Skrítið en satt Það er ekki mjög líklegt að þið trúið þessu en ég sver að mig dreymdi annan LOTR draum og að þessu sinni skal ég vanda frásögnina miklu betur og lýsa hlutunum betur í kring. Ég reyni að lýsa öllu eins best og ég get þannig að greinin verði marktæk, ekki bara tíu setningar. Það fyndna við þetta allt saman er að ég óskaði mér áður en ég fór að sofa að mig myndi dreyma LOTR draum. Vonandi hafið þið gaman af.



Ég er staddur í Orþanka og eins og áður þá er ég bara einhver svona vofa sem horfir á hlutina og sjá hvernig þeir gerast allt í kring. Þar inni er svo til mikillar undrunar Dynþór ráðsmaður í sínum loðfeldi eins og í myndinni með vínglas í hendinni og með honum eru fleiri eins og Sarúman í sínum hvíta kufli með stafinn sinn, Gandalfur eins og hann er í bókunum en það er ólýsanlegt hérna og svo var einhver annar maður í grend við þá en ég sá hann aldrei almenninlega til að get greint hver það var en mig grunar að það hafi verið Aragorn því ég sá í svart hár og eins og hann birtist okkur fyrst á Fákanum fjöruga var hann með hettu yfir sig þannig að mér er held ég óhætt að segja að þetta hafi verið hann Aragorn.
Þeir allir eru á efstu hæð Orþanka að horfa lengst upp þar sem Gandalfur sveif upp í fyrstu myndinni og allir eitthvað svo alvarlegir á svip. Ég heyrði að þeir höfðu verið að tala um Pálnatíra en Gandalfur stóð kyrr og tók ekkert til máls, einnig Aragorn. Hinsvegar héltu Sarúman og Dynþór endalaust áfram að tala um Pálnatíra og linntu ekkert masinu.
Það var dökkt inni í Orþanka eins og næstum alltaf er en þetta var um nótt því það sást greinilega að það var því það var svo svakalega dimmt þarna inni. Veggirnir voru allir kolsvartir og því gat ég næstum ekki greint það í daruminum hvort þetta hafi verið teiknað eða bara eins og í myndinni. Það mátti ráða framm úr því hvort þetta var úr myndinni eða ekki með því bara horfa á veggina og sjá hvað var á þeim, vegginir í draumnum vor nærri því ekki eins og í myndinni, kertin voru öðruvísi og allta hvernig borð og blöð varðar, þá var það allt öðruvísi. Hinsvegar stóð stóri stólpurinn upp úr gólfinu sem Pálnatírinn var á í mynd nímer eitt. Meira get ég ekki sagt um útlit því ég horfði alltaf bara beint og þá sást því bara takmarkað að myninni en svo segjir samt orðatiltækið “mynd segjir meira en þúsund orð” en þá væri ég kominn útí öfganar.


Jæja!! Þeir Sarúman og Dynþór héltu áfram að tala þar til að Dynþór allt í einu tók eitthvað úr loftinu og en það reyndist vera teiknibóla og allir þeir sem voru inni í Orþanka tóku andköf en þá vaknaði ég og furðaði mig á þessum skrítna draumi og fór áhyggjulegur í bragði út að bera Fréttablaðið út.


Sjálfum mér finnst ég engu vísari að einhverju og hef ég enn ekki ráðið drauminn, hann hlítur að meina eitthvað en það má vera því ég hef nógan tíma til að glíma við þennan draum.


Það sem var teiknað eða eins og upp úr bókunum far Orþanki sjálfur og Gandalfur en Aragorn, Dynþór og Sarúman voru allir eins og í myndinni. Það var líka svolítið skrítið hvernig þetta blandaðist allt saman og hvernig þetta leið allt hægt fyrir sig, ég var alla nóttina að dreyma drauminn þangað til ég vaknaði.


Ég vona innilega að þetta hafi verið skemmtilegt og framandi en bara svona svo þið vitið þá er annar hlutinn af sögu Jóherrana að koma.


*J*D*M*