Quenya2 Jæja,hérna kemur svo annar pistillinn minn um Quenya,ég vona að þið hafið gaman af þessu.
Ein mikilvægasta heimildin(reyndar mætti sgja að það væri langmikilvægasta) sem Tolkien skrifaði um álfamálin,eru The Etymologies(Etym). Það er að finna í einu bindinu í HomE,The Lost Road. Því mætti gróflega lýsa sem orðabók,þó að það sé það ekki. Í Etym er að finna um það bil 600 primitive orðarætur,í stafrófsröð(hugsið ykkur!) þar sem mörgum QA orðum er gerð skil,skýrt frá upphafi þeirra og þróun. Þetta er að sjálfögðu alger gullmoli fyrir þá sem hafa áhuga á QA,sérstaklega vegna þess að þarna birtast hundruðir orða sem aldrei hafa komið fram áður. Þetta hefur hjálpað áhugamönnum mikið að skilja Quenya,og með birtingu á Lost Road bættust mýmörg púsl við í stóra QA púsluspilið,þó svo að mörg mikilvæg stykki vanti ennþá. Við verðum að bíða og vona að meira efni birtist með aukinni útgáfu. Cristhopher Tolkien reynir eins og hann getur að koma QA textum og efni inn í bækurnar sem gefnar eru út. Samt er hægt að segja,að án Etym væri QA málið heldur fátæklegt.
Þrátt fyrir þennan skort á upplýsingum um QA, eru allar nauðsynlegar upplýsingar sem þarf til að gera QA að raunverulegu máli,til,Tolkien skrifaði þúsundir blaðsíðna um QA,svo þetta hefur verð honum hugleikið.

En ef við til dæmis flettum upp á orðinu ÁLAK í Etym sem þýðir svanur,þá finnum við:
P[rimitive] E[lvish]: alk-w, Q[uenya] alqa, T[elerin] alpa, O[ld] N[oldorin] alpha og N[oldorin] alf. Etym var skrifað á miðjum fjórða áratugnum,og stafsetningin og gerð orðanna er að flestu leyti frábrugðin LotR tímabils orðunum.

Þetta er mesta efnið með álfamáli sem hefur verið birt,áður var það Namárie,söngur Galadríelar sem birtist í 2. bók í LotR.
Quenya málið var einkum skapað til ljóðagerðar og fleygra orða, að minnsta kosti er nærri því allt það QA efni sem hefur verið birt eru ljóð,fyrir utan nokkrar setningar sem skipta litlu máli. Þessvegna eru ýmsir vankantar á orðaforðanum sem er til,meira að segja orðabókin sem ég er með hefur ekki einu sinni já og nei!
Þetta er satt, og þar af leiðandi verður að taka verður tillit til þess að þetta var tilbúið mál,sem var ekki búið til til að nota í daglegu tali, og er þessvegna töluvert frábrugðið venjulegum tungumálum.

Svo er líka annar þáttur sem spilar mikið inn í þekkindu manna á QA,en það er fréttablaðið Vinyar Tengwar. Þetta eru nokkrir gaurar sem hafa fengið leyfi frá þjóðskjalasafninu í Englandi til að grúska í þeim og finna nýja hluti um málin hans,þó einkum álfamálin. Úr þessum fréttablöðum hefur komið fram mikill fróðleikur um sögu og þróun tungumálanna,en einkum ný orð.

Þegar Tolkien var ungur,þá hafði hann fljótt í æsku mikinn áhuga á tungumálum. Þann áhuga má rætur rekja til þess þegar hann var lítill strákur í Englandi og fór með mömmu sinni í ferð í þann hluta Englands þar sem allir töluðu velsku. Tolkien fannst velska vera frábært mál,að það væri sterk tenging við dulúðuga fortíðina,og það má þessvegna finna velsk áhrif í QA. Hann samdi nokur tungumál í æsku,tvö þeirra merkilegustu að hans mati voru animalistic,eða “dýrlenska” og idiodistic,eða “fíflamál”. Móðir hans vildi samt ekkert með þetta tungumálavesen hafa,og bað hann um að hætta að fikta við þetta dót,og halda áfram að læra,en Tolkien var í King Edward IV skólanum,sem var virtur og gamall skóli í þá daga,en unga,lata stráknum var skítsama um allt skólavesen.
Fleiri pistlar á leiðinni(vonandi :-/ )