Jæja, ég hef farið svolítið ýtarlega í efnið í fyrri Quenya greinum mínum, svo að hérna er nokkurskonar úrdráttur úr því helsta sem einkennir sögu þess.

Í Amanslandi voru tvær ,,tegundir” Quenya, Noldorin og Vanyarin, sem ég kýs að kalla á íslensku Nolda og Vanya. Vanyarin heyrðist aldrei á Miðgaðrði, öfugt við Noldorin sem eins og flestir vita(og líka þeir sem hafa svolítið vit í kollinum) Noldar töluðu.
Reyndar var önnur álfamálstegund töluð á Amanslandi, Telerska, en hún er venjulega ekki talin hluti af hinu eina sanna Quenya máli.
Silmerilinn skilgreinir Quenya lítillega, og þar stendur(reyndar ekki orðrétt) að Quenya málið sé þessi forna tunga, sem var og er þekkt af öllum álfum, í því formi sem það tók á sig á Amanslandi.
Ef ég þyrfti að líkja þessu við einhverja hliðstæðu í raunveruleikanum, þá myndi ég (því ég er svo þjóðelskur) segja að þetta væri svipað og með okkur Íslendingana, við skiljum forníslensku, eins hún mótaðist á Norðurlöndum.
Primitive Elvish er svo enn eldra form af Quenya; það er þessi hárfíni munur sem við virðumst vera flest sammála um, hvenær tungumál er mikið breytt og hvenær það er þróaðri tegund af því fyrra. Quenya er jú með nokkrar breytingar frá Primitive Elvish, b og d breyttust í v og l/n og svo eru einhver fleiri atriði sem þið hafið örugglega engan áhuga á.
Í Silmerlinum er enn frekar sagt frá Quenya; þar stendur meðal annars að Q(ueny)A
hafi ekki aðeins verið töluð meðal Nolda og Vanya, <I>heldur líka af Völum.</I> Auðvitað áttu þeir sitt sér tungumál, en þegar álfar vöknuðu til lífsins undir stjörnubjörtum himni hrifust Valarnir svo af þeim að þeir byrjuðu að nota tungumál þeirra við og við. Þeir voru(náttúrulega) eldsnöggir að læra QA, því þeir eru jú Valar, og oft mátti heyra Vala og Maja tala Quenya málið á milli sín. Jafnvel Melkor, eða Morgot lærði Quenya, og talaði það svo vel að Eldarnir urðu furðu lostnir, og gátu ekki slegið honum við í kunnáttu málsins, hvorki í mælskulist né ljóðagerð.

Er Rúmil fann upp stafina, var Quenya fyrsta málið til að vera skrifað.
Og það hefði örugglega aldrei farið út yfir fyrirheitna landið, ef Noldorarnir hefðu ekki gætt þess(svipað því sem ég ræddi um í síðustu grein minni). Þegar þeir fóru yfir til Miðgarðs, fluttu þeir að sjálfsögðu málið sitt með sér. Í miðgarði voru Noldorar ; mætti segja <I>merktir</I> af Sindverjum, sem töluðu skýrlega annað tungumál, þó að skyldleika mætti heyra.

Þetta er ábyggilega nóg í bili.

Takk fyrir áhugann sem þið hafið sýnt greinunum mínum
Hvurslags.