Jæja,góðir lesendur, eins og þið hafið tekið eftir,þá hef ég mikinn áhuga á tungumálum(humm,góð hugmynd að vera málfræðingur þegar maður verður stór fyrst maður hefur áhuga á þessu.)
Allavega,á þessari stundu ef ég að gramsa í Hringadróttinssögu,og þar getur maður fundið ýmislegt. Þessi gullsteinn bókmenntana hefur heillað alla sem hafa lesið hana,en ég ætla ekki að fara nánar út í það hér.

En málið er að í Hringadróttinssögu(Hds)(LotR),bók 2 ,þá komu 2 setningar þar sem mér brá við (og fann til sterkrar þjóðerniskenndar,) semsagt þegar Aragorn,Legolas,Gandalfur og Gimli sonur Glóins koma til konungsins í Gullinþekju.(Þjóðans)
Þeir tala við Þjóðan konung Róhans, og koma fyrir hann vitinu, þar eð Þjóðan var orðinn leikbrúða Ormstungu ráðgjafa hans sem hafði samráð við Sarúman. Föruneytið kemur upp um Ormstungu og svikabrögð hans, og þegar Þjóðani er fært sverð sitt þá er eins og nýr andblær kemur yfir hann og hann”vaknar aftur til lífsins”. Svo mælir Jómar systursonur Þjóðans:
“Westu Théoden hál! Vertu Þjóðan heill”(LotR,bók2,bls.121)

Þarna brá mér við þegar ég las þetta,því þetta er svo sláandi líkt íslensku.
En jæja,ég hélt ég áfram að lesa, ég læt mér nægja að segja að Þjóðan undirbýr sig og þjóð sína að leggja út í stríðið við Sarúman.
Nokkrum blaðsíðum seinna, þá bar Jóvin Þjóðani vínbikar og mælir um leið þessi orð:
Ferthu Thjóðan hál!(LotR,bók 2,bls.126) Reyndar er engin þýðing á þessari setningu,en lesandinn ætti fullvel að gera sér grein fyrir hvað Jóvin sagði.
Svo,Vertu Þjóðan heill,og Farðu Þjóðan heill. Þetta getur varla verið tilviljun,því eins og flestir vita þá hafði Tolkien brennandi áhuga á Eddunni og Íslendingasögunum,hann var læs og talandi á íslensku og átti meira að segja íslenska málfræðinga fyrir vini. Nafnið á konungi merkurinnar er einnig að öllum líkindum tekið úr Eddunni eða Íslendingasögunum,Théoden er vafalaust afskræmt af Þjó-einhverju og kemur varla annarstaðar frá.

Núna bíð ég spenntur eftir að heyra hvernig Róhana málið verður í myndunum, á netinu las ég að Róhanska ætti eftir að vera töluð eins og menn héldu að hún hafi verið. Ættum við ekki að grípa þarna fram í og láta Peter Jackson vita af þessum setningum og tengsl þeirra við íslenskuna? Og hvað finnst ykkur um þetta? Er þetta tilviljun? Eigum við að skilja Róhönsku í myndunum eða verðu hún bara skálduð upp af einhverjum manni sem kann ekki íslensku?
Ekki það að mér sé ekki sama,en ég er viss um að Tolkien bjó til Róhönsku með tilliti til forn-íslensku,þanig að ef menn ætla að tala það eins og þeir haldi að það hafi verið,þá verður að huga að þessu.