ÞEtta er mín fyrsta grein og ég vona að hún verði samþykkt.

Dvergar eru ein af talandi kynþátt í Miðgarði og teljast til hinna frjálsu þjóða.

Dvergar voru skapaðir af Ála þegar hann var orðinn óþolinnmóður eftir biðinni á að álfar litu dagsinns ljós, dvergar teljast ekki til barna guðanna en þó voru þeir samþykktir seinna af guðunum.

Eftir sköpunina þá voru hinir sjö feður dverganna látnir sofa þartil að álvarnir myndu vakna upp af sínum svefni. Þegar þeir vöknu hver á sínum stað þá urðu til sjö þjóð flokka hver með sinn konung og hallir í fjöllunum.

Um örlög dverganna er ekki vitað. Álfarnir sögðu að þeir ættu ekki líf handan Ördu en dvergar halda því fram að Áli myndi fara með þá í sali Mandosar og þá myndu þeir hitta börn guðanna í lokinn.

Dvergar voru litlir(4,5 fet), þéttvaxnir, sterkir, gott viðnám gegn eldi og harðari en nokkur annar kynþáttur í Miðgarði. Óhagganlegir og stolrir, Dvergar gat ekki verið stjórnað af hinu ílla og gleymdi aldrei skuldum né hinu ílla. Dvergar fóru margsinnis í stríð vopnaðir öxum.

Sem börnum Ála drógust þeir að málmum og málmsmíði. Einnig voru þeir voru góðir námumenn, þeir eini sem gátu staðið jafnfætis dvergum í námugerð voru dríslarnir. Þeir gerðu allskonar hluti úr steinum, málmi og gimsteinum. Þótt þeir voru ekki sérstaklega nánir hinum kynþáttunum þá kom þeim vel saman við Nolda og með þeim deildu þeir ástinni á smíði og virðingu á Áli. Þeirra mestu gallar voru það að þeir gerðu nánast allt til að komast yfir eignir og gull.

Dvergar lifa í kringum 250 ár og gifta sig í kringum 100 ára. Þótt þeir döfnuðu stundum þá fækkaði dvergum eftir því sem árinn liðu. Þeir misstu mikið í stríðum(þá oftast út af stolti og græðgi annarra á eignum þeirra) og voru einkum skotmark hjá Sauroni, sem fann þá lausn að útrýma þeim þegar hann gat ekki stjórnað þeim. Einnig fæddust fáir kvennmenn og margar giftust ekki.

Dvergar höfðu sitt eigið tungumál og kallaðist hún Khuzdul en það var leyni tungumál. Á almennings stöðum þá töluðu þeir tungumál granna sína, á fyrstu öldinni Sindrin og á þriðju öldinni vestur mál eða tungumál manna.

Dvergar kölluðu sjálfan sig Khazad, nafnið sem Áli gaf þeim. Sindarin kallaði þá að jöfnuði Hadhod en álvar kölluðu þá oftast Náfrima(á fyrstu öldinni). Einnig voru þeir kallaðir fólkið úr fjöllunum.

Flestir Dvergar í verkum Tolkiens voru afkomenur elsta föðurinns(einna f þeim sjö upprunalegu) Durins(á ensku Durinn the Deathless).

Á þriðju öldinnu bjuggu Dvergar í Bláu fjöllum, Moria, Ereobor eða fjallinu eina og Járn hólum

Í bláu fjöllum voru þar á fyrstu öldinni tvær stórar borgir Belegost og Nogrod, Byggðinn eyðilaggðist þegar þau voru klofinn í tvennt í stóra stríðinnu og fjörðurinn þar sem gráu hafnir eru núna. Í þriðju öldinni komu þeir þangað eftur eftir að hafa misst Moria

Í Moria bjuggu þeir allveg þanngað til að Balroggurinn vaknaði af svefn sínum og flæmdi alla burt, tvisvar reyndu þeir að ná aftur moría en þeim tókst það ekki, í fyrsta skiptið unnu þeir sigur á orkonu fyrir utan en Dáinn Járnfótur neitaði að fara inn, í seinna skiptið fór Balinn fyrir flokki dverga frá Erebor inn í moria óg tóku þeir yfir moria allveg þanngað til að Balroggurinn vaknaði í annað skiptið og var ekki vitað um afdrif þeiira sem fóruu í þá ferð fyrr enn föruneytið fór í gegnum moria.

Erebor eða Fjallið eina byggðist þegar þráinn 1 kom þangað með flokk Dverga eftir að hafa flúið frá Moria. Þar bjuggu þeir allveg þangað til að drekinn Smeygur kom og hrakkti þá burt. Drekinn eignaði sér fjallið og átti það allveg þangað til að Þorinn og félagar náðu því aftur eftir að Bárður bogamaður hafði fellt drekann. Í Hringastríðinu varð umsátur um Erebor af Austur mönnnum sem unnu fyrir Sauronn en eftir að Sauron féll þá unnu Dvergar og menn sigur á Austur mönnunum. Í fjórðu öldinni varð Erebor sjálfstætt aftur og voru þeir í bandalagi við hið nýja konungs ríki.

Dvergar komu þangað fyrst í þriðju öldinni(2590) þegar Grór kom þangað með flokk Dverga frá Erebor. Þefar fimmherjaorrustan brast út kom Dáinn Járnfótur frá Járnhólum og varð svo konungur yfir Erebor. Eftir það var engin byggð í Járn hólum, það er talið líklegt að þarna hafi verið mikið af járni en ekki neitt af gulli.


Heimildir voru feingnar úr bókinni: the complete guide to Middle Earth eftir Robert Foster


Ég vona að þið hafið haft gaman af þessarri grein og vitið þá meira um Dverga en áður.

Ég vil biðst velvirðingar á stafsetningar villum sem geta leynst allstaðr og helst ekki neyn skíköst. Takk fyrir

Hlöðver/Dvalinn