Quest of Erebor Ég ákvað að skrifa grein vegna fyrirspurnar “hvurslags” um mikilvægi leiðangur Bilbós og hinna 13 dverga, sem lesa má um í Hobbitanum.

Það er hægt að spá mjög mikið í hvað hefði gerst ef leiðangur Bilbós og hinna 13 dverga hefði ekki farið á stað.
Í fysta lagi hefði hringurinn auðvitað ekki fundist og þar með hefði auðvitað allt mistekist. Sauron hefði fundið hann eða hann hefði sigrað Gondor, næst Róhan og svo ráðist á Lóríen, Dal og Rivendell.
En Gandalfur hafði auðvitað ekki hugann við Hringinn þarna, hann vissi ekki betur en að hann væri horfinn…
Það sem Gandalfur var að hugsa var hvað næsta skref Saurons yrði. Myndi hann ráðast á Lóríen og Rivendell ?? Sennilega myndi hann gera það og hann myndi einnig að öllum líkindum sigra. Til að komast til Rivendell þyrfti hann að komast með her yfir fjöllin lengst í norðri sem er yrði meira að segja mjög auðvelt fyrir hann þar sem hann myndi mæta voða lítilli mótspyrnu. Lítið var Mannaveldið þar og Dvergarnir voru í Járnfjöllum of langt frá Þokufjöllum. Gandalfur hugði að það þyrfti að laga málin þar og helst endurreisa hið mikla ríki á Dal. En í veginum lá Dreki, Dreki sem Sauron gæti meira að segja notað til eigin hagsmuna. Hvernig í ósköpunum var hægt að losna við hann ? Þetta var Gandalfur að hugsa þegar hann rakst á Þorinn Eikinskjalda. Þorinn var líka með hugleiðingar um að endurreisa ríkið á Dal og vildi ekkert frekar en tortíma Drekanum. Gandalfur heyrði sögu Þorins og sagði að hann myndi hjálpa honum ef hann gæti. Næst rölti hann áfram þegar hann heyrði fregnir af Bilbó við útjaðra Héraðs. Hann mundi eftir Bilbó síðan í gamla daga þegar Gandalfur var vinur Gamla Tóka. Bilbó þessi hafði verið voða æstur í frásagnir sem ungur og Gandalfur fékk allt í einu einhverja fáránlega hugmynd um heppnaðan leiðangur til Fjallsins Eina sem innihélt þrettán dverga, stórhættulegan Dreka og lítinn fáránlegan Hobbita.
Gandalfur ákvað að fara aftur til Þorins og sagði honum frá þessum hugleiðingum. Þorinn brást hinsvegar hinn versti við og tók mikið púl til að sannfæra hann (þó ekki alveg) um að troða Hobbitanum með í för. Afganginn þekkjum við, þrátt fyrir stórhættulega för sem á köflum stefndi í algeran ósigur þá heppnaðist leiðangurinn, ríkið á Dal var endurreist: Fjöldi Manna og Dverga streymdu á svæðið og byggð jókst og jókst. Og það sem betra var: Drekinn var á brott.
Þessi för tók auðvitað tíma, heilt ár og á þeim tíma hefði Rivendell og Lóríen auðvitað verið komið í rúst. Þess vegna fékk Gandalfur Hvíta ráðið til þess að ráðast á Dol Gúldur og hrekja Sauron burt strax og för Dverganna var komin vel á stað. Þannig var búið að koma í veg fyrir beinar árásir Sauron í norðri. Drekinn var horfinn, öflugt ríki á Dal var smám saman að vaxa og fékk auk þess 10 ár í viðbót til þess að vaxa og dofna og það sem meira var , Sauron var horfinn úr Norðrinu til Suðurs þar sem mun hann yrði að hafa mun meira fyrir sigrinum þökk sé hinu öfluga Mannaveldi Gondor. Þó var auðvitað afsprynu slæmt að hafa Sauron í Mordor (og virtist þetta í fyrstu gera illt verra) en Sauron gerði mörg mistök þannig að í heildina litið borgaði þetta sig. Ef Sauron hefði í stað þess að eyða öllum kröftum sínum á Gondor og í staðinn ráðist með fullum krafti á Lóríen eða Rivendell hefði orðið einstaklega erfitt, já sennilega ómögulegt fyrir Hringberann að komast á leiðarenda.
Þetta var ætlun Gandalf og hún varð að veruleika en hún gerð enn meira gagn en hann vissi, því að það gleymist oft í umfjöllun um hina miklu orrustu á Pelennor, orrustan á Dal þar sem Dvergarnir börðust með krafti og klóm og höfðu sigur í lokin þrátt fyrir missi Dáins, höfðingja Dals. Hefði engin mótspyrna verið þarna hefði Rivendell fallið og engin drottning væri þá í Gondor.

“…because I met Thorin Oakenshield one evening on the edge of spring not far from Bree. A chance-meeting, as we say in Middle-Earth.”

PS: Þetta er einn athyglisverðasti kaflinn í Unfinished Tales, að mínu mati. Ég mæli mjög með honum.