Gandalfur Ætla að koma með grein um uppáhald okkar allra, hann Gandalf. Verði ykkur að góðu:“Gandalfur” er sagt að þýði “álfur vandarins” á máli Norðurmanna. Hann var kallaður mörgum nöfnum, eins og Incánus, Míþrandír, Olórin, Tharkûn og Stormkráka.
Gandalfur var einn af Maiunum sem voru valdir til þess að að sameinast Istari - fimm vitkar sem voru sendir til Miðgarðs. Þegar að hann kom að Rökkurhöfnum, sá Círdan að hann var vitrastur af öllum Istari, og treysti honum því fyrir Narya, Hring Eldsins. Gandalfur var einnig sá seinasti til að koma til Miðgarðs.
Samt leit hann út eldri en allir aðrir Vitkar, með grátt hár, klæddur í grárri skikkju, hallandi sér að staf. Hann var alltaf með bláan, toppmjóan hatt með öskugrárri skikkjunni.
Hann var ferðalangur, og pílagrími. Hann bjó aldrei bara á einu stað, né safnaði hann auði eða eigum. Hann ferðaðist um og var vinur margra. Hann varð mjög mikill vinur Álfanna, sérstaklega þó Elronds. Gandalfur var einnig eini Istarinn til að veita einhverja athygli til hobbita. Hann var einstaklega frægur meðal hobbita fyrir flugeldana hans, og fyrir að senda saklausa hobbita út í bláinn í ævintýri. Einn af þessum hobbitum var Bilbó Baggi, sem fór í Leiðangrinn til Erebor. Frá Hobbitum fékk Gandalfur ást sína á reykurtinni.


Í stríðinu um Hringinn Eina, lék Gandalfur stóru hluverki. Hann varð til þess að Bilbó Baggi lét af Hringinn til Fróða. Ef að Gandalfur hefði ekki verið í Baggabotni, hefði Bilbó örugglega farið með Hringinn til þess að eiga hann sjálfur. Gandalfur varð einnig til þess að Fróði fór burt frá Héraði og í þorpið Brý. Gandalfur var á þeim tíma fangaður uppí Orþanka turninum í Ísarngerði af öðrum Vitka, Sarúmani, sem hafði gengið Sauroni í liði, en Gandalfur hafði farið til hans til þess að fá ráð um hvað ætti að gera í sambandi við Hringinn. Uppi á turninum var Gandalfi bjargað af einum af Örnunum. Þar var flogið með hann til Róhans, en þar fékk hann að velja sér hest, til þess að koma sér. Gandalfur valdi þá Húmfaxa einn af mikilfenglegustu hestum um allan Miðgarð. Frá Róhan reið hann til Rofadals, hræddur um hvort að hringberinn hefði komist þangað eða ekki. Sem betur fer komst hringberinn til Rofadals, Gandalfi til léttis. Í Rofadal ákvað Fróði að fara með hringinn til Mordors og eyða honum, um leið ákvað Gandalfur að fara með honum.


Föruneytið hélt af stað frá Rofadal(Gandalfur meðtalinn). Föruneytið ákvað að fara í gegnum námur Moríu, þegar að ófært var yfir fjallið. Inn í Moríu hitti Föruneytið aragrúa af orkum og öðrum dríslum. En það var létt verk að berjast við þá miðað við Balrogginn, sem Föruneytið rakst á. Gandalfur barðist við Balrogginn, til þess að halda honum frá hinum meðlimum Föruneytsins. Gandalfur náði að steypa honum niður og var að snúa sér við til þess að halda áfram ferðinni, þegar að svipa Balroggsins krækti í fótinn á honum.
Það seinasta sem að Gandalfur Grái sagði þegar hann hélt sér á brúninni var: “Run, you fools!” og eftir það datt hann niður. Hann barðist við forynjuna á leiðinni niður og þegar þeir lentu á hæstu hæð hins lægsta heims, náði hann loksins að drepa Balrogginn. Hann lá uppi á fjallinu nakinn í marga daga - dáinn.


En síðan var honum veitt líf. Þegar hann var endurlífgaður var hann orðinn að Gandalfi hinum Hvíta. Gandalfur Hinn Hvíti birtist Aragorni, Legolas og Gimli í Fangorn og fór með þeim til Edóras. Þar kastaði hann bölvun Sarúmans af konungi Róhans, Þjóðan hét hann. Þjóðan ákvað að menn hans gætu ekki varist árásar frá Ísarngerði í Edóras. Þess vegna ákvað hann að allir í borginn skyldu flýja til Hjálmsdýpis, hins forna virki Róhana, þar sem þeir höfðu aldrei tapað orrustu. Gandalfi fannst það ekki viturlegt. Þar yrðu þeir innkróaðir, dauðanum að bráð. Gandalfur fór því í burtu á Húmfaxa til þess að sækja hjálp frá Jómari og hinum hestariddurum Róhans, en þeir höfðu allir verið gerðir útlægir af Þjóðani/Ormsstungu þegar að Þjóðan var undir bölvun Sarúmans. Orrustan við Hjálmsdýpi var samasem töpuð þegar að Gandalfur kom með Jómari og hinum riddurunum og tróðu alla Úrúk-hai undir með hófum hestanna. Allir orkarnir flýðu úti skóg, sem hafði birst þarna. Sigur hafði verið unninn í Hjálmsdýpi, þökk sé visku Gandalfs Hins Hvíta.


Stuttu eftir orrustuna við Hjálmsdýpi, heimsótti Gandalfur Ísarngerði, sem var búið að sigra af Trjáskeggi og hinum Entunum, til þess að reyna að fá upplýsingar frá Sarúmani um næsta skref Saurons. Þar neitaði Sarúman að segja nokkuð. Gandalfur braut staf Sarúmans og varpaði honum úr Istari. Þökk sé Ormsstungu, skósvein Sarúmans, missti Sarúman sjónsteininn sinn, sem hann notaði til að ná sambandi við Myrkravirkið í Mordor. Pípinn náði í hann og varð hugfanginn af steininum. Hann lét Gandalf fá hann en missti ekki hrifninguna af steininum.
Um nóttina tók Pípinn sjónsteininn af Gandalfi(sem svaf með hann) og leit í hann. Þar sá hann áætlanir Saurons um árás á Mínas Tíríð. Gandalfur reið því með honum til Mínas Tíríð.
Árásin á Mínas Tíríð byrjaði. Dynþór ráðsmaður Gondor sagði öllum hermönnunum í upphafi árásinar að flýja, eins og fætur toguðu. Uppskar hann þá barning í andlitið frá Gandalfi sem að sagði um leið öllum hermönnunum að fara aftur á sína staði. Gandalfur var í rauninni foringji setuliðsins í Mínas Tíríð. Gandalfur hafði nefnilega þann eiginleika að hann gat auðveldlega stappað hugrekkinu í menn sem að voru í ógurlegri hættu. Eftir orrustuna við Mínas Tíríð(sem hafði verið unnin) fór Gandalfur með Aragorni, Legolas og Gimli í árásina á Myrkrahlið. Gandalfur var illa farinn þegar að Ernirnir komu og hjálpuðu til í orrustunni og síðan þegar að hringberinn náði að eyða Hringnum Eina. Gandalfur bað Ernina að bera sig til Dómsdyngju, til þess að bjarga Fróða og Sóma. Eftir stríðið var ekki lengur þörf fyrir Gandalf, því að Sauron hafði verið sigraður.
Því fór Gandalfur til Rökkurhafna með Fróða, Bilbó, Elrond og Galadríel þar sem að þau sigldu frá Miðgarði.

Heimildir:

www.councilofelrond.com
Kvikmyndirnar

Kv. Coolistic