Þorinn Eikinskjaldi Þessi grein er mitt framlag í greinasamkeppnina.

Þorinn Eikinnskjaldi var Dvergur af Durins-ætt, en það var elsta og göfugasta Dvergakynið. Þorinn var sonur Thrin II og barnabarns Thrórs, sem var áður Konungur undir Fjallinu Eina, og því var Þorinn réttborinn konungur, en þjóðin undir Fjallinu og dvergarnir á Dal voru hraktir í burtu af drekanum Smeyginn (Smaug), en hann heyrði um auðæfi dverganna og réðst á Fjalla-búa.

Þorinn var fæddur árið 2770 á Þriðju Öld. 53 ára gamall fékk hann viðurnefnið “Eikinskjaldi” því í Orrustunni í Azanulbizar brotnaði skjöldur hans og þá tók hann uppá því að nota spýtu til að verja sig með.
Í þessari orrustunni í Azanulbizar leiddi Þorinn mikinn dvergaher að hliðum Moría og náði Nanduhirion-stofunni á sitt vald.

Það var um svipað leyti sem faðir hans lést og Þorinn var krýndur konungur Durins-þjóðar.

Í bókinni “Hobbitinn” fór hann ásamt 12 dvergum, að ráðum Gandalfs, til Bilbó Bagga, því þeir ætluðu honum hlutverk sem “þjóf”, en hann átti að ná einhverju úr fjarsjóði Dverganna sem Smeyginn hafði rænt. Þorinn leitaðist sérstaklega eftir því að finna Erkisteininn, því hann var dýrmætari en allur haugurinn sem drekinn lá á.

Á leið sinni að fjallinu eina sluppu Þorinn og föruneyti hans oft rétt fyrir horn, og er þar nóg að nefna varga-árás og vandræði með köngulær.

Þegar Þorinn kom að fjallinu spruttu upp deilur milli Manna, dverga og álfa (Menn töldu sig eiga tilkall til fjarsjóðarins því það var maður sem felldi drekann, álfar vegna svika og dvergar því þeir smíðuðu fjarsjóðina upphaflega), en svo snéru þeir bökum saman gegn dríslum, því dríslarnir höfðu einnig heyrt um fall drekansog þeir voru einnig í reiðis-ham, því Þorinn felldi einmitt Stórdríslann með sverðinu Orkristi (Sem hann fann í helli þriggja trölla - þar fann Gandalfur líka Glamadring og Bilbó fékk þar Sting)

Í Fimm-herja orrustunni féll Þorinn Eikinskjaldi, konungur undir Fjalli, en hann var grafinn með Erkisteininn (Hann fannst dýpst í haug drekans).
Á dánarbeði bað hann bandamenn sína (meðal annars Bilbó) afsökunar og sættist því við alla frjálsa kynstofna og gat því farið skapara síns, Ála, án nokkurra áhyggja.