Fjanor var sonur Finnva Noldakonungs og Míríelar. Hann var skírður Kúrfinnur, en móðir hans kallaði hann Fjanor sem merkir Andi eldsins.

Fjanor var ákaflega bráðþroska, hann var hávaxinn, fríður og ráðríkur. Augu hans voru skerandi hvöss og hárið hrafnsvart. Hann var ávalt ákafur og staðfastur í öllu sem að hann tók að sér.

Fjanor var allra skarpastur Nolda í hugsun og hagastur í höndum. Hann betrumbætti rúnir Rúmils og voru þær rúnir sem Fjanor skapaðir notaðir af Eldum æ síðan. Hann var líka mjög laginn við gimsteinasmíði.

Hann var mjög ungur þegar hann gekk að eiga Nerdanéli en hún var dóttir smiðsins mikla; Matans. Fjanor lærði margt af Matani í málm og í steinasmíði.

Nerdanél bar Fjanori sjö syni, Mæðros, Maglor, Selegorm, Karanþír, Kúrfinn, Amráð og Amrása.

Fjanor velti því fyrir sér hvernig hægt veri að varðveita ljós Trjánna. Hann sameinaði alla sína fræðiþekkingu, allt sitt afl, frábæru hæfni og endaði með að smíða Silmerlana. Silmerlarnir voru þrír miklir gimsteinar, ekki er vitað úr hvaða efni þeir voru gerðir. Fjanor geymdi þá í höll föður síns.

Seinna, eftir að Melkor og Úngolíant höfðu tortímt Trjánum, stolið Silmerlunum og drepið Finnva, varð Fjanor ævareiður og sagðist ætla að fara til Miðgarðs og taka Silmerlana af Melkori. Hann safnaði saman mörgum Noldum og fóru þeir til Svanahafnar til að fá skip. Telerar vildu ekki lána þeim skip og endaði það með blóðugum bardaga, fyrstu blóðúthellingum á Amanslandi fyrir utan það skipti þegar Melkor drap Finnva. Tóku Noldar mörg skip og silgdu til Miðgarðs.




Þá er grein mín um Fjanor og komu hans til Miðgarðs búin. Ég vil nefna það að þetta er mín fyrsta grein og ég er ekki alfróðastur um lord of the rings og alla þá sögu. Svo, show me some mercy ;).