Vonandilíkaði ykkur fyrri greinina um Gandalf en það var bent mér á að ég gæti bætt einhverju við svo sem: hvernig hann koma til miðgarðs, um mörg nöfn hans o.fl. Því miður veit ég ekki svo mikið um hetju dáðir hans nema þær sem koma fram í LOTR eða Hobbit því ég er núna að klára Silmerilion.

Í Silmerillinum kemur fram að með Völunum hafi komið minni háttar valar eða majar og þeim lýst. Þegar það er komið að majanum Ólórini er sagt að hann hafi ef til vill verið Gandalf. Þar segir líka að hann hafi verið vitrastur Majanna og hann hafi sest að í Lórien og hann hafi lært meðaumkun og þolinmæði af Níennu. Persónulega held ég að Ólórinn hafi verið Gandalf þar sem hann þekktist undir svo mörgun nöfnum s.s. Gandalf Greyhame, Gandalf the grey, the Grey Pilagrim og eftir fall sitt í Moria: Gandalf the White, The White Rider. Álfar kalla hann Mithrandir, dvergar Tharkún, í suðri Incánus og í norðri Gandalf. Það eru líka einhverjar getgátur um að Gandalf sé Manve en ég tel það aðeins of langsótt. Því miður veit ég ekki mikið um hvað Gandalf var að gera annað en að ganga meðal álfa(því hann elskaði þá) þangað til hann þurfti að takast á við Sauron og veldi hans. Í enda LOTR fer Gandalf til Tom Balindil og segir að þeir séu ágætir kunningjar, þar finnst mér eitthað shady í gangi því Tom Balandil var greinilega eitthvað meira en sýndist í fyrstu. Það var líka greinilegt að Gandalf kom til að sigra Sauron og eiðileggja veldi hans. En Gandalf hefur greinilga verið á flækingi um allan miðgarð því hann sýndist vera þekktur nánast alls staðar. Gandalf var mjög gamall þegar að Hringastríðinu lauk, sem er engin furða ef hann var Ólórinn.

En ég vona að hérna hafi komist á færi að eins meiri upplýsingar um hann Gandalf og þið getið eins og vanalega bent á einhverjar villur. En njótið vel :)