Dvergar

Hérna kemur fyrsta greinin mín í langan tíma og eins og ég og Bjarni85 höfðum lofað ykkur ætluðum við að skrifa eina grein í hverri viku en hefur netið verið bilað hjá mér og því hef ég ekki getað sent neitt inn. En núna kemur þetta. Þetta verður um Dverga, mikið af þessu er tekið úr kaflanum “Um Ála og Javönnu” í Silmerilinum. Ég ætla að byrja á því a ðskrifa um upphaf <b>Dverga</b>

Hermt er að Dvergar hafi upphaflega verið skapaðir af Valanum Ála í myrkrum Miðgarðs, svo mjög þráði Áli að sjá Börn Alföðurs, því að langaði til að eignast lærisveina og kenna þeim fræði sína og iðnir. Hann gat ekki beðið eftir að áætlanir Alföðurs fullkomnuðust svo að hann skapaði dverga. Áli varð sjálfur að skapa dvergana frá grunni í sinni núverandi mynd, því að hann hafði ekki hugmynd um útlit og eðli barna Alföðurs, sem beðið var eftir. En líka hafði það áhrif á hann að þá var ríki Melkors sem mest á Miðgarði. Því gerði hann þá lífseiga og kröftuga. En þar sem hann óttaðist að hinir Valrnir myndu hæðast af verki hans, þá mótaði hann þa´í leynum. Fyrst skóp hann hina sjö ættfeður dverga(sem ég mann ekki hvað hétu) í slarkynnum sínum undir fjöllum miðgarðs.
Áli hafði nú lokið mótun Dverga sinna og var ánægður með verkið og kenndi þeim tungumál sem hann hafði útséð þeim. En Alfaðir fylgdist með þessu öllu saman og jafnskjótt talaði hann til Ála og er það samtal á blaðsíðum 43 og 44 í Silmerilinum.
Eftir samtalið tók Áli hina Sjö forfeður Dverga og lagið þá til hvíldar á fjarlægum aðskildum stöðum, og að því búnu snéri hann aftur til Valalands og hóf þar bið sína löngum stundum og árum.
Þar sem Áli hafði ætlað Dvergunum að rísa upp á valdaárum Melkors hafði hann gert þá, sem fyrr segjir, sterka og lífseiga. Því þeir eru grjótharðir, harðsnúnir, staðfastir jafnt í vináttu sem fjandskap, þeir þola erfiði, hungur og líkamsmeiðsl betur en aðrar talandi þjóðir og þeir lifa lengi, eru miklu langlífari en menn, en þú ekki avarandi. Álfar Miðgarðs töldu forðum, að Dvergar hyrfu við dauðann aftur til þeirra moldar og steina sem þeir voru gerðir af, en sjálfir geta þeri ekki fallist á það. Þeir trúa því, að áli sköpuður þeirra, sem þeir kalla Mahal, muni annast um þá og kveðja þá til ´harra sala Manosar, sem sérstaklega eru þeim búnir, einnig halda þeir því fram að Áli hafi sagt forfeðrum þeirra að Alfaðir muni að lokum blessa þá og gefa þeim óskoraðan sess meðal Barna sinna. Hlutverk þeirra sé að þjóna Ála og að lokum hjálpa honum að endurreisa Ördu eftir hina Hinstu Orustu. Þeir trúa því ennfremur, að hinir sjö forfeður Dverga muni snúa aftur, lifa meðal þeirra og bera að nýju sín fornu heiti: Frægastur þeirra á síðari öldum var Durinn, forfaðir þess ættstofns Dverga sem mest hneygðist til vináttu við Álfa, en bústaður þeirra var í Khazad-Dûm sem einnig nefnist Moría og þar fór einmitt Föruneyti Hringsins í Hringadróttinssögu.

Svona urðu þá Dvergar til, rosalega héldu þeir að þeir væru merkilegir, að Mandos væri búinn að búa til fyrir þá sérstakanstað bara fyrir þá. :o)
Fëanor, Spirit of Fire.