Ég hef lesið hérna greinar frá fólki þar sem þau eru að segja hvernig þau kynntust Hringadróttinssönu (LOTR) og ég ákvað þá að segja mína eigin. Vonandi fær þetta góðar viðtökur og vonandi móðgast ekki 2469, sá sem kom fyrstur með svona grein. Og ég vil líka benda á að það er mjög leiðinlegt þegar fólk kemur með móðgandi og leiðinleg comment og ég vona að þessi grein fær ekki eins leiðilegar athugasemdir og hinar greinarnar mínar =)

Þegar Fellowship of the Rings (FOTR) kom í bíó langaði mig soldið til að kikja á hana, ég var þá ekki mjög mikið fyrir stríðsmyndir, en þegar ég heyrði að þetta væri ein vinsælasta mynd í Bandaríkjunum og stærsta mynd ársins og auk þess ævintýramynd þá svona ákvað ég að kikja á hana, þá var líka the Mummy mín uppáhalds mynd og ég var farin að hafa áhuga á spennu og hasar. Ég skemmti mér mjög á þessari mynd, ég tók ekki eftir því hvað hún var rosalega löng, það var aldrei sem manni leiddist eða fannst að ekkert væri að gerast. Eftir á vildi ég bara fara á hana aftur, en gerði það ekki.

Þegar ég frétti að það væri heilt ár í næstu varð ég svolítið svekt og fannst það frekar asnalegt, að bíða heillt á í frammhald, en það ár var frekar fljótt að líða fannst mér, ég var ekki orðin eins mikill aðdáandi og ég er í dag, en þessi mynd var mín uppáhalds.

Þegar ég fór á Two Towers (TTT) að þá fannst mér hún mikið betri, miklu meiri hasar og spenna. Ég fékk miki meira áhuga á þessum myndum. En ég varð aftur svekt, ég hélt fyrst að þær væru bara 2 þessar myndir, en svo sá ég að TTT endaði í framhaldi, bíða enn annað ár eftir að sjá hver örlog hringsins yrðu, en maður vissi alveg að hann myndi eyðast, það enda nú flestar myndir skemmtilega.

Ég byrjaði að lesa bækurnar og þá fór ég að hugsa soldið um þetta, ég las mikið um Tolkien og horfði á heimildarmyndir um hann og það sem hann hafði gert um ævina sína og sá að þetta eru ekki bara Kvikmyndir og bækur, þetta er svo miklu meira. Tolkien skapaði þetta því Bretland átti sér einga raunverulega þjóðsögu, og því hann var mikill bókmenntamaður og ákvað þá að skapa sér eigin þjóðsögu, ekki nóg að gera bara Hobbitann og Hringadróttinsssögu heldur ný tungumál, lífverur og trúarbrögð. Þetta er eins konar löngu gleymd þjóðsaga. Þetta er það sem ég hreifst mjög af við Hringadróttinssögu og þetta er ástæðan fyrir því að er Lord of the Rings Fan :P

Ári seinna kom Return of the King (ROTK). Ég gat gjörsamlega ekki beðið eftir að sjá hana. Ég keypti miðann á hana viku áður en hún var frumsýnd var svo mætt á frumsýninguna. ROTK er langbest af þessum þremur myndum, það er allt í þessari mynd, hasar, spenna, rómantík, húmor…nefndu það. Daginn efitr var mér svo boðið á hana, þannig að þá hafði ég séð hana 2x, en það var ekki nóg,ég fór í þriðja skiptið á þessa mynd, ég bara gat ekki beðið eftir að hún kom út á DVD. Áhuginn hefur aukist mjög hjá mer núna, og ég verð að segja að þetta eru BESTU MYNDIR SEM HAFA NOKKURN TÍMAN VERIÐ GERÐAR, og það eru margir sammála mér.