Þessi grein á að fjalla um Pípinn Tóka.
Ég leitaði í öllum ártölunum en fann hvergi hvenær Pípinn fæðist en ég giska á að hann hafi verið um þrítugur þegar hann lenti í öllum ævintýrunum með Kát og félögum.
Pípinn er með Káti og Sóma í því að njósna um Fróða og Gandalf.
Lítur fyrst á þetta sem eina skemmtilega uppákomu og ævintýri þegar förin hefst en þegar gamanið fer að kárna byrjar Pípinn að þroskast. Hann er óttalegur vandræðagemsi en vandræði hans eru samt talsvert ýkt í myndinni á köflum.
Honum og Gandalfi kemur vel saman þótt undarlegt megi virðast en samt er besti vinur Pípins ávalt Kátur.
Þegar Pípinn og Kátur eru skildir að í þriðju bókinni verður Pípinn fórnarlamb vonleysisins eins og allir í Mínas Tíríð þegar óvinurinn kemur með herfylgi sitt. Engu að síður berst Pípinn hörkulega og bjargar lífi Faramírs.
Pípinn finnur fyrir minnimáttarkennd þegar hann kemst að því að Kátur felldi sjálfann konung hringvomanna (með hjálp Jóvin) og er særður eftir þau átök.
Pípinn er einn af persónunum sem að þroskast mest á þessu ferðalagi föruneytisins. Hann byrjar sem ærslafullur og ábyrgðarlaus unglingur en endar sem alvarlegur riddari Gondor og gegnir því hlutverki til æviloka.
Pípinn giftist Demöntu frá löngu klyfjum og eignast soninn Faramír Tóka.
Pípinn deyr ellidauða í Gondor ásamt Káti vini sínum en svo þegar Elessar deyr er kista hans sett á milli kista Pípins og Káts.
Leikarinn skoski Billy Boyd fer með hlutverk Pípins í myndinni og mér finnst hann leika þennan smávaxna síreykjandi hobbita mjög vel.
Besta atriðið með honum er þegar hann bjargar Faramír og þegar hann hleypur út á vígvöllinn og finnur Kát.