaði í lendingunni. Þá reis hann á fætur, hljóp eftir göngunum en þá sá hann fjöldann allan af Orkum fyrir hurðinni. Hringurinn hafði dottið af fingri hans og Orkarnir sáu hann. Þeir tóku á rás í átt til hans, en hann var þá horfinn. Bilbó hafði fundið hringinn í vasa sínum og sett hann upp. Hann faldi sig undir borði á meðan þeir hlupu framhjá honum og hljóp að dyrunum, opnaði þær og skaust út, út í frelsið og þar með endar þessi kafli sögunnar.

Heimildir: Hobbitinn
Váv.