Hugleiðingar um Sarúman Saruman er án nokkurs efa stórkostlega mikilvægur karakter í allri Hringadróttinssögu. Ég hef verið að hugleiða ímislegt varðandi hvaða áhrif val hans á “liði” og komist að ýmislegu sem ég tel vera mjög áhugavert.

Ef Saruman hefði valið að styðja hinar Vestrænu þjóðir og bandamenn þeirra hefði stríðið án nokkurs vafa þróast í aðrar áttir, en málið var að hann hafði faktíst um lítið annað að velja en að ganga til liðs við Sauron, vegna þess að hann var þegar byrjaður að svíkja fólkið sem á hann treysti og taldi hann vera bandamann.

Frá hernaðarlegu sjónarhorni er það augljóst, að ef Saruman hefði sleppt því að fara útí stríð við Róhana, hefði verið hægt að nota Jóherrana á öðrum vígstöðvum. Gondorum hefði eflaust ekki veitt af liðstyrk í Osgiliath, og jafnvel á fleiri stöðum. Einnig liggur það beint við að Saruman dró talsvert úr hernaðarstyrk Róhana með árás sinni á Hjálmsdýpi.

Einnig er það nokkuð ljóst að ef Saruman hefði verið á bandi Vestrænna þjóða, hefðu verið tveir öflugir vitkar á þeirra bandi, sem hefði ógnað Sauroni talsvert. Þá hefði verið hægt að sinna fleiri “vitka-störfum” í einu. Auk þess hefði Gandalfur ekki verið fangi í Orþanka. Þess má einnig geta að Saruman hafði gríðarlega þekkingu á hringafræðum, og væri það mjög sterkt að hafa þá Gandalf saman í liði.

Frá sjónarhorni Föruneytisins, þá hefði orka Aragorns, Legolas og Gimla farið í annað að elta uppi orka Sarumans, og hefðu þeir í staðinn farið þegar í stað til Dimholts og þaðan til að styrkja varnir Minas Tirith. Aftur á móti hefðu Merry og Pipinn ekki komist í tæri við Trjáskegg og við hefðum þar af leiðandi ekki kynnst Entunum eins vel og ella.

Á Héraði olli Saruman líka miklum usla, sem Héraðsbúar hefðu eflaust vilja vera án, en Hobbitarnir guldu honum það sem hann átti skilið.

Sagan hefði auðvitað ekki verið jafn innihaldsrík ef Saruman hefði verið “góður” eða einfaldlega ekki í bókinni. Eins og ég sagði, er hann bráðnauðsynlegur karakter til þess að sýna fram á að jafnvel færustu vitkar geta líka gert mistök í lífinu.