Sko ég veit ekki alveg hvað þessi grein gerir eða merkir eða gefur eftir sig…Mig langaði bara eða langar að senda inn grein sem ég hef ekki gert lengi og hryggir mig hálfpartinn því þetta er uppáhaldsáhugamálið mitt. Greinin um mun fjalla svona í stóru samhengi um allt, lífið sambandið við Tolkien áhugamálið og allt frá grunni upp í það sem komið er.


Já nú sem komið er þá hefur Tolkien svo sannarlega breyðst út um löndin öll og yfir höfin blá og grá. Nú eins og tæknin er í dag en ekki á hans tíma þá eru komnir tölvuleikir og eins og allir vita myndirnar og helstu leikinir sem spilaðir eru þá er á borð við BFME og núna væntanlega leikinn númer 2. Allt er svo breytt…Maður getur farið út í búð og hálfpartinn keypt sér hljóðsnældu og heyrt bara ritverk hans…Horft á myndinar og þá á maður að ná fullum skilningi á öllu…Svo sannarlega ekki er það satt…Ég er að vísu búinn að lesa bækunar margar og skil mikið að þeim en ég held að það sé einhver leyndur boðskapur í svona sterku og miklu verki eins og ég sendi inn hér könnun ekki fyrir alllöngu og þar voru margbreyttar skoðanir og litrík svör og langaði aðeins að koma með þá umræðu hvernig þetta allt er þróað. Hvað finnst ykkur Tolkien skilja eftir sig? Bara bók sem skemmtun eða er leyndur boðskapur eða eins og mjög margir segja og hann jafnvel sjálfur hafa sagt að hann skrifar um forna tíma sem segir að hann hafi talið vera hér fyrir langar löngu..Ef það var í raun og veru..Þetta allt til fyrir til forna þá tel ég mín skoðun vera að það hafi aldrei verið á þessari plánetu og jafnvel ekki einu sinni Vetrarbrautinni okkar…Allt er svo stórfenglegt og ekkert nægilega fullnægt á þessari jörðu til að þetta hafi geta gerst hér. Tel ég. Svo að vísu eða rétt er að margir hafi aðrar skoðanir og get þá rökstutt svar sitt…Í sjálfu sér þá hef ég ekki rökstutt svar mitt nema það að mér finnst þetta of fallegt og mikilfenglegt og svo sannarlega eitthvað til að geta haldið í….Það líður ekki sá dagur að ég hugsa til Miðgarðs og öll ævintýrin sem gerðust þar. Það er líka kannski engin tilviljun að þetta er svona þekkt og margir hafa gaman af..Ekki get ég svarað þeirri spurningu.


Svona er þetta bara beint úr huganum á mér núna og langar að koma hér framm svona skoðunum og vil að allir taki þátt með í því og segi sitt og rökstyðji og ef einhverjir þarnar eru sammála mér?


Svo eins og ég minntist á áðan með þróunina að hún er orðin svo mikil að það varla þarf ekki að lesa hana og fólk er orðið svo latt í dag að það nennir ekki að lesa þetta…sama hvað ég segi við þau og segi þeim hvað þetta er mikilfenglegt…Og jú það nefninr myndinar og segir að þær séu magnaðar og þá svara ég mínu vana svari..“You should try the books..far more…**************” á því miður ekki orð..orðalisti minn takmarkaður og ég get ekki lýst verkum hans í bili..svo stórfengleg…Og eins og ég var að segja þá svara allir…“Ég nenni því bara ekki” og svo í flestum tilfellum þá eru það aldrei stelpur sem lesa þetta…bara strákar sem vekur undur hjá mér….veit ekki hvort þetta er svona hjá öllum en það er hjá mér…Og ekki margir hafa lesið bækurnar í mínum sveitabæ…Ég er einn af þeim fáu…


Kannski þetta er orðið fínt hjá mér og ég bið að láta þetta ekki á korkinn…Langar að vekja meiri alhygli sem skaðar ekki fyrir þetta áhugamál og svo ég komi með hugmynd..þá væri fínt ef fólk svaraði máli sínu í heilli grein ekki smá klausu það ætti að gefa smá eða enn meiri lit í áhugamálið.

Takk fyrir.


e.s. Var á smá hraðferð er að missa af fótboltaæfingu. Afsakið ef það eru margar stafsetningarvillur biðst innilega afsökunar.