Hjálmur hamarshönd Þessi grein fer beina leið í samkeppnina okkar ;)
Öll nöfn verða á íslensku þar sem ég notast að miklu leyti við heimildir úr Viðaukum A; Róhansríki. Aðrar heimildir eru af síðunni http://www.tuckborough.net.
Vona að þið hafið jafn gaman að þessu og ég.

Hjálmur er einn þekktasti konungur Merkurinnar frá upphafi. Hann var sá níundi konungur Róhan.
Hjálmur bar af öðrum mönnum í hreysti og styrk.
Hjálmur tók við konungsstól árið 2741 á 3. öld en þá lést faðir hans.

Erkióvinur Hjálms hamarshandar, var án nokkurs efa maður sem hét Freki. Ósættir þeirra stöfuðu af miklu leyti af börnum þeirra félaga, en Freki vildi að sonur hans, Úlfi, gifstist dóttur Hjálms.
Þessa ósk bar Freki upp á konungsráðfundi, en hann taldi sig skyldan Frjávini (Fyrrverandi konungur Róhan), en var það umtalað að freki væri Dunlendingur.

Þegar Hjálmur neitaði bónorði Freka um dóttur sína, reiddist Freki og vegna þess sló Hjálmur Freka einfaldlega í rot, og lést hann skömmu síðar. Leiddi þetta til ófriðar Dunlendinga og Róhana, vegna þess að Hjálmur sló Freka í rot, og lést hann skömmu síðar.

Árið 2759 (4 árum seinna) steðju vandræði að Róhan, en enga hjálp var frá Gondorum að fá, því þeir börðuust við þrjá óvina-flota, og því var barist á öllum ströndum Gondor.

Dunlendingar nýttu sér það og hófu innrásir frá austri og neyddust Róhanar því að flýja, og leitaði Hjálmur, hælis Hornaborg og Hjálmsdýpi.

Á meðan, hertók Úlfi Edórasborg og lýsti sjálfan sig sem konung Róhan, en fáir menn voru til að verja borgina vegna manntjóns. Síðastur féll þó Halur sonur Hjálms þegar hann gerði tilraun til að verja dyrnar að Gullinþekju.

Ekki var ein báran stök fyrir Róhansmenn, því Langivetur skall á í nóvember árið 2758 og stóð til mars 2759.
Bæði Dunlendingar og Jóherrar sættu miklu mannsfalli.
Þennan vetur gerði Hamur, sonur Hjálms, misheppnaða tilraun til útrás, en varð úti í hríðinni.

Við missinn varð Hjálmur mjög örvæntingafullur og tók að stunda þá iðju (bæði af hungri, reiði og sorg) að ganga einn síns liðs, í búðir óvinanna, klæddur í hvítt og drap þá hvern á fætur öðrum með hnefanum einum.

Dunlendingar fyllstust skelfingu, því Hjálmur blés ávalt í horn mikið áður en hann lagði til útrásar.
Eitt sinn heyrðu menn hornið mikla þeytt, en Hjálmur sneri ekki aftur úr þeim leiðangri, en daginn eftir sáu menn hvar hann stóð hreyfingalaus á sléttunni, því hann var gaddfreðinn.

Við fall Hjálms, rofnaði ættleggurinn í karllegginn og því var brugðið á það ráð að krýna Frjáleif (son Hildar (sem var dóttir Hjálms)) sem konung, en hann hrakti óvini burt frá Hjálmsdýpi og náði Edóras aftur á sitt vald með skyndiárás.

Lík Hjálms var sótt í Hjálmsdýpi, og yfir hann grafinn haugur við Edóras, en á haug hans óx ávalt blómið Simbelmynë (Ætíðarblóm) hvað þéttast, svo gröf hans virðist þakinn snjó. Haugur hans var sá níundi í röðinni, en við fráfall Frjáleifs hófst hleðsla nýrra hauga.