Það er tekið fram í þriðja bindi Hringadróttinssögu að Munnur Saurons gæti jafnvel hafa verið maður en það er svo langt um liðið síðan hann sneri að illsku að hann man sjálfur ei sitt eigið nafn. Sú spurning vaknar hjá öllum lesendum hver þessi einstaklingur var þá í raun. Við vitum að hann fékk enga af hringjum manna því Nazgûl eða hringvomarnir báru þá og orsakaði það rökkurskiptatilveru þeirra. Hringar álfa gengu til Elronds, Galadríel og Gil-Galad(og eftir fall hans til Gandalfs). Hringar dverga hurfu en efast ég stórlega um að maður myndi geta notað þá verandi að dvergarnir voru ekki skapaðir af Eru(alföðurinum) heldur af Oromë ef minni mitt man rétt og því algerlega óskyldir og myndu ekki þjóna neinu fyrir mann eða vitka eða álf.
Því vaknar spurningin um hví Munnurinn helst lifandi svona lengi? Ekki er það máttarbaug að þakka(eða kenna) heldur einhverju öðru. Erfitt er að sjá að kraftur Saurons berist það sterkt um blóð Munnsins að hann haldist lifandi að eilífu, því Sauron hefur aðeins kraft til að tortýma og er styrkur hans magur vegna skorts á hringnum eina þar sem hans eigin lífskraftur berst. Því er mjög ólíklegt að hann gefi af sínu takmarkaða krafti til manns og enn síður álfs.
Þegar upprunalegu orrustunni við Myrkradróttinn lauk, í raun 1600 árum eftir að henni lauk, er fyrst minnst á vitkana 5, Curúnír sem síðar kallaði sig Sarúman, Radagast á íslensku Ráðagestur, Mithrandír sem oftar gekk undir nafninu Gandalf og svo tveir bláklæddir vitkar
"…But there were others, two dressed in sea-blue…of the Blue little was known in the west [of Middle-earth], and they had no names save Ithryn Luin ‘the Blue Wizards’; for they traveled to the east with Curunír, but they never returned; and whether they remaine in the East, pursuing there the purposes for which they sent; or perished; or as some hold were ensnared by Sauron and became his servants it is not now known. But none of these chances were impossible to be.”
Nöfn þeirra eru síðar gefin upp sem Alatar og Pallando,m samkvæmt bókinni unfinished tales, þar sem áðurnefnd tilvitnun er, þá var Alatar Maia af Oromë og Pallando gerðist Maia af honum síðar meir. Maie eru svipaðir englum eða hálfguðum. Sagt er að þeir hafi haldið í austurlöndin sem yfirfull voru af svikurum og mönnum sem seldu sig Sauron og aldrei heyrst frá þeim framar.
Nú er ráð að skoða aðeins nánar í þessa tvo Vitka. Annarstaðar er sagt að þeir heiti Morinehtar(Alatar) og Romestamo(Pallando). Morinehtar var maia af Oromë en Palando kom með honum sem vinur. Sagt er líka að aðeins Gandalf hafi lokið við verk sitt, Sarúman sneri sér til illverka og Radagast gleymdi sér í náttúrunni.
Það er augljóst að Sauron gat snúið Vitkum á sitt band. Sarúman var hvítur en í bókinni varð marglitaður við að fallast illskunni á vald. Það sem ég vil halda fram er að Sauron hafi snúið Pallando móti Alatar og orðið Munnur Saurons snemma á 17 öld. Um það leiti voru þeir búnir að vera í um 100 ár meðal óvina og Pallando er þekktur fyrir að skipta um meistara, skipti um yfirVala fyrst úr Nienna í Manods og svo í Oromë til að hljóta enn meiri frama. Því er ekkert sem stendur honum í vegi fyrir að drepa Alatar sem var sannur en aumur, verandi annar af tveim lágsettustu vitkunum, og taka að þjóna Sauron. Miðað við það að illska geti spillt Sarúman ætti að vera auðvellt fyrir hana að spilla lægri Maium.
Sterkasta dæmið um spillingu Maia er þegar Morgoth(Melkor), sem var Vala og Sauron ekki nema Maia undir honum, spillti hundruð Maia og urðu þeir að balroggunum sem alkunnir eru.
Þetta er kenning mín um hver Munnur Saurons er, Maiann Pallando.