<p align=“right”> Til að miðju jafna myndina
<img
SRC="http://simnet.is/hringur/toledda_files/image002.jpg">
</p>
Grein þessi er fyrir þá letingja sem nenna ekki að rannsaka
vef minn, www.simnet.is/hringur.

Tolkien sótti margar hugmyndir sínar í Snorra-Eddu og
Eddukvæðin einnig.

Fyrir þá sem ekki hafa lesið Edduna þá mæli ég sterklega
með því. Þó að þetta sé á forníslensku og dálítið erfitt á köflum
þá er bráðskemmtilegt að lesa hana. Kannski er þá hægt að
finna enn fleiri atriði en hér eru talin upp.


<b>Nöfn dverga:</b>

Í Gylfaginningu (úr Snorra-Eddu) er listi yfir dvergana í
heiminum. Hér kemur hluti listans:

<i>Dvalinn, Bifur, Báfur, Bömbur, Nori, Óri, Óinn, Þorinn, Fili,
Kili, Glóinn, Dóri, Þrór, Þróinn, Dáinn, Eikinskjaldi, Fundinn,
Náinn, Durinn, Gandálfr.</i>

 

Það sem fyrst auðvitað vekur athygli er að nafn Gandalfs er á
listanum í örlítið breyttri mynd. Gandálfr var sem sagt dvergur í
norrænni goðafræði þó að það sé nú dálítil mótsögn,
eðlilegra væri að hann væri álfur.

Næst sjáum við að nöfn allra dverga sem fyldu Bilbó í
Hobbitanum nema nafn Balins, eru á listanum. Þó er nafn
föður Balins á listanum, Fundinn og sömuleiðis er nafn Dáins
sem tók þátt í Fimmherjaorrustunni í Hobbitanum nefnt. Þess
skal geta að íslenska þýðingin breytti nöfnunum Fili og Kili í
Fjalar og Kjalar.

Nafn Þorins Eikinskjalda úr Hobbitanum virðist vera samsett
úr tveimur dverganöfnum úr Eddunni, Þorinn og Eikinskjaldi.

Einnig er nafn föður hans og afa nefnt, Þróinn og Þrór, þó að
Thrain eða Þráinn stendur yfirleitt í Hobbitanum í staðinn fyrir
Þróinn.

Þeir sem lesið hafa Silmerilinn muna eftir því að Valinn Áli bjó
til hina sjö Dvergafeður. Elstur þeirra var Durinn og er nafn
hans oft nefnt í bókum Tolkiens, t.d. er talað um Dverga sem
Durinsþjóð.

Í Snorra Eddu segir að annar æðsti dvergurinn hafi heitið
Durinn en Móðsognir hafi verið sá æðsti.

 

Ylmir og Njörður

Þeir sem lesið hafa Silmerilinn kannast við Ylmi. Hér er lýsing
á honum:


<b>Hásæti</b>

Í Snorra-Eddu er talað um stað á jörðu er nefnist Hlíðskjálf. Er
Óðinn sest í hásætið þar þá sér hann alla heima og alla hluti.

 
Í Silmerlinum er minnst á svipað atriði. Þegar Manve, sem er
æðstur Valanna sest í hásætið á efsta turni fjallsins Tanikvetíl
og Varda er við hlið hans þá sér Manve víðar en nokkur augu.

————-
Ef þið rekist á fleiri atriði úr Eddunni, endilega bætið þeim við!