Ég var að lesa ágætis viðtal við Fróða (Elijah Wood) í nýjasta premiere og langaði að deila því helsta með ykkur.

Hann talaði mikið um hversu stórkostleg stemmning hefði ríkt á tökustað allan tímann (15 mánuðir) og að allir leikararnir hafi náð sérlega vel saman, og ekki síst hvað Peter Jackson hafði einlæga og barnslega ást á verkefninu í heild. Jackson gekk víst alltaf berfættur um hvernig sem viðraði og eftir að tökum lauk gaf castið honum styttu þar sem Jackson var í hobbita gerfi.

Til marks um hversu vænt öllum þótti um verkefnið þá sagði hann að margir hefðufengið sér fellowship tattoo (allir hobbitarnir og sjálfur Sir Ian MacKellan!).

Annars talaði hann um senuna við hlið Moriu þegar ´hliðvörðurinn´ ræðst til atlögu, og hann nær vist taki á fróða og sveiflar honum fram og til baka… þannig að það er greinilega meira gert úr þeirri senu en í bókinni.

Greinin í heild er ágæt en þó kalla premiere orkana alltaf ´ape-like´ race og það fer ferlega í taugarnar á mér. Einnig kalla þeir Saruman ´evil´ hmmmmmm :)

vona að þetta hafi ekki verið total waste of space.
______________________________