Dvergar Dvergar voru smíðaðir af Valanum Ála. Áli var svo óþolinmóður að geta kennt einhverjum öðrum þær iðnir sem hann kunni, og hann gat varla beðið eftir Börnum Alföður. Á laun hóf hann sköpun hinna Sjö Dvergafeðra, en hann hélt að ef hinir Valarnir kæmust að því hvað hann var að bralla, myndu þeir gera gys að verkum hans.

Þar sem Áli vissi ekki hvernig Börn Alföður kæmu til með að líta út, ákvað hann að búa Dvergana til frá sínum hugmyndum. Þeir urðu öðruvísi en faðir þeirra. Áli bjó Dvergunum tungumál, og var ánægður með verk sitt.

En á meðan Áli skapaði Dvergana, fygldist Alfaðir með öllu saman. Hann kom til Ála og sagði honum að hann yrði að bíða. Dvergarnir mættu ekki koma fram á sjónarsviðið á undan þeim Árbornu. Hins vegar varð Alfaðir ekki sáttur með óþolinmæði Ála. Ilúvatar útskýrði fyrir Ála, að Dvergarnir kæmu aðeins til með að gera það sem Áli sýndi þeim, með öðrum orðum að þeir kæmu ekki til með að lifa. Áli sá þá hverju óþolinmæði skilaði; hann reyndi að búa til eitthvað sem aðeins Alfaðir gat gert. Áli tók þá stóra sleggju og ætlaði að brjóta Dvergana, en þá spruttu þeir af stað og báðu um miskun.

En skilyrði Alföður með lífi Dvergana, var að þeir kæmu upp á eftir Álfum. Raunin varð þá að Áli faldi þá undir fjöllunum, hvern fyrir sig og þar sváfu þeir fyrst um sinn. Þeir vöknuðu svo þegar álfarnir voru komnir á sjónarsviðið.

Álfarnir héldu að Þeir væru þeir einu sem gætu talað og nefndu sig Talendur. En svo leið að því að Dvergarnir hittu álfana. Álfunum fannst tungumál Dverganna vera ljótt og gróft og aðeins fáir álfar náðu góðum tökum á tungumáli Dverganna. Dvergarnir voru hins vegar mjög námfúsir og lærðu margir að tala mál álfa, en það kom þeim mjög vel, a.m.k. viðskiptalega séð, en þessar tvær tegundir áttu mikil viðskipti þó ekki væri sérlega mikil ást á milli þeirra.

Dvergarnir voru smíðaðir á tímum þegar Morgoth var valdamikill. Áli gerði Dvergana seiga, en þeir urðu mjög langlífir, miklu langlífari en menn, en einnig þoldu Dvergarnir betur allt mótlæti. Þeir voru grjótharðir vinir, en ekki var gott að fá þá upp á móti sér, en þeir voru jafn harðir óvinir óvina sinna, og vinir vina sinna.

Dvergarnir voru smáir, en afskaplega sterkir. Þeir voru samt eilítið hærri en Stuttlungar frá Héraði. Dvergakonurnar voru mjög áþekkar körlunum, en þær voru skeggjaðar og karlmanlegar í útliti. Þær voru samt aðeins 1/3 af heildarfjölda Dverganna.

Kazaðir(Dvergar) voru miklir snillingar með öll jarðefni, s.s. málma, steina og þess háttar, en þeir dáðust mikið af gimsteinum og perlum álfa. Þeir unnu meira að segja mörg verk fyrir álfa í skiptum fyrir perlur og aðrar gersemar, en það voru einmitt Dvergarnir sem smíðuðu Norgóþránd. Einnig smíðuðu Dvergarnir mikið af vopnum fyrir Þingólf og Þegna hans

Dvergarnir sátu ekki auðum höndum hvað þá sjálfa varðaði, en þeir byggðu virkin Dverghol og Myklavirki, og hið mikla ríki Kazad-dum í Moría, en talið var að Dvergarnir frá Dvergholi hafi verið leiknastir í smíðum í málm á meðal Dverga

Þegar Silmerlarnir fundust, voru Dvergarnir fengnir til að smíða hálsmen um þá, en þegar þeir fengu ekki það sem þeir vildu, tóku þeir uppá því að myrða Þingólf og er ófriður Dverga og álfa sprottin þaðan.

Eins og áður sagði voru Dvergar frábærir handverksmenn og fundu upp málminn Míþril. Í Moría varð græðgin eftir málminum svo mikill að þeir vöktu upp Balrogga, mikla ofreskju frá Morgothi. Þessi Balroggi lagði Moría í eyði, en Dvergar höfðu líka barist í styrjöldum utan veggja sinna, sem eru svo margara að ég ætla ekki að nefna þær hér.

Þegar Dvergarnir Sjö (ævintýragrín: ) fengu máttarbaugana frá Sauroni, urðu þeir enn gráðugari. Sauton náði ekki stjórn á Dvegunum, enda þoldu þeir allt mólæti best af öllum lífverum á Ördu. Sagt var að undir hverjum henna sjö Dverga-fjársjóða hafi einn lítill gullhringur leynst, en ekki er vitað hvort sú saga sé á rökum reist.

Allavega, hluti af Moría-dvergunum flutti til Fjallsins eina og ræktuðu þar samband sitt við Mennina á Dal og áttu ýmis viðskipti við Álfana frá Myrkviði. Í Fjallinu eina fannst Míþril og því grófu Dvergarnir og grófu meira, þar til þeir fundu Erkisteinin, en það var talinn einn helsti dýrgripur þeirra.

En nokkrir Dvergar freistuðu þess að endurvekja Moría, en það gékk ekki sem skildi og kveikti það upp mikla reiði meðal Dverga hvernig Orkinn Azog niðurlægði höfðingja Dverga af Durinsætt og réðust Dvergar út í stríð við Orka. Sigur hafðist í því stríði, en þar hjálpuðust allar Dvergaættirnar sjö að.

En Fjallið eina var líka hernumið af dreka einum að nafni Smeyginn. Hann hafði frétt um velgengni og auðæfi Dvegana undir Fjalli. Hann réðst á fjallið og hirti þar alla fjársjóði Dverganna, en hann var síðar drepinn, eins og lýst er í Hobbitanum.

Eftir hringastríðin tengdust Dvergar miklum vináttuböndum við Gondormenn í Vestri, og nutu lengi verndarvæng Elessar Konungs, en Aragorn og Gimli Glóinsson voru miklir vinir eftir að hafa verið saman í Föruneyti Hringsins.