Þetta fer BEINT í okkar kæru greinasamkeppni.


Ég tek mig til máls og greini frá því að ég hef verið frá áhugamálinu lengi og ekki komist mikið að rita inn greinar og hef því misst eitthvað af visku minni í Tolkien-fræðinni en ekki of mikið.
Jæja, vindum okkur beint að efninu og þetta er það sem ég met mikils….Eins og nafnið kemur að gefa til kynna þá ætla ég að fjalla um Dverga en ekki er öllu á botninn hvolft en þið skiljið það þegar ég kemst lengra í greininna og finnst mér þetta mjög fróðlegt og enginn skal segja í áliti sínu að hann vissi þetta fyrir löngu. Ég mun nefna nokkra Dverga á nöfn allt það helsta um þá svo þetta líti út eins og fínasta heimildar- og fræðuslugrein. Takk fyrir og njótið.


Dvergar eins og við öll vitum voru skapaðir af Ála sem var höfðingi málms, kopars, silfurs, steini, járni og auðvitað gulli. Áli var orðinn óþolinmóður að bíða eftir Álfunum sem áttu að birtast á Mið-garði og hóf þá verk sinn í að búa til sín eigin börn eða Dverga eins og hann nefndi þau.En í bræði sinni seinna meir tók hann þá og traðkaði niður er Al-föður komst á snoðir um hvað hann var að bardúsa og reiddist því honum fyrir óþolinmæði sína að bíða ekki eftir börum hans Álfunum. Þetta gekk illa á hann en fyrr um síðar var hann en byrjaður að taka Dvergana til aftur og urðu þeir heilir á ný. Þetta gladdi hann mjög og fór hann að kenna börnum sínum Dvegunum smiðjur jarðar, hverig list kopars, málms steins og fleirra væri, hvernig það átti að gera margt sem tengdist jörðu og fyrr en varir voru Dverganir orðnir fremstir í að búa til vopn og brynjur, grafa hvelfingar í jörðina, reisa djúpa og víðátta sali í fjöllum og eru þeir því þekktir fyrir sitt svið á smið áls steins og fleiri tegundum úr jörðu. Áli þeim eins vel og hann gat og lærðu börnin hans vel. Þetta er sá kynþáttur sem er nefndur “Börn Ála”… Og eins og ég sagði, og eru þau guðfeður allra Dverga um komandi framtíð eins og þið fáið að vita seinna meir í greininni.
Dvergar voru mjög lávaxnir líkt og Hobbitar og voru þeir næstir á eftir Hobbitunum í lávexni sinni. Svo þegar er minnst á þetta þá er ekki vita neitt um neina konu eða því kyni frá Dvergunum annað en það að þeima vaxa ekki skegg en þó var öruggt að það voru einhverrar konur en en það ritar Tolkien ekki mikið um. Ég hef ekki meira að segja um útlit þeirra.
Dvergar og Álfar voru líka forðum miklir vinir og raunar svo milkir vinir að Dvergarnir voru farnir að kenna þeim listirnar sínar í staðin fyrir eitthvað frá þeim. Margir Álfar fóru að dyrum Moríu og þeim var leyft inngöngu og þar settust þeir að um tíma og spjölluðu saman um margt eins og hvernig færi að ýmsum hlutum í Dvergasmíðinni og ýmsum hlutum sem Álfarnir gerðu. En en ekki er sagan öll þegar ósættir komast á milli þessa vera og því miður eins og kunni ekki að geta farið þá urðu þessar verur mestu óvinir, raunar svo miklir að hiklaus allstaðar niðurlægðu þeir hvorn annan og var aldrei langt í stríð á milli þeirra. Nú segi ég skoðun mina á málinu: Þetta hefði getað endað betur ef þeir yrðu enn vinir um Hringastríðið því með brynjur og þolraun Álfa á stríði og síðast en ekki síst kænsku þeirra hefði Hringadróttinssaga ekki farið eins og hún gerði því að ef þeira hefðu verið vinir væri auðvitað miklu meira viðnám og Orkanir ekki valtað svona yfir allan miðgarð, þetta er eins og að segja ef Sarúman hefði ekki farið í liðs við Sauron heldur verið í hinu góða, þá hefði þetta líka farið auðruvísi, meiri hermenn og viska Sarúmans og hlutum sem gætu komið til mikils gagns. Svona Hljóðar álit mitt á þessu máli en ég gæt haft það lengra en ég ætla koma öðru líka að í greinina svo segir hér líka mest allt í stuttu máli hvað ég er að reyna koma á framfæri eða skoðun mín.

Þá er ég búinn að koma með formála greinarinnar minnar og ætla ég núna að fara með ykkur aðeins dýpra í fræðin og fræða ykkur um hina ýmsu ættir Dverga og ýmist fleira.


“Khuzdul” nefndu þeir sig á sínu Dvergamáli og Álfar tóku oft til þess að nefna þá “Meistara Steinsins”. Og til eru önnur nöfn á kynþættir þeirra en ég fer ekki lengra með það. Persónulega mér sjálfum finnst þessi tvö nöfn eiga best við þá…Auðvitað þegar maður heyrir “Masters of stone ”þá dettur manni ekkert annað í hug en Dvergar en það er mitt mat. Margt með Dvergum og nöfn þeirra er líkt Íslenskunni okkar kæru og ætla ég þá að taka mér til og fjalla um eina ætt Dverga og valdi ég mér Durins þjóð því hún minnir mig alltaf á Ísland því nöfnin eru svo lík Íslenskunni okkar og auðvitað er hún göfug og mikil ætt Dverga með fullt af mjög litríkum og skemmtilegum persónum.


Durins þjóð er mín uppáhalds ætt Dverga og ætti ég því að geta frætt ykkur mikið um hana en allt kemst ekki á blað er nokkuð ljóst en ég reyni mitt allra besta.
Þetta er lang elsta þjóð eftir hina sjö Dverga höfðingja sem Valinn Áli bjó á sínum tíma til og er þetta sú ætt sem næstum allir Dvergar koma úr sem Tolkien ritar um í ritum sínum. Hún er einnig nefnd “Langskeggjaðir”. Ég ætla nú að rita um helstu persónur ættarinnar eða alla þá mest virtustu Dverga þessara þjóðar og nokkra dvalarstaði Dverga en hér hef ég frásögnina:

Moría: Er einn þekktasti staður í Dverga heimkynnum og eru þessar námur hvað annað mest þekkta fyrir að þær hafa geyma mikið af Míþril sem er eitt fágætasta efni Mið-garðs. Margir kóngar hava verið þar við völd þangað til Durins-bani var vakinn og voru því Dverganir hraktir burt þaðan og var ekki fyrr en Durinn VII kom þangað aftur að annar kongur settist loks á ný þar að.Þessi staður er það sem mér langar að vita mest af um eftir Silmerilinn, þessi staður er fullur af óráðnum gátum og það er það sem vekur upp hug minn að vá að vita meira um þennan stað. Það hafa jú líka auðvitað verið margir göfugir konungar þarna við völd og miklir valdamenn.

Fjallið Eina: :Þetta er sá staður þar sem að Dverganir flúðu frá Kazad-Dúm eða Moría en ekki um langan tíma því svo settist að Drekinn Smeyginnog fældi þá burt. En svo síðar meira kom Bilbó þar og þá varð upp fótur og fit og Fjallið-Eina endurheimtað á ný. En er ekki virðulegra að halda meiri umræðu um þennan stað víst að Hobbitinn er skemmtilegast bók marga eins og margir hafa sagt. Samt að mínu mati þá finnst mér Moría mun meira spennandi og skemmtilegri staður en Fjallið Eina og ef ég ekki að það sé hjá fleirum en höldum áfram með greinina.

Hér hef ég frásögnina af frægum persónum Dverga:

Durinn I: Hann var einn af hinum sjö Dvergum sem voru feður Dverga og var sá sem fann nafn á ættina:Langskeggjaðir eða Durins þjóð. Hann réð yfir Durins þjóð í heilu aldinnar, svo lengi að hann var orðinn þekktur sem Durinn hinn ódauði en eins og gerist á endanum þá dó hann. Um tíma og ótíma um öll árin, kom annar í stað hann og var þjóðinn þekkt sem Durins þjóð og heitir því nafni því í dag.

Durinn II:Það er ekki neitt vitað um þennan konung, að undanskildu að Durinn III hafi eitthvað þekkt hann og hann hafi ráðið í Kazad-Dúm um tíma.

Durinn III:Hinn yfirráðandi konungur meðan á Hringinum eina stóðu smíðar, Durinn III var mikill vinur Celebrimbor hins mikla höfðinga af vestrinu. Hann var einn af þeim sem fékk einn máttarbaug sem síðar var nefndur “Hringur Þórs” frá vini sínum sem gjöf.

Durinn IV og Durinn V: Eins og Durinn II þá er ekkert vitað um þessa konunga annað en það að þeir hljótaf hafa verið við völd seinna á annari öld eða snemma á þriðju öld. Það er öruggt að þeir séu dánir því Durinn VI tók við krónunni á öðrum áratug þriðju aldar.

Durinn VI:(Var við völd III 1980)Hinn fyrsti konungurinn af Durins þjóð sem við höfum merkilegan dag af er Durinn VI því hann var við völd á þeim degi sem Balroggurinn var rankað við af þeim og var hann þá fyrir balrogginum og lét lífið og var af þeim ástæðu kallaður Durins-bani(Balroggurinn). Svo var honum tekið við af syni sínum sem var þá Kóngur.

Náin I:(var við völd í eitt ár til III 1981)Hann var aðeins við völd í eitt ár er hann var svo drepinn af balrogginum og fór þá hans sonur við völd.

Þráinn I:(var við völd í 209 ár til III 2190)Þetta er sá konungur sem leiddi þjóð sína úr Kazad-dúm og inn í ríkið Eríbor til norðurs of austur og fann það Fjallið Eina. honum var tekið við af syni sínum.

Þórinn I:(var við völd í 99 ár til III 2289)Hann fann Gráu-fjöll og yfirgaf Eríbor. Honum var tekið við af syni sínum líka.

Glóinn I:(var við völd í 96 ár til III 2385)Hann var enn við völd í Gráu-fjöllum og hélt því áfram. Honum var tekið við að syni sínum.

Óin I:(var við völd í 103 ár til III 2488)Sonur hans tók við völd af honum.

Náinn II:(var við völd í 97 ár til III 2585)Á hans tíma byrjuðu Dvergar að verða undir árásum Dreka af Norðri. Sonur hans tók við af völdum frá honum.

Dáin I:(var við völd í 4 ár til III 2589)Hans langlíf var að stuttu er hann var sleginn af Ís-dreka úr norðri.Sonur hans tók við völd.

Þrór I:(var við völd í 201 ár til III 2790)Hann leiddi sína þjóð úr þessum miklu Dreka árásum í norðri og snéri til baka til Fjallsins Eina meðan yngri bróðir hann leiddi einn fleiri Dverga lengar austur til að setjast að í Járn-hlíðum(Iron-hills).Þrór hafði verið um völd í meira en 180 ár þegar Drekinn Smaug kom og sökkti því. Hann flúði ásamt syni sínum og barna syni sínum tortíminguna og vafraði þá um í náttúrinni. Á endanum hafði hann vafrað til Kazad-Dúm og voru þar Orkar sem sátu fyrir og drápu hann. Dauði hans er Azog Orka foringinn hafði á honum leiddi til þessa að hatur komst milli Dverga og Orka. Sonur hans tók við völd frá honum.

Þráinn II:(var við völd í 60 ár til III 1850)Hann hefndi föður síns með því að drepa Azog og Orkana hans. Í fyrri árum hans bjó hann við í Dúnlandi en seinna meir leitaðist hann lengra upp norður að Bláu-Fjöllum vestur af Eríador.Áður en tíð hans var á lok vafraði hann til Erídor í hans síðasta sinn en á leiðinni var hann handsamaður af seiðskratta og drepinn(það var Sauron…Hann var handsamaður af “Necromeser” sem hafðist af í Dol-Guldur en það var Sauron eins og Gandalfur komst að). Sonur hans tók við völd af honum.

Þórinn II:(var við völd í 91 ár til III 2941)Hann var við völd sem kóngur Bláu-Fjalla um mörg ár. En eins og faðir hans sem reyndi að komast til Eríbor í sitt síðasta sinn langaði hann það líka. Þá varð hann einn af þeim 13 Dvergum sem ætluðu sér að endurheimta Fjallið-Eina fá hann með Gandalfi og Bilbó. Hann barðist með sína fylkingu en var sleginn á endanum eftir að Smaug var drepinn. Þá varð ættinn rofinn því að að Kili og Fili voru líka látnir og var þá tekið til þess ráða að Barna barn Grórs Dáinn-Járnfótur tók við völd.

Dáinn II:(var við völd í 78 ár til III 3019)Hann var við völd sem konungurinn undir fjallinu en lét lífið í Hringastríðinu í baráttunni í Dalnum. Sonur hans tók við völd af honum.

Þórinn III:Hann var í Eríbor í sjö daga eftir missir hans á föður sínum en þegar fréttir bárust að höfðingjar her Saurons voru dánir gat hann hrakið herinn hans burt. Ekki er vitað um fleiri heldur en einn en kóng eftir að þessi lést.

Durinn VII:Hann var sagðu síðastur vera við völd á Durins þjóð. Durins-bani hafði verið slátrað um Hringastríðið svo Kazad-Dúm lá opið ríki Dverga til að uppgötva á ný frá æfagömlum Dvergum sem þar Bjuggu og það eru til fá vitni um að Durinn VII hafi loksins náð yfirhönd á Kazad-Dúm.

Hér hef ég talið upp margar frábærar persónur og eru þetta allt konungar Durins þjóðar en miðað við árinn þá vantar hér í þennan lista yfir 50 konunga þar sem þetta er allt frá byrjun yfir 6,500 ár. Ég hef hér lokið frásögn minni á þessari ætt og vona að ég hafi frætt ykkur eitthvað meira um Dverga en þá kemur þetta eins og nefndi í byrjun (Ekki er öllu á botninn hvoltf)því ég fjarri því að verða búinn með frásögn mína. Hér eru miklar staðreyndir að þetta séu einu verunar sem búa neðanjarða og búa til sali úr járni og mörgum öðrum efnum svo sem kopar, silfri og gullinu auðvitað. En þetta er það sem vakti mig:

“Far, far below the deepest delvings of the Dwarves, the world is gnawed by nameless things.”/ sagt af Gandalfi.

Hér hefði maður haldið að Dvergar væru þeir einu kynþættir sem að hæfust að í fjöllum og væru þær verur sem dýpst hefðu farið í iðrar jarðar en svo virðist ekki og vekur þetta upp stórt spurningarmerki í höfðinu á mér….Hvað er það sem getur verið að verki þarna neðar en Dvergar….Þetta er hrein ótrúlegt að mínu matir og endilega komið með ykkar álit á þessu. Takk fyrir og ég vona að þetta hafi verið fræðandi.


Heimildir:Af Hringadróttins-Internetsíðum sumt en mest allt sem ég setti saman í kollinum á mér.



JDM