Jæja, núna ætla ég að segja frá því hvernig ég varð Lord of the rings aðdáendi og svo framvegis og ætla ég yfir hverja mynd.


Jæja, þetta hófst allt 2 dögum fyrir forsýnigu á The Fellowship of the ring. Að mamma sagði að ég ætti að fara á þessa mynd og til þess að skilja hana betur, ætti ég að lesa þessa bók sem hún kom með sér heim. Það var bókin Hobbitinn, og ég spyr hana um hvað þetta fjalli og svona. Hún segist ekki vita það en segir að ég eigi að lesa þetta og þá hefst lesturinn.


Kafli 1 : Hobbitinn.
Ég ákvað að gefa þessu séns þar sem ég hafði alltaf haft gaman af því að lesa. Og þá hófst lesturinn. Ég tók fyrsta kaflann og var ekkert að fýla þetta og fór að sofa, og vaknaði í skólann. Og fór heim og tók kafla númer 2. Og fór síðan að sofa, síðan fór ég bara í skólann og þessháttar, síðan kem ég heim. Og byrja á þriðja kafla og þá hófst gamanið, þá var það eins og eitthvað æði hafi bara gripið um mig og ég kláraði bókina fyrir sýningu á myndinni. Ég gef bókinni 4,5/5. Hefði fengið fullt hús fannst á þeim tíma byrjunin svo slöpp.

Kafli 2 : FOTR. [ Gagnrýni ]
Í byrjun myndarinnar þegar Galadríel er að tala og segja frá hvernig hringarnir höfðu verið gerðir og segja hvernig Bilbó eignaðist hann þá byrjaði þessi spenningur sem ég einhvernveginn gat ekki losað við . Síðan byrjaði allt myndin almennilega í Héraði, og þessi bær hann heillaði mig svo mikið, hvernig Hobbitarnir lifðu og þessháttar, allir eiginlega jafnir og svoleiðis ef þannig er litið á þetta er þetta draumastaður til að búa á. Síðan þegar Gandálfur bankar á Baggabotn, þá var húsið alveg eins og ég hafði hugsað mér útfrá Hobbitanum. Síðan hefst veislan og Bilbó hverfur. Og Gandalfur fattar þetta með hringinn og ferð Fróða nokkurs hefst ásamt Sóma.
Ég var mjög sáttur að atriðinu með Tom Baldini [ skrifa ég þetta rétt], ég er ekki alveg að sjá fyrir mér hann hoppandi og syngjandi. En samt ég var ósáttur með að það var sleppt atriðinu með Há-Álfönum væri geðveikt til í að sjá þá[ Sáust samt eðins í Lengri útgáfunni. Þegar til brýs er komið vildi ég geiðveikt fá að sjá Fróða taka dansinn. Og að samband hans og Aragorns hafi ekki byrjað svona illa eins og sást í myndinni. En á Vindbrjóti var ég mjög sáttur, samt augun í Fróða lýstu einhvern veiginn fannst það töff. En þegar þeir eru að flýja frá Vindbrjóti var ég ekkert hrifinn af því að Arven kom ég vildi frekar að Álfurinn myndi koma með þennan spes hraða hest. En þegar Fróði er að fjara út og hann vaknar í rúminu með Gandalf sitjandi við rúmstokkinn fannst mér mjög flott. En Hugo sem leikur Elrond mér finnst hann alltaf vera of alvarlegur aldrei brosandi nema þegar Sómi segjir á ráðstefnunni Fróði fer sko ekkert án mín. Þá sagði hann Já það er svo sannarlega erfitt að aðskilja ykkur jafnvel þótt hann sé boðaður á leynifund en ekki þú. En þegar föruneytið hefst var ég mjög spenntur. En samt síðan var eitthvað voðarólegt þangað til að þeir komu í Moría og það var Miðpunktur myndarinnar hvað Balrogurinn var vel gerður og þessir Moría Orkar/Dríslar voru vel gerðir áttu aldrei að hafa séð sól og þá fóru augun svona út og það var verulega raunverulegt. En þegar Gandalfur féll voru allir alveg voðalega sorgmæddir allir grétu nema Aragorn, Legolas & Boromír. Og síðan fara þeir í Lotharíen skóg. Var ég svoldið svekktur í að sýna ekki þegar þeir fundu þá og Gollum var að njósna. En þegar er komið að Amon Hen var ég mjög spenntur ég vissi að það myndi vera svona final slagur. Og Fróði strauk og allir í bíóinu er ekkert framhald ??? Ég gef þessari mynd 10 af 10.

Jæja þetta er kafli 1 af 2. Sambandi með nafnið á Greininni þá datt mér ekkert skárra í hug ;o

Kerenze
acrosstheuniverse