Hið óvænta gerðist undir lokin, að Fróði samdi frið við kvikindið Gollri, en lét hann þó sverja við Hringinn óséðan að hlýðnast sér. Þetta var þó hættuspil, því að Gollrir sóttist auðvitað eftir því að komast aftur yfir Djásnið sitt. En fyrir bragðið kynnumst við nú Gollri betur og honum er eignað ljóð: Gollrir snéri nú til hægri, næstum beint í suður, og slabbaði með löppunum í grunnri, grýttri vatnsrásinni. Hann virtist njóta þess að koma í bleytuna eftir harðlendið á fjöllum, svo hann lék við hvern sinn fingur og klúkkaði í honum og stundum breyttist gaulið í honum jafnvel í einhverskonar söng.

Hin þurru lönd,
þau meiða hönd,
þau særa fót.
Sem kjötlaust bein,
bara harkan ein—
svo er urð og grjót.
En áin svöl
Með blautri möl,
Hún á svo vel við fót!
og þess óskum oss—

“Ha! Ha! Hvess óskum oss?” sagði hann og skáskaut augunum á Hobbitana. “Við skulum segja það,” gargaði hann. “Hann vissi það fyrir löngu, Bagginn vissi það!” Annarlegt blik kom í augu hans og Sómi sá það í myrkrinu og leist ekkert á þá blikuna.

Án lífsanda knár;
eins kaldur og nár;
aldrei þyrstur,
þó óspart ég drekki;
í brynjunni byrstur
sem glamrar þó ekki.
Hann druknar af þurrki
Sem lífsandann murki.
Eyjur vill kalla
Hátinda fjalla,
að straumlindin kær
sé vindblástur ær.
Mín ósk er að fá,
Mig dreymir það eitt
að geta nú veitt
einn fisk hér í á!

Úr Vegaljóðum, úrvali ljóða Tolkiens úr Hringadróttinssögu.