Dagor Dagorath Þetta fann ég á http://en.wikipedia.org/wiki/Final_Battle, og finnst þetta meira en lítið áhugavert.

Bókin Silmarillion endar á sögunni um Eärendil, en í eldri uppköstum af Silmarillion, sem finna má í bókinni The History og Middle-earht eftir Christhoper Tolkien, var endirinn allt annar. The Silmarillion upphaflega endaði á spádómi Mandos um Heimsendi eða Dagor Dagorath eins og menn kjósa að kalla það á Sindarin.

Samkvæmt spádómnum, mun Melkor ná að brjótast í gegnum Door ef Nigth og eyða sólinni og tunglinu. Vegna ástar sinnar á þessum fyrirbærum, mun Eärendil snúa aftur og standa með Tulkas, Manwë (eða Eönwë fánabera hans) og Túrin Turambar á völlum Valinor. Allir frjálsir íbúar Middle-earth munu taka þátt í þessum lokabardaga, Álfar, Menn og Dvergar. Þar að auki munu Ar-Pharazôn og her hans, sem sigldu til Aman árið 3319 SA, leggja sitt af mörkum.

Þar munu þeir berjast við Melkor. Tulkas mun berja á kvikindinu, en það verður þó Túrin sem á endanum drepur Melkor. Túrin rekur svarta sverðið sitt Gurhtang (Iron og Death) gegnum hjarta Melkors, og þannir hefnir hann barna Húrins sem mestar þjáningar máttu þola af hendi Melkors. The Pelori Mountains verða jöfnuð við jörðu. The Silmarils finnast á nýju, og Fëanor er sleppt úr höll Mandosar til að gefa Javönnu þá. Hún mun brjóta þá og endurnýja ljós trjánna tveggja. Orustan endar og Arda endurnýjast. Allir Álfarnir munu vakna og Valarnir verða ungir á ný.

Í kjölfarið á þessu öllu kemur svo annar söngur Ænúanna. Þessi söngur verður að nýrri veröld. Menn munu singja með Ænúum. Óvíst er hvað verður um kynþætti gamla heimsins, eða gamla heiminn sjálfan. Jafnvel Ænúarnir vita ekkert um nýja heiminn eða annan sönginn. En vita þó að seinni söngurinn verður mikilfenglegri en sá fyrri.
Maður er bara hræddur við svona kvikindi!