Fróða mistókst, og hugleiðingar um forsjá guðanna Eftir að hafa grúskað á bókasöfnum miðgarðs, í Orthanc, Rivendell og Dol Guldur er ég að breyta skoðun minni á íbúum miðgarðs. Við fyrstu sýn virðist LotR (lord of the rings) fjalla um baráttu hinna ´frjálsu´ íbúa miðgarðs (free peoples) gegn hinum illa Sauron. Mennirnir, og bandamenn þeirra, sýna hugdirfsku og sjálfstæða hugsun þegar þeir leggja allt undir í stríði við myrkraöflin í Mordor. Á móti þeim standa afskræmingar álfa og enta (orkar og tröll) svo og heilu þjóðirnar sem Sauron hefur fengið til liðs við sig.
En eins og það er augljóst að fylgjendur sauron eru bundnir þrælsböndum, má þá ekki að vissu leyti segja hið sama um andstæðinga þeirra? Allt frá upphafi er atburðarrásin ekki í höndum mannanna heldur hinna ódauðlegu. Gandalf heldur um stjórntaumana í fyrstu, og síðan í Rivendell eru ráð hans og Elronds (og annarra álfa) þau sem vega þyngst því að mennirnir eiga sér ekki sterka fulltrúa í ráðinu. Aðeins Boromir er þar til að tala fyrir hinar frjálsu þjóðir, því Aragorn er jú til hálfs ómennskur þar sem hann er high-dunedan og mun náttúrulega hlíta ráðum Gandalfs.
Síðan er leiðangur hinna níu algerlega í höndum Gandalfs allt þar til hann fellur í Móríu við að bjarga ´hjörðinni´ sinni. Þó að Gandalfur falli frá er búið að marka stefnuna og þessir ´frjálsu´ ferðalangar vita í raun nákvæmlega hvað þeim ber að gera.
Hlutirnir halda síðan áfram að þróast í þá átt sem ráðið í rivendell markaði, og þegar allt virðist tapað á vígvellinum (þegar mennirnir einir ráða ferðinni) við Hjálmsvirki þá kemur Gandalf þeim til hjálpar enn á ný og svo eru það Entarnir sem ljúka leiknum. Svo virðist sem mennirnir hafi hugdirfskuna eina að vopni en að þeim takist aldrei að finna sigur án þess að forsjáin grípi í taumana.
Lokasenan þar sem Froði stendur frammi fyrir því að eyða hringnum sýnir einnig að frjáls vilji vinnur engan lokasigur í baráttunni. Hann getur engan veginn eytt hringnum þegar á hólminn er komið því að hið spillandi vald hans hefur algerlega gegnsýrt Fróða.

“I have come, he said. But I do not choose now to do what I came to do. I will not do this deed.” [The Return of the King]

Það er einungis tilviljun að Gollum leggur til atlögu við ´Fróða og orsakar að sigur vinnst á Sauron. Í raun bjargar Fróði miðgarði með því að miskunna sig yfir Gollum, og það er í raun og veru kjarninn í sögunni. Þó að Fróði vissi að Gollum var ekki treystandi þá vorkenndi hann honum nægilega til að hafa hann með í för og það var sú vorkunn/miskunnsemi sem sigraði loks Sauron. Þar er grundvallarmunurinn á liðsmönnum Saurons og fylgjendum Gandalfs [sic] sem er að þeir búa yfir samúð og miskunnsemi, sem er jú mjög kristin hugsun.

Tolkien hefur viðurkennt að þetta var í raun vendipunkturinn í sögunni:

“If you re-read all the passages dealing with Frodo and the Ring, I think you will see that not only was it quite impossible for him to surrender the Ring, in act or will, especially at its point of maximum power, but that this failure was adumbrated from far back. He was honoured because he had accepted the burden voluntarily, and had then done all that was within his utmost physical and mental strength to do. He (and the Cause) were saved - by Mercy: by the supreme value and efficacy of Pity and forgiveness of injury.”Letter #191

Eru þá hinir frjálsu menn ekki bara peð í valdaleik hinna ódauðlegu. Vissulega má segja að Sauron sé það sterkur andstæðingur að mennirnir einir fái ekki staðið gegn honum, en Þetta er að mjög mörgu leyti glíma hans og Gandalfs frá upphafi til enda. Gandalfur hefur vitað að forsjáin myndi sjá til þess að hringnum yrði eytt, því að hann vissi að Fróði gæti aldrei eytt honum viljandi (eins og Tolkien skýrir fyrir ofan). Niðurstaðan var því í upphafi ljós og því virðist sem þúsundir/hundruðir þúsunda manna og annarra hafa fallið til einskis í þessu risavaxna einvígi.

Þetta er gott í bili….

“speak friend and enter”
______________________________