Þetta er smá um íslandsvininn Tolkien
Um J.R.R. Tolkien

Tolkien fæddist 3. janúar í Bloemfontein í Óraníu í Suður-afríku. Þegar hann varð fjögurra ára fór móðir hans, Mabel Suffield með hann, og yngri bróðir hans Hillary “heim til” Englands.
Eftir að faðir hans lést settist fjölskyldan að í Sarehole sveitaþorpi í jaðri Birmingham. Tolkien hafði mikinn áhuga á Ílendingasögum, sérstaklega Eddu. Og bjó Tolkien til tungumál álfa og huldufólks.
1920 varð Tolkien, þá tveggja barna faðir, lektor í Ensku við háskólann í Leeds og fjórum árum síðar prófessor. Hann þóttist góður kennari, gamansamur og hugmyndaríkur. 1925 varð hann prófessor í
Engilsaxnesku í Oxford og síðan nær ævilangt. ER Tolkien talinn hinna fremstu málfræðinga enskrar tungu sem uppi hafa verið. brátt voru börnin orðin fjögur, og fóru þau að nia á honum að segja sér sögur.
Fyrst voru það barnagælur, bréf frá jólasveini, sem hann myndskreytti og síðan gaf út, en áhugi hans var allur við þjóðsagnaminni Eddu og Kelevala og jafnframt fór sagnamennska hans að þrpskast, er hann samdi samásaman
og las upp fyrir börnin söguna Hobbitan. Hún var gefinn út 1937, og fékk nógu góðar undirtektir til þess að útgáfan vildi fá framhald. Tolkien var lengi tregut til, en fór þó að velta upp hugmyndum með hangandi hendi.
En sagan náði valdi á honum og ómæld andagift kom yfir hann eins og flestir þekkja. Og upp úr þessu verki, sem átti upphaflega aðeins að verða einföld barnabók, reis sjálf Hringadróttinssaga í öllu sínu veldi.
Það tók Tolkien tólf ár að ljúka henniog þá var komið að starfslokum hans við háskólann. Þegar bókin var gefinn út, botnaði höfundurinn sjálfur síst allra í þ´vi, hvað hún varð gífurlega vinsæl, geta má þess að
haldnar voru hátíðar, og þar sem þær voru haldnar var reynt að hafa umhverfið eins líkt og Miðgarð.
Tolkien var all náið tengdur Íslandi. Hann lærði íslensku, talaði hana reiprennandi og heimsótti landið nokkrum sinnum, áður en hann varð frægur. Hann var vel að sérí íslenskum fornritum.
Þannig að hann myndaði árið 1927 ásamt hinum kunna breska rithöfundi C.S. Lewis o.fl. leshring sem þeir kölluðu upp á íslensku “Kolbít”, þar sem þeir lásu saman Íslendingasögur og Eddur og heilluðust af þeim.
Tolkien var þá einnig nákominn hinum kunna þjóðsagnamanni og Íslandsvini Willaim Craigie og kunnugur íslensum fræðimönnum svo sem Sigurði Nordal, Guðmundi Finnbogasyni og Snæbirni Jónssyni bóksala.
Vegna þessara tengsla var hann m.a. kjörinn heiðurfélagi í Íslenska bókmenntafélaginu 1933, eða löngu áður en Hringadróttinssaga kom á dagskrá. Mat hann það mikils og er auðvelt að sjá,
að hann leitaði mjög fanga í Eddukvæðum og íslenskum sögnum, ekki síst margvíslegum nafngiftum.
Ég segji að Tolkien sé einn af bestu rithöfundum allra tíma og er Hringadróttinssaga hreyn snilld og ef ÞÚ hefur EKKI lesið hana af einhverjum ástæðum, ráðlegg ég þér að drífa í því.
Fëanor, Spirit of Fire.