Hvíta Ráðið Hvíta Ráðið var stofnað nokkrum Vitkum til að sporna við uppgöngu Skuggans í Myrkviði þegar hann var í Dol Guldur. Fyrsti fundur Hvíta Ráðsins nefndist Ráðstefna Vitkanna. Á fundinum voru Elrond, Galadríel, Sirdán skipasmiður, fleiri Eldardróttna. Einnig sátu Maiarnir Kúrúnír(Sarú an) og Míþrandír(Gandalfur). Fundurinn var haldinn í Ísarngerði. Þar var Kúrúnír kosinn leiðtogi ráðsins þó svo að Galadríel væri því mótfallin. Hún taldi Kúrúnír og frekan og hortugan. Talið var að Kúrúnír hafi fengið stöðuna vegna þekkingu hans á sögu Saurons og brögðum. Eftir fyrsta fund Ráðsins fór Kúrúnír að rannsaka ennfremur máttarbaugana og sögu Saurons.

Fæstir í Hvíta Ráðinu trúðu því að það væri í raun Sauron sem væri í Myrkviði, en Gandaldur stóð fastur á sínu, það hlyti að vera Sauron.
Elrond og Gandalfur ákváðu því að Gandalfur færi og rannsakaði málið betur og reyndist grunur þeirra kumpána réttur. Elrond mælti að þetta væri aðeins dómur Ísíldurs eftir að hann tók hringinn.

Eftir þessa niðurstöðu var Hvíta Ráðið kveðið saman aftur og meðlimum þess gert grein fyrir stöðunni. Sarúman vildi enn bíða og sjá, því hann taldi Hringinn eina vera grundvöllur þess að Sauron gæti snúið aftur. Hann sagði hringinn löngu horfinn af Miðgarði og kæmi aldrei til með að finnast.

Elrondi stóð ekki á sama og mælti Gandalfur þau frægu orð: “Stundum bjarga veikar hendur ef viskan bregst”. Um þetta leiti hafði Sarúman endanlega sökkt sér á kaf í hringafræðum og var sjálfur orðinn áfjáður í að finna Hringinn Eina. Þegar hann komst að því að Sauron vissi líka hvað varð um Hringinn, skelfdist hann og vígvarði Ísarngerði. Þá fékk hann aðstoð frá Vitkanum Ráðagesti hinum Brúna, en Ráðagestur hefur sennilega talið sig vera að hjálpa Hvíta Ráðinu. Ráðagestur kom Kúrúnír í raun upp njósnakerfi með fuglum.

Þegar Skugginn í Myrkviði tók enn að magnast, var Ráðið aftur kvatt saman og var mikið talað um Hringafræði og færði Gandalfur rök fyrir því að vald Hringsins væri greinlega á Miðgarði og sagði Sauron brátt verða tilbúin í Stríð gegn Álfum og afkomendum Númena og álfa. Samþykkti Kúrúnír það þá loks að ráðast gegn Sauroni, og ætlaði Ráðið að hrekja hann frá Dol Guldur. Þetta var í hinsta sinn sem hann studdi Ráðið.

En árásin var ekki gerð nógu tímanlega og var Sauron búinn að senda Hringvomana að undirbúa fyrir sig sætið í Mordor, en Myrkviður var samt sem áður hreinsaður.

Þegar Sauron hafði snúið til Mordor, og reist Barað-Dur, var Hvíta Ráðið kallað saman í hinsta sinn. Það var árið 2953 á Þriðju öld. Síðan einangraði Kúrúnír sig inni í Ísarngerði og stundaði frekari menntir í Hringafræðum.

Myndin er af Dol Guldur

Heimildir: Silmerillinn, www.tuckborough.net/galadriel