Melkor, þýðir sá sem rís upp í mikilli makt, en oft kallaður Myrkraóvinur, hann var voldugastur Ænúa, en reis upp gegn Alföður og var það upphaf hins illa i heiminum, eftir rán hans á Silmerlunum, kallaði Fjanor hann Morgot og er það eftir það notað. Hann steypti Heimslömpunum og hann drap trén tvö með hjálp Úngolíantar, gerði sér bækistöð í Ódælum og síðan í Angböndum.

Nafn hans þýðir ,,sá sem upp rís í mikilli makt,,. En því tignarheiti hefur hann fyrirgert, og Noldar sem mest allra Álfa urðu fyrir barðinu á illverkum hans, nefna það ekki, heldur kalla hann Morgot, Myrkraóvin Heimsins. Alfaðir veitti honum upphaflega mikið vald til jafns við Manve. Hann fékk sinn hlut í öllu valdi og þekkingu Vala, en beitti þ´vi til illra verka, og sóaði afli sínu í ofbeldi og harðstjórn. Því að svo mikið ágirntist hann Ördu og allt sem á henni var, að hann sóttist stöðugt eftir því að gerast einvaldur konungur yfir henni með forræði yfir ríkjum allra hinna höfðingjanna. Hann glataði glæsibrag sínum vegna hroka og fyrirlitningu á öllu nema sjálfum sér, hann var hinn sóunarsami og eyðileggjandi andi og algjörlega miskunarlaus. Skörpum skilningi sínum og sannfæringarkrafti beitti hann af ótrúlegri leikni til að snúa öllum til hlýðni unf-dir vilja sinn svo að hann gat beitt þeim sem algjörum undirlægjum sínum til verstu verka, en um leið sveik hann allt sem hann hafði lofað þeim og gerðist þannig samviskulaus lygari. Upphaflega þráði hann Ljósið, en þegar hann gat ekki einn slegið eign sinni á það, hrapaði hann gegnum eld og brennistein niður i mikla bál, djupt niðri í Myrkrinu. Og eftir það vann hann niðri í myrkrinu að flestum sínum illvirkjum á Ördu og vafði hana hræðilegum ógnum gegn öllu sem lifir.



Tekið úr Silmerlinum eftir J.R.R. Tolkien