Faramir og Boromir Þessi grein á að fara inn í greinaátakið.

Eins og flestir vita er Faramir og Boromir bræður og ég ætla að fjalla um þá í þessarri grein.

Boromir fæddist árið 2978 á þriðju öld af Denethor II sem þá var ekki ennþá orðinn stjórnandi Gondor og Finduilas, dóttir Adrahilar prins af Dol Amroth. Fimm árum seinna, 2983, fæddist Faramir og hann og Boromir urðu mjög góðir vinir og bræður. Einu ári eftir að Faramir var fæddur, 2894, varð Denethor Hæstráðandi í Gondor útaf því að þáverandi konungur Gondor, Ecthelion II dó.
Árið 2988 dó Finduilas, móðir þeirra tveggja útaf sorg. Boromir var 10 ára þegar hún dó, og mundi þess vegna vel eftir fegurð móður sinnar, en Faramir var aðeins 5 ára þegar hún dó þannig að hann mundi lítið eftir henni. Eftir að Finduilas dó tók Denethor að sér að ala upp syni sína. Honum fannst Boromir alltaf vera miklu betri sonurinn þar sem að hann hafði miklu meiri áhuga á því að berjast heldur en Faramir.
3018 á þriðju öld fór Boromir síðan til Rofadals til þess að svara kalli Elronds. Hann lagði af stað með föruneytinu fræga sem að allir ættu að þekkja. Á 26 febrúar árið 3019 var hann drepinn á Amon Hen af Lurtz og það er sagt að Faramir hafi heyrt í lúðri Gondors þegar Boromir blés í hann í síðasta sinn.
Faramir stjórnaði hópi af sérfræðingum með boga og í dulbúnaði kallaðir (Rangers) frá Gondor. Faramir hélt sig vanalega í Ithilien til þess að vernda Osgiliath. Í Ithilien hitti Faramir Fróða, Sóma og Gollri saman og hélt þeim föngum. Hann lét þá síðan fara þar sem að hann þurfti að fara til Minas Tirith. Strax eftir að hann var kominn til Minas Tirith sendi Denethor hann með bestu hestamenn Minas Tirith baka til Osgiliath. Þar var Faramir særður og Denethor ætlaði að brenna Faramir og sig saman á meðan stórárasinní á Minas Tirith stóð á. Gandalf náði að stoppa þessa vitleysu og ná Faramir í burtu en Denethor brann og hljóp fram af Sæti Gondors. Eftir það var hann læknaður af Aragorn í Lækninga Húsunum og þar hitti hann Eowyn sem að hann síðar giftist. Eftir Hringastríðið gaf Aragorn Faramir Ithilien til þess að stjórna og hann flutti þangað með Eowyn. Síðan fæddi Eowyn strák sem að var nefndur Elboron. Faramir dó síðan loks í friði árið 3103 á fjórðu öld í Ithilien. Hann var þá 120 ára. Líka má bæta við að Pípinn skírði son sinn eftir Faramir, og hann hét Faramir Tókur.


Ég vona að þið hafið notið þessarar greinar og að hún hafi ekki verið of löng. Ég minni líka aftur á það að þessi grein á að fara inn í greinaátakið.

Heimildir:
http://sons-of-gondor.cjb.net/
Nathan Ellington, Ledley King, Daniele De Rossi, Dean Ashton, Gianpaolo Pazzini og Nigel Reo-Coker eru bestu knattspyrnumenn heimsins í dag!