Sómi Gamban Jæja, var bara í rosa stuði og langaði að skrifa eina grein eftir að hafa séð að þessi greinasamkeppni sé hafin. Semsagt, þá er ég að segja að ég ætli að gera eina grein fyrir samkeppnina og hér er hún.


Samwise Gamgee er kallaður Sam og heitir á góðri íslensku Sómi Gamban. Sómi bjó í Héraði og er Hobbiti. Hann er garðyrkju maður Fróða Bagga sem allir ættu að þekkja. Sómi er ágætlega feiminn stundum og með góða sál eins og flestir Hobbitar.

Sómi varð hluti af Föruneytinu, það byrjaði með því að hann var að sniglast eitthvað undir glugganum heima hjá Fróða og var að hlera á tal Fróða og Gandálfs. Gandálfur fann hann og spurði hvað hann hefði verið að gera þarna, Sómi sagðist hafa verið að snyrta runna en Gandálfur trúði því ekki og spurði hvað hann hefði heyrt. Sómi sagðist bara hafa heyrt eitthvað um einhvern Máttarbaug og eitthvað um enda Heimsins og bað Gandálf að breyta sér ekki í neitt “ónáttúrulegt”. Þá lét Gandálfur hann fá það hlutverk að fylgja Fróða til Brý og hitta sig þar. Þegar þeir komu höfðu þeir hitt Kát og Pípinn sem fylgdu þeim svo eftir að Svartur Riddari hafði verið að elta þá. En Gandálfur var ekki á staðnum og maður kallaður Stígur passaði þá á meðan Svörtu Riddararnir brutust inn í þorpið Brý. Hann ætlaði svo að fylgja þeim til Rofadal. Svo þegar þeir voru á Vindbrjóti(Amon Sûl) fundu Svörtu Riddararnir þá. Eftir þau átök komust þeir loksins til Rofadals. Elrond hélt leynilega ráðstefnu um hvað ætti að gera við Hringinn. Eftir að Fróði sagðist ætla að fara með Hringinn til Mordor kom Sómi út úr felum og sagðist ætla að koma með honum. Með þessu móti hafði hann stimplað sig inn í Föruneyti Hringsins.

Sómi fylgdi Fróða alla leið til eyðileggingar Hringsins. Frá Héraði til Mordor. Þeir létu Gollri fylgja sér hluta leiðarinnar eftir að Föruneytið “splundraðist”. Sómi þoldi alls ekki Gollri vegna þess að hann vissi það sem að Fróði vissi ekki; að Gollrir myndi svíkja þá og drepa. Gollri reyndi alltaf að sannfæra Fróða um að Sómi væri að reyna að ná hringum en honum tókst það ekki! Gollrir fór með Fróða og Sóma inn í Skellubæli en Fróði hljóp á undan Sóma og Skella náði honum., og vafði utan um hann vef. En þá kom Sómi að og barðist við hana og endaði með því að hann drap Skellu með Sting. Svo hélt hann að Fróði væri dáinn þegar hann sá hann. Hann sá svo að Stingur glóði blár og eins og flestallir ættu að vita þá þýðir það að Orkar séu rétt hjá. Sómi faldi sig og sá svo Shagrat og nokkra aðra Orka koma niður. Shagrat útskýrði fyrir hinum Orkunum að Fróði væri ekki dáinn og þeir fóru með hann til Cirith Ungol. Sómi elti þá og bjargaði Fróða frá þeim.

Sómi fylgi Fróða svo í gegnum Mordor og Fróði eyðilagði Hringinn.

Eftir Hringastríðið giftist Sómi Rósu og eignaðist með henni 13 börn. Hann var einnig kosinn bæjarstjóri Héraðs 7 sinnum í röð.


Þá er minni grein um Sóma Gamban á enda!

Heimildir:

www.hugi.is
www.councilofelrond.com
Lord of the rings myndirnar

Takk fyrir að lesa! :D