Brot af handriti Fellowship of the Ring hafa verið í umferð á netinu
síðustu 3 daga eða svo. Ekki leið þó langur tími þar til að þeim var
öllum eytt. New Line og framleiðendur skárust í leikinn.
Ég náði þó að afrita þetta inn á tölvuna og þýddi þetta í leiðinni. Ég
þori ekki að setja ensku útgáfuna hérna sökum þess að hægt er að leita
á hugi.is í gegnum útlendar leitarvélar.
Jæja ég vona að ég verði ekki lögsóttur.

Þess skal geta að hér er MJÖG MIKIÐ AF SPOILERUM, þannig að
sumir vilja ef til vill ekki lesa lengra.
Þeir hinsvegar sem hafa áhuga bendi ég hinsvegar á að fyrst lesa <a
href="http://www.simnet.is/hringur/lotr6.htm”>Breytinga-síðu
Hringsins eina </a> ef þeir eru ekki nú þegar búnir að því.

Þess skal geta að þegar New Line og Peter Jackson báðu stjórnendur
TolkienOnline (þar sem handritsbútarnir voru póstaðir) sögðu þeir að
þetta væru hlutar úr úreltu handriti sem ætti ekki lengur við verk Peter
Jackson. Sumar upplýsingar eru þó ábyggilega réttar enda koma þær
heim og saman við aðrar óháðar fregnir.

Ég vona að þið skiljið þau forréttindi sem þið fáið….

Hér hefst hin mikla spoilerveisla…
———————————————————–

<b>Hvernig hefst myndin?</b>

Myndin hefst á Álfamáli þar sem Galadríel segir eftirfarandi orð (þetta
er textað fyrir okkur vitleysingana sem kunnum ekki Álfamálið):

The world is changing: I can feel it in the water, I can feel it in the
earth…I can smell it in the air. Much that one was - is lost…for none
live now who remember it.

Þetta eru orð sem Treebeard sagði við Galadríel þegar þau hittust í
síðasta skipti við Ísarngerði eftir Hringastríðið.

Næst sjáum við kort af Miðgarði þar sem zoomað er inn á Lotlóríen.
Svo er farið til Hobbtúns og titillinn kemur í ljós: THE LORD OF
THE RINGS. Næst er skipt yfir á Bilbó, ritandi í bók sína
“concerning hobbits.”

<b><i>Skoðun Ratatosks:</b></i> Mér líst nokkuð vel á þessa
byrjun. Nokkuð óvenjuleg og frumleg. Reyndar er þetta eins og verið
sé að segja söguna frá sjónarhorni Galadríelar en það þarf samt ekkert
að vera.

<b> Hvernig tvístrast Föruneytið ?</b>

Allir eru samankomnir við bakka Nen Hithoel til þess að ákveða hvert
förinni skuli heitið. Legolas og Aragorn eru báðir sannfærðir um að
eitthvað illt sé á leiðinni.
Fróði ákveður svo að taka klukkutíma til þess að hugsa málið og sena
hans og Boromír er nánast alveg eins og í bókinni.
Þegar Fróði sleppur frá Boromír finnur Aragorn hann svo á hásæti
einu uppi á Amon Hen, nýbúinn að taka hringinn af sér:

FRODO
(quietly)
One by one, regardless of their
strength to good or evil…they
fell.

(CONT'D)
FRODO
(numb)
It has taken Boromir.

ARAGORN drops down to FRODO

ARAGORN
(urgent)
The Ring! Where is it?

FRODO backs away from ARAGORN…ARAGORN is shocked by
the MOVEMENT.

FRODO
Stay away -

ARAGORN looks down at FRODO.

ARAGORN
Frodo…I swore to protect you.

FRODO
Can you protect me from yourself?


Að lokum samþykkir Aragorn að leyfa Fróða að fara. Allt í einu
uppgötvar Aragorn að Orkar eru að ráðast til atlögu og segir Fróða að
hlaupa eins og fætur toga. Um leið og Fróði er farinn af Amon Hen
ráðast 100 Uruk-Hai á Aragorn. Legolas og Gimli koma þó til hjálpar
út úr skóginum. Við heyrum í Lurtz öskrandi fyrirmæli um að finna
Hobbitanna.
Þegar Fróði hleypur framhjá sér Merry (Kátur) hann. Þeir Pípinn eru í
felum í holum tréstofni og kalla á Fróða. Þeir virðast komast að
samkomulagi án orða og þeir Pípinn stökkva fram úr felum og trufla
Orkana og gefa því Fróða færi á að flýja. Sena Fróða og Sóma fer svo
eftir bókinni og þeir Merry og Pípinn eru teknir af Orkunum. Lurtz
sem áður hafði drepið Boromír er drepinn af Aragorni. Í lok
myndarinnar halda þeir Aragorn, Legolas og Gimli á eftir Merry og
Pípni. Kynning á The Two Towers fer í gang.

<b><i>Skoðun Ratatosks:</b></i> Í raun er ekkert verið að breyta
mjög miklu, bara nokkrum atriðum í atburðarrásinni. Það eina sem
truflar mig er að atriðið í bókinni þar sem Föruneytið verulega tvístrast
er ekki. Þ.e. þegar allir hlaupa í allar áttir í leit að Fróða og Aragorn
stendur einn eftir mulrandi við sjálfan sig um að nú munu allir týnast.

<b>2. Hvernig stendur á því að Boromír heldur á hringnum í fyrsta
trailernum ?</b>

Þetta atriði gerist þegar Föruneytið er á rölti við Caradhras og Fróði
rennur til og dettur. Þá fer hringurinn af honum (sem var um hálsinn á
honum). Boromír tínir hringinn upp og starir á hann í dálitla stund og
dularfull tónlist heyrist. Aragorn segir Boromír svo að láta Fróða fá
hringinn á ný. Hann gerir það.Gandalfur sem fylgdist með atburðinum
röltir áfram, þungur í brún.

<b><i>Skoðun Ratatosks:</b></i> Þetta finnst mér einstaklega gott
og nauðsynlegt atriði þó að ekki í bókinni sé.
Gefur manni smá vísbendingu um hvað koma skal og í ein af fáum
vísbendingum um hvað Boromír sé að hugsa.

<b>Er eitthvað minnst á Andúril eða Narsíl ?</b>

Andúrill er á sínum stað. Hinsvegar er það ekki sverðið sem Aragorn
notar á Vindbrjóti. Andúrill kemur ekki í ljós fyrr en í Rivendell, rétt
fyrir ráðstefnuna. Aragorn og Boromír hittast í fyrsta skipti í atriði í
sal í Rivendell þar sem þeir standa fyrir framan grátandi styttu,
haldandi á brotum Narsíls. Þeir eru hinsvegar ekki kynntir fyrir hvor
öðrum fyrr en á ráðstefnunni.
Í atriði á eftir ráðstefnunni tala Elrond og Aragorn saman við gröf
móður hans, Gilraen. Elrond segir honum að sverð hans sé verið að
smíða saman og að máttur hans muni koma á ný. Aragorn segir að
hann hafi aldrei beðið um þennan mátt.
Einnig er minnst á Andúril í bardögum.

<b><i>Skoðun Ratatosks:</b></i> Það er dálítið sniðugt að hafa þá
Aragorn og Boromír saman í atriði þar sem þeir þekkja ekkert hvorn
annan og styttan með brotin er góð hugmynd einnig.

<b>Hvernig er hlutverk Lurtz í myndinni ?</b>

Í einu atriði er Sarúman að fylgjast með “Uruk-Hai-lirfum” sínum.
Einn af Orkunum er öskrandi og berjandi í eina lirfuna til að reyna fá
Uruk-inn til að klekjast. Allt í einu skýst hönd út úr lirfunni og grípur
um hálsinn á Orkanum.
Fleiri Urukar klekjast svo um allan Orþanka. Næst segir Sarúmani
hinum næfædda Lurtz að hann sé hinn mesti af nýjum ofur-stofni og
sýnir honum sólarljósið, fyrstur Orka. <a
href="http://www.simnet.is/hringur/lotr8c.htm”>Sjá myndir</a>
Fleiri atriði með Lurtz eru þegar hann gefur fyrirmæli um að finna
Hobbitana, þegar hann ræðst á Föruneytið og þegar hann drepur
Boromír.
Þess skal samt geta að Lurtz verður aldrei nefndur á nafn.

<b><i>Skoðun Ratatosks:</b></i> Já ég veit það ekki. Margir
“púristar” á netinu eru alveg bálvondir yfir þessu með Orka-klónunar
aðferðir Sarúmans; segja að Orkar fæddust eins og Álfar og Menn. Það
var nú reyndar vitað að Sarúman hafði gert einhverjar tilraunir á
Orkum sínum; Uruk-Hai Orkarnir þoldu til dæmis sólarljós en ekki
hefðbundnir Orkar.
Ég vona alla vega að þetta verði almennilega gert og að enginn
B-mynda eða X-files stíll verði yfir þessu.

<b>Verða vandræðin á Caradhras af völdum Sarúmans ?</b>

Þegar Föruneytið er að klífa Caradhras (<a
href="http://a676.g.akamai.net/f/676/987/12h/photos.netclubs.com/liv
e/photos/g/r/8/a/8a2icvn113ah3e1t0188nc0tk0/12fellowship.jpg”>Sjá
mynd</a>eru Gandalfur og Gimli muldrandi um reiði Fjallsins.
Nokkru seinna er minnst á Sarúman. Legolas er hlaupandi á snjónum
(engin för eftir skóna hans, samt) þegar rödd Sarúmans heyrist eftir
vindinum.

LEGOLAS
(urgent)
This is no ordinary storm. There is a
fell voice on the air!

Næst er skipt yfir á Orþanka þar Sarúman með staf sinn í hendi og
augun lokuð er muldrandi orð á framandi tungu að fjallinu. Við heyrum
rödd hans enn meir í vindinum í Caradhras og svo segir hann:
<i>Avalanche!</i>
Hinir háu meðlimir Föruneytisins þurfa að henda sér yfir Hobbitana
þegar snjór fellur niður eftir fjallinu að þeim.
EXT. SUMMIT OF ORTHANC - DAY

<b><i>Skoðun Ratatosks:</b></i> Mér leist ekkert sérlega vel á þetta
í byrjun en þetta þarf svo sem ekkert að vera neitt slæmt. Í bókinni
var þetta þannig að enginn vissi nákvæmlega hvers vegna svona mikil
læti voru við Caradhras. Meðlimir Föruneytisins höfðu sitthvora
skýringuna á þessu; þetta hefði getað verið Sarúman eða fjallið sjálft
eða Sauron. Hinsvegar vona ég að þetta verði þannig að þótt við vitum
að óveðrið er af völdum Sarúmans að Föruneytið viti það ekki.

<b> Hvernig er hlutverk Farmer Maggot (Ormar bónda) í myndinni
?</b>

Fróði og Sómi eru labbandi á akri (fyrir för þeirra til Rivendell) þegar
Merry og Pípinn koma hlaupandi á eftir með hendurnar fullar af
grænmeti.F

Farmer Maggot yells: (quote) “Come back here! I'll skin you alive!”

MERRY
(looking behind him)
I don't know why he's so upset, it's
only a few carrots.
PIPPIN
And those three bags of cabbages what
we lifted last week.
MERRY
My point is, he's over reacting.

Samkvæmt handritinu á þetta að vera allt hlutverk Farmer Maggot.
Hobbitarnir eiga ekki eftir að stoppa hjá honum á leið sinni til
Brý-hrepps.

<b><i>Skoðun Ratatosks:</b></i> Mér finnst þessi auka sena alveg
ágæt og nokkuð fyndin. Sumir eru vælandi um að Merry hefði nú
aldrei gert þetta en mér finnst þetta bara ágætis viðbót. Hinsvegar er ég
ekki ánægður með það ef Hobbitarnir stoppa ekki Farmer Maggot og
vona ég satt að segja að þetta sé vitlaust.

<b>Hvernig er Lotlóríen kynnt til sögunnar ?</b>
Einmitt þegar Föruneytið er að fara snúa við og berjast fljúga hellingur
af örvum í loftinu frá Álfa-bogmönnum.
Þegar Orkarnir hafa verið drepnir, hittir Föruneytið Haldír og hina
Álfana:

HALDIR
Mae govannen, Legolas Thranduilion.
(Welcome Legolas, son of Thranduil)
LEGOLAS
Govannas vin gwennen le, Haldir o
Lorien.
(Our Fellowship stands in your debt,
Haldir of Lorien)
HALDIR
A Aragorn in Dunedain - istannen le
ammen.
(And Aragorn of the Dunedain - you are
known to us)
GIMLI
(heavy sarcasm)
Ah, the fabled courtesy of the Elves -
speak in words that all can
understand.
HALDIR eyes GIMLI warily.
HALDIR (cont'd)
And what is this? We have not had
dealings with the Dwarves since the
Dark Days.
GIMLI
You know what this Dwarf says to that -
(DWARVISH unsubtitled)
Ishkhaqwi ai durugnul!
ANGLE ON: ARAGORN pulling GIMLI to one side.
ARAGORN
(undertone)
That was not so courteous.

<b><i>Skoðun Ratatosks:</b></i> Þetta er smá breyting frá bókinni
en samt finnst mér þetta bara mjög gott. Bókin teygir nokkuð lopann í
þessum kafli og er það nokkuð sem hentar vel í bókinni en hentar ekki
vel í myndinni. Þess vegna verður að hraða aðeins frásögninni og er
þetta mjög vel gert. Vel á minnst, hvurslags: Geturðu þýtt
Dvergamálið fyrir okkur ?
<b>Hvernig stendur á því að Gimli heggur exinni í hringinn ?</b>

Á ráðstefnunni byrjar Gandalfur að tala um að ekki sé hægt að nota
hringinn, heldur verði að eyða honum. Gimli stendur þá upp og spyr
eftir hverju sé þá að byrja, tekur exi sína og heggur í hringinn. Öxin
brotnar og Gimli sest aftur niður, vandræðalegur á svip.

<b><i>Skoðun Ratatosks:</b></i> Þetta finnst mér bara mjög góð
hugmynd og sennilega nauðsynleg einnig.
Að mínu mati er þetta svipað og atriðið með Sauron (þ.e. með að
maður verði aðeins að fá smá hugmynd um vonda karlinn). Maður
verður aðeins að fá að vita að það er ekki hægt að eyðileggja hringinn á
venjulegan máta.