Mér finnst að það sé lítið talað um Balrogganna og þess vegna skrifaði ég þessa grein.

Skepnur skugga og elds. Balroggarnir voru skepnur sem bjuggu yfirmiklum krafti. Þeir litu út svipað eins og menn, en þeir voru þaktir skugga og eldi. Balroggarnir höfðu gul augu. Handleggir þeirra voru langir og sterkir, Það var ekki vitað hvort þeir höfðu vængi(Tolkien sagði aldrei neitt um það). Aðal vopn Balroggana voru eld svipur.
Balroggarnir voru upprenilega Maiar, Þeir voru upphaflega andar eldsins that sem Morgoth náði valdi á strax. Þeir dvöldu í virkjum Morgoths Utumno og Angböndum. Þegar Valar rústuðu þessum virkjum, þá földu sumir Balroggar sig neðanjarðar og biðu þess að Morgoth kæmi aftur úr fangavistinni.
Eftir að Morgoth var sleppt,stal hann Silmerlunum. Risa köngulóin Úngolít reyndi að taka þá af honum , en Morgoth öskraði hryllilega og Balroggarnir heyrðu til hans og frelsuðu hann.
Fjanor sem smíðaði Silmerlana kom til Angbanda til að ná þeim. Balroggarnir komu og umkringdu hann, og Gotmagi foringi Balroggana drap hann á endanum.

Í Þúsundtára orustunni 472, drap Gotmagi, Fingon Hákonung álfa. Balroggarnir voru með í að ráðast á Gondólín árið 510. Gotmagi barðist við Ecthelion og þeir dó báðir. Annarr Balroggi Reyndi að stoppa flótta Túors, Íðrilar og Jarendils. Glorfindill barðist við Balrogginn og þeir hröpuðu báðir niður bjar.(Glorfindils er getið í hringadrótinssögu hann býr í Rofadal og það á að vera sá sami og drap Balrogginn)
Þegar Valar tóku Morgoth fastan flýðu Balroggarnir e það er aðeins vitað um afdrif eins þeirra. Hann flúði í Þokufjöll og beið þar í 6000 ár. Þar til árið 1980 Þ.Ö. að dvergarnir frá Khazad-dum voru að grafa í leit að míþril að þeir vöktu Balrogginn. Balroggurinn gæti hafa vaknað út af námugreftrinum eða að Sauron hafi vakið hann upp. Balroggurinn drap Durin og son hans Náin I. Dvergarnir yfirgáfu Khazad-dum og staðurinn var kallaður Moría og orkar og aðrar skepnur dvöldust þar. Á endanum drap Gandalfur Balrogginn eins og allir vita. Og ekkert meira hefur heyrst um þá Balroggurinn sem Gandalfur drap gæti verið sá síðasti sem eftir var.


Tolkien sagði aldrei að Balroggarnir gætu flogið Hann gefur víbendingar en þær má alltaf skilja á tvo vegu. T.d. "Swiftly they [the Balrogs] arose, and they passed with winged speed over Hithlum …"
Hann gæti átt við að þeir fari jafn hratt og fuglar það þarf ekki að vera að þeir hafi flogið. Og The Balrog … halted again, facing him, and the shadow about it reached out like two vast wings … It stepped forward slowly on to the bridge, and suddenly it drew itself up to a great height, and its wings were spread from wall to wall …
Það er hægt að skilja þetta þannig að vængirnir hafi náð að sitthvoru veggnum eða það hafi verið skuggi sem er ekki ólíklegt vegna stærðar skepnanna.