Jæja hér kemur smá grein um Jóvin sem er uppáhaldspersónan mín í Lord of the rings.
Hún heytir á ensku Éowyn en ég kýs að kalla hana Jóvin hér.
Hún er tuttugu og eins árs þegar stríðið hefst en hefur þolað óttann og örvæntinguna svo mikið lengur.
Það hófst þegar hún var lítil og faðir hennar var drepin af orkum og móðir hennar lést af sorg út af makamissinum.
Jóvin dregur sig inn í skel sína og sínir engum sínar raunvörulegu tilfiningar.
Þeir einu sem hún getur treyst á eru Þjóðráður, Þjóðan og Jómar bróðir hennar.
Á úrslitaárinu deyr Þjóðráður og upplifir hún mikla örvæntingu vegna þess því Þjóðan er undir álögum og Ormstunga girnist hana.
En stálhörð skel Jóvinar brotnar þegar Aragorn kemur til sögunnar.
Í raun elskar Jóvin ekki persónuna Aragorn. Hún elskar nafnið, goðsögnina og nýju vonina sem hann veitir henni.
Hún áttar sig þó á því á endanum að Aragorn er ástfanginn að Arwen Undimiel og lendir því í mikilli ástarsorg.
Til að láta einhvað gott af sér leiða smyglar hún sér inn í orustuna í Mínas Tírið dulbúin sem karlmaður að nafni Dulhjálmur og tekur Kát einnig með sér.
Hún og Kátur slátra Nazgúlahöfðingjanum en Þjóðan deyr og Jóvin þarf að dvelja í græðihúsum á meðan seinustu hermennirnir fara að myrkrahliðinu.
Hún hittir þá Faramír sem að upplifir sömu örvæntingu, að þurfa að bíða milli vonar og ótta eftir því sem verða vill.
Á endanum heillast Jóvin ekki lengur að orustum og miklum afrekum á því sviði heldur gerist græðari og aðhillist allt sem vex.
Í enda bókarinnar er hún með Faramír og svo virðist sem að hún taki við Róhan því ég las aldrei um að Jómar hefði gifst.
Mér finnst Miranda Otto leika Jóvini mjög vel. Sérstaklega þennan stálharða svip sem gefur þó til kynna að mýkri manneskja búi undir.