Entur Enturnir, eða Onodrimar (The Onodrim) voru sennilega elsti kynstofn sem gékk á Miðgarði.
Þeir voru forfeður trjáa, og voru endur fyrir löngu miklir höfðingjar skóganna (Það er ástæða fyrir því að þeir voru nefndir Trjáhirðar)

Entur voru skapaðir af Javönnu, því hún hafði miklar áhyggjur af gróðri Ördu, sem hún elskaði meira en allt.

Þegar Álfar voru ungir og Arda óskemmd, stóðu Enturnir kyrrir sem önnur tré, en síðar kenndu Eldar, trjám og Entum að tala.
Þá varð Trjámálið til eða Tree-talk eins og Tolkien nefndi það.

Árin liðu og Entur lifnuðu við, í margar aldir reikuðu þeir um Miðgarð og lærðu eins og gefur að skilja margt um Ördu og tungumál margra kynstofna.

Entur voru gríðarlega sterkir, jafnvel svo sterkir að þeir gátu mulið steina eð rótum og höndum.

Tröll voru ósjaldan borin saman við Entur (Sagt var að tröll væru gerð sem eftirhermur að Entum, líkt og Orkar voru eftirlíking Álfa)
Entur fyrlitu þó skepnur Myrku aflanna, þá einna helst vegna þess að skepnur eins og orkar, brenndu trén og hjuggu þau.
Entur voru sterkari og vitrari en allar verur Myrku aflanna.

Þegar Entur tóku að dafna, héldu þeir sig meira í fornum skógum (Fangorn og Fornaskógi svo dæmi sé tekið.)
Entum fjölgaði ekki vegna þess að leiðir Entvífa og Enta láu ekki saman, því Entvífin heilluðust af fallegum görðum og fínni gróðri en gékk og gerðist í skógunum.

Entvífa-leysið gerði það af gerkum að ekki urðu til neinir Entlingar(Enta-börn) og því fylltust Entur töluverðu vonleysi og depurð, en ég vill meina að þeir hafi Entur hafi trjánað vegna þess að engin voru Entvífin, þ.e. að Hvurarnir (Trjánaðir Entur) hafi orðið til sökum þessa.
Hvurnar eru því þunglyndir Entur.

Í lok Þriðju Aldar, tóku Entur og Hvurnar þátt í Hringastríðinu, bæði í Hjálmsdýpi og Ísarngerði, en það var gert undir stjórn Trjáskeggs (Treebeard) en það var elsti Enturinn.
Með honum voru Pípinn og Merry en þá sögu ætla ég ekki að rekja frekar en það, að Trjáskeggur bætti Hobbitum inn í vísuna um lífverur Ördu.

Ekki er vitað um frekari afdrif Enta

Myndin er eftir John Howe.