Björn Birningur Maðurinn sem gat breytt sér í björn. Björn Birningur tilheyrði kynþætti manna. En hann gat breytt sér í stóran svartan björn. Sem maður var Björn með langar og sterkar hendur og fætur og svart hár, loðnar augnabrýr og skegg. Hann var skapheitur og fljótur að reiðast. En hann var traustur vinum sínum.
Um uppruna Björns er ekkert vitað. Hann var kannski skyldur fyrstu mönnunum sem lifðu í norður Miðgarði. Gandalfur áleit að Björn hefði eitt sinn búið í Þokufjöllum. Björn þekkti göngin sem voru undir fjallinu og hann hataði orkana sem þar bjuggu. Hann spáði því að einn daginn færu orkarnir úr Þokufjöllum og hann gæti snúið aftur
Björn lifði á milli Myrkviðs og Andvinar. Nánar tiltekið í eikarskógi nálægt gamla skógar stígnum í gegnum Myrkvið. Þyrnigerði umkringdi garðinn hans. Húsið hans var langur bjálkakofi með verönd. Björn ræktaði blóm og smára og hann var með býflugnabú full af stórum býflugum. Það lifðu mörg dýr með honum t.d. kýr, kindur, hestar, smáhestar og hundar. Björn elskaði dýr og hann drap þau ekki til að borða þau. Hann borðaði aðalega brauð, hunang, rjóma og ávexti. Og hann átti leyni uppskrift fyrir tvisvar bakaðar hunangskökur.
Björn var aðallega einn Þó að hann hefði samskipti við fólk sem lifði á svæðinu. Meðal annars Ráðagest hinn brúna. Sumarið 2941 kom Gandalfur í heimsókn til hans með Bilbó Bagga og þrettán dvergum undir forrustu Þorins Eikinskjalda. Gandalfur sagði Birni að Dríslar hefðu fangað þá en þeir sloppið og að þeir hefðu verið eltir af orkum og vörgum.
Um nóttina breytti Björn sér í björn. Hann fór yfir Andvin og náði orka og vargi sem staðfestu frásögn Gandalfs. Björn komst að því að orkarnir væru enn að leita að dvergunum og voru að safna liði til hefnda. Næsta dag gaf Björn dvergunum ráð og lét þá fá smáhesta til að ríða á að gamla skógarstígnum.
Seinna sama ár kom Björn í Fimmherja orrustuna í formi bjarnar. Hann kom til hjálpar Þorni sem var mjög særður og hann bar Þorinn út úr orrustunni. Þegar hann kom aftur gekk hann berserksgang og drap foringja orkanna Belg og hinir orkarnir byrjuðu að flýja. Og þeir góðu höfðu sigur.
Eftir orustuna, Fór Björn aftur í líki manns og fór heim til sín með Gandalfi og Bilbó. Björn varð seinna mikill höfðingi og fólk hans var kallað Birningarnir.
Björn dó einhverntíma fyrir hringastríðið. Sonur hans var Grimmbjörn og hann stjórnaði Birningunum í Hringastríðinu. Það var sagt að í margar kynslóði gætu afkomendur bjarnar breytt sér í birni.

Nafnið Beorn(enska nafnið á Birni) er skyllt íslensku nöfnunum Björn og Bjarni . Í sögu Hrólfs Kraka var maður að nafni Bjarni sem á hvíldi bölvun. Hann var björn á daginn en maður á nóttunni.