Mínas Tíríð -  Edóras Ætla að koma með stuttar greinar um höfuðborgir Gondor og Róhan. Gjöriði svo vel:

Mínas Tíríð:

“Mínas Tíríð” þýðir “Varðturninn”. Hún var einnig kölluð Hvíta borgin, og borg Gondors.
Hún var þekkt sem “Mundaborg” hjá Jóherrunum.
Áður hét hún Mínas Anor, en hún var hún endurskírð Mínas Tíríð um 2002 á Þriðju Öld, þegar að Hringvomarnir lögðu undir sig Mínas Ithil. Hún var borgarvirki Konunga Gondors eftir eyðileggingu Osgílíath. Borgin var á sjö hæðum og á miðri efstu hæðinni stóð hár turn sem kallaður var Ecthelion turn (Tower of Ecthelion). Hann var byggður af Ráðsmanninum Ecthelion fyrsta um 2719 á Þriðju Öld. Turninn var notaður til þess að hýsa fána borgarinnar, og í einhvern tíma, var hann meðal annars notaður til þess að geyma palantír(sjónsteinn).


Edóras:

Höfuðborg hestamanna Róhans var Edóras. Hún var byggð á tuttugustu og sjöttu öld af fyrstu tveim konungum Jóherrana, Eorl og Brego, við rætur Hvítufjallanna. Nafnið kemur úr þýðingu frá máli Jóherranna fyrir orðið “konungsgarðar” þar sem að þetta var konungborin borg, sem í var hinn mikli veislusalur, Medúseld, konungsgarður Konungsins. Frá salnum, sem stóð upp á hól, var víðáttumikið útsýni yfir sléttur Róhans.

Heimildir:

www.councilofelrond.com


Takk fyrir mig, Coolistic.