Ég á að halda ræðu um hvort sé betra myndin eða bókin (hringadræottinssaga) og tengsl Tolkiens við Ísland, ég ákvað að senda ræðuna hingað inn til að fá kannski hugmyndir að beturumbætingu eða leiðréttingu á villum, þannig að ef þið sjáið eitthvað sem þið haldið eða vitið að er vitlaust þá ekki hika að segja mér frá því.


Ég ætla að tala um hinn merkilega höfund, John Ronald Reuel Tolkien eða J.R.R. Tolkien eins og hann var víst kallaður og muninn á bókum hans Hringadróttinssögu og hinna feykivinsælu mynda “Lord of the rings” sem eru gerðar eftir bókunum. Tolkien var mikill íslandsvinur, og sagt er að hann hafi talað lýtalausa íslensku og að hann hafi lært hana til að lesa Eddu-kvæðin og Njálu en Tolkien var með íslenska ráðskonu á heimili sínu í Bretlandi. Áður en hann varð frægur fyrir skrif sín var hann gerður heiðursfélagi í Hinu íslenska bókmenntafélagi sem Jón sigurðsson var forseti í um skeið.
Það hefur verið sagt að Tolkien hafi byggt nöfn og hluti í Hringadróttinssögu á íslenskum fornsögum og gömlum íslenskum kvæðum. Talið er að nafnið Sauron sé byggt úr íslenska orðinu saur, en þá er talið að það sé átt við að Saur sem þýðir skítugur eða óhreinn og að það segði að Sauron þýðir sá sem er óhreinn. Orðið (nafnið) Gimli er úr forníslensku og var þá með é’i en ekki i’i í endanum en það þýðir skjól fyrir eldi. Einnig er sagt að hringurinn eini sé byggður á hring sem Óðinn átti en á nýjunda hverjum degi uxu úr honum 8 nýir hringi en með hjálp þeirra stjórnaði Óðinn heimunum níu. Öll nöfn dverganna í bókinni Hobbitanum eru úr Eddu og einnig nafn Gandalfs(en það var samt nafn á dvergi í Eddu). Einnig var sú hugmynd að nota varga í stað hesta ekki alveg frumsamið af Tolkiens hálfu, því í ásatrú var minnst á það að jötunkona ein reið upp til ásanna á vargi með höggorm sem beisli.
Fyrsta bókin sem Tolkien gaf út heitir Hobbitinn en hún var barnabók en fullorðið folk las hana samt eigilega meira en börnin en sú bók fjallar um ferð Bilbó Bagga frá héraði og ævintýri hans í framandi heimi álfa, dverga og manna í því ævintýri “finnur” hann hringinn eina sem Hringadróttinssaga snýst svo um, sá þríleikur varð svo meiri bók fyrir eldri aldurshópa en hann fjallar um ferð hobbitans Fróða sem er ættingi Bilbós frá héraði, hann tekur svo seinna að sér það verkefni að fara með hringinn eina og eyða honum, til að framkvæma það fær hann hjálp 8 förunauta, en þeir eru Vitkinn Gandalf, álfurinn Legolas, dvergurinn gimla mennina Boromír og Stíg(eða öðru nafni Aragorn) sem er erfingi krúnu Gondors og hobbitarnir Sómi, Pípinn og Kátur. Fyrst kom bókin Föruneyti hringsinns, svo tveggja turna tal en síðast kom svo hilmir snýr heim.
Marga hafði langað og margir höfðu reynt að kvikmynda hringadróttinssögu en allir hættu þeir við því að þetta var svo gríðarlega víðamikið efni enPeter Jacksson ákvað svo að gera myndirnar, það var hann sem sannfærði newline cinema um að framleiða myndirnar. Hann tók allar 3 myndirnar upp í einni langri runu en gaf þær út í þrennu lagi. Myndirnar voru teknar upp í heimalandi Peters Nýja Sjálandi. Margir telja að velgengni myndanna megi eigi því að þakka að Peter er dyggur aðdáandi Tolkiens og hélt sér vel við efnisvið bókanna, en var samt ekki með alveg nákvæma eftirlíkingu bókanna.
Margir aðdáendur voru nokkuð fúlir er elskaðar persónur eins og Tumi Bumbaldi og skógarálfarnir komust ekki í myndirnar, en Tumi gat sett hringinn á fingur sér án þess að það hefði nein áhrif, í framhaldi af því að því atriði var sleppt þá varð einnig að sleppa kumlhólum en það er staðurinn þar sem Nornakóngurinn er grafinn en sá atburður ætti að koma í beinu framhaldi af heimsókninni til Tuma, sumum persónum voru einnig gefin annaðhvort stærri eða minni hlutverk. Einnig hafa margir fundið margar minniháttar breytingar í myndunum t.d. má nefna að hann Tolkien talaði um “corn”akra eins og hveitiakra en því var breytt í maísakra en maís kom frá Ameríku(ekki evrópu eins og margir telja að Miðgarður sé byggður á) en til eru mörg fleiri dæmi. Margir hafa sagt að bókin sé alltaf betri en myndin því bókin ræktar við ímyndunaraflið, og enginn hefur nákvæmlega sömu sýn á því hvernig allt lítur út, það er að hver og einn er með sína einstöku hugmynd um það hvernig hver persóna og hver staður á að líta út. En í bíómyndum þarf ekkert ímyndunarafl, þú bara ferð horfir á myndina og sérð það sama og allir aðrir og túlkar hana líklega eins og flestir aðrir, þessvegna segi ég að bókin sé betri en myndin.
“Two things are infinite: the universe and human stupidity; and I'm not sure about the the universe.”