Tom Bombadil Tom Bombadil / Tumi Bumbaldi

Sem fyrstu grein mína í greinasamkeppninni á Tolkien áhugamálinu, hef ég ákveðið að skrifa um undrið hann Tuma Bumbalda. Lítið er hægt að segja um þennan litla mann þar sem J.R.R. Tolkien vildi hafa hann algjöra ráðgátu sem erfitt væri að skilja, en þó eitthvað er hægt að segja um hann. Sumir telja hann bara einfaldan mann sem býr í skóginum, en sumir telja hann eitthvað öflugra. Ég ætla mér að fara aðeins út í það.


Tolkien sagði aldrei frá neinum smáatriðum í sambandi við Tuma. Sumir segja að hann hafi verið einfaldlega bara venjulegur maður, sumir segja hann eitthvað máttugra. Sumir segja hann vera Erú(Faðir Alls), eða einn af Anúinunum eða jafnvel Náttúruna sjálfa, holdi klædd.

Tumi Bumbaldi var lágvaxinn, hann var minni en venjulegur maður og hærri en dvergur. Tumi klæddist bláum jakka, gulum stígvélum og hatti með blárri fjöður og bjó í hinum Forna Skógi(The Old Forest) með konunni sinni Gullbrá(Goldberry). Tumi var kátur karl og hafði hann gaman af því að hoppa og syngja í skóginum og gerði hann það á hverjum degi.

Fyrir löngu hafði Tumi fundið Gullbrá við Withywindle ánna, Gullbrá varð svo kona hans og eftir það fór Tumi árlega að safna vatnsliljum fyrir hana niður við ánna þar sem hann fann hana. Í síðustu ferð hans árið 3018 hitti Tumi hobbitana og bauð þeim svo heim með sér, og gistu þá hobbitarnir hjá honum í tvær nætur.

Í fyrstu gerðu hobbitarnir ráð fyrir að Tumi væri bara eins venjulegur og næsti maður. Sem gæti á vissan hátt verið rétt, en í kafla 6 í fyrstu bókinni; In The House Of Tom Bombadil, þegar hobbitarnir koma í heimsókn til Tuma biður Tumi Fróða um að rétta sér hringinn svo hann geti séð hann og skoðað.

Stuttu seinna ákveður Tumi að setja hringinn á sig, og hvað gerist? Nákvæmlega ekkert, hobbitarnir stara á hann og undra sig á því af hverju Tumi hafi ekki horfið þegar hann setti á sig hringinn. Hobbitarnir undra sig á því meðan Tumi einfaldlega hlær. Tumi lætur Fróða síðan fá Hringinn aftur með bros á vör, sem segir að Hringurinn hefur engin áhrif á hann. Fróði setur svo hringinn á sig þegar Tumi er annars hugar. Síðan snýr Tumi sér að honum og segir honum að taka hringinn af sér, og að hann sé ekki svo blindur að hann skuli ekki sjá Fróða. Furðulegt, ekki satt? Þetta fannst mér virkilega skrítið, hvernig svona einfaldur maður gæti staðist mátt Hringsins eina, hring Saurons, hringinn sem Sauron hafði látið smíða til að taka yfir öllum Miðgarði.


Eins og ég sagði hérna aðeins framar, hvað það væri skrítið að venjulegur maður gæti hafa staðist mátt Saurons, Myrkradróttins í Miðgarði. Hugsanleg skýring á þessu gæti verið að Tumi hafi ekki verið svo einfaldur eins og lesendur höfðu í fyrstu haldið.

Hugsum aðeins út í þetta; eins og flestir vita hvarf Sauron ekki þegar hann notaði Hringinn. Sauron var Maiar andi, hann var einn af Anúiunum, einn af þeim fyrstu. Erú(Faðir Alls) skapaði Anúiana til að syngja fyrir sig í byrjun veraldar, og var Sauron einn af þeim. Mín kenning(og margra annarra) er að Tumi hafi ekki verið maður, né álfur, né dvergur. Dvergar hoppa ekki um í skóginum og syngja. Álfar búa í skóginum, sem er möguleiki, en fáir álfar hoppa um og syngja, og einnig geta fáir álfar staðist Hring Saurons. Gat Tumi verið maður? Nei það held ég ekki, því eins og sagt var í The Fellowship Of The Ring kvikmyndinni; “…but the hearts of men are easily corrupted…”. Tuma langaði nákvæmlega ekkert í Hringinn, eins og gera mátti ráð fyrir þegar Tumi rétti Fróða Hringinn aftur með bros á vör. En nú ætla ég að taka smá texta úr bókinni(ensku útgáfunni) og leggja hann fyrir ykkur. Þetta segir Tumi þegar Fróði spyr hver hann sé.

,,’Don’t you know my name yet? That’s the only answer. Tell me, who are you, alone, yourself and nameless? But you are young and I am old. Eldest, that’s what I am. Mark my words, my friends; Tom was here before the river and the trees; Tom remembers the first raindrop and the first acorn. He made paths before the Big People, and saw the little People arriving. He was here before the Kings and the graves and the Barrow-wights. When the Elves passed westward, Tom was here already, before the seas were bent. He knew the dark under the stars when it was fearless – before the Dark Lord came from Outside.’”
(The Lord Of The Rings, The Fellowship Of The Ring, In The House Of Tom Bombadil)


Þetta er tekið beint upp úr sögunni. Þarna segir Tumi að hann hefi verið til áður en allt varð til. Tumi var til fyrir fyrsta regndropann, fyrstu árnar, fyrstu trén. Hann segist einnig hafa verið til áður en að ‘Stóra fólkið’, ‘Littla fólkið’ og ‘Konungarnir’ urðu til. Óvíst er hvað þessi orð ná yfir, en þessi orð eru mjög víðtæk. Og þá fer maður að hugsa, getur verið að Tumi sé Guð (Eru / Ilúvatar). Hann segist hafa verið til áður en ‘allt’ kom til sögunnar. Hringurinn eini, hlutur sem eyðilaggði næstum allan Miðgarð hafði nákvæmlega engin áhrif á hann. Tumi hló einfaldlega að Hringnum, en af hverju? Nú kannski að því að Hringurinn var algjörlega kraftlaus á móti svona máttugri veru. Það gæti verið, en J.R.R. Tolkien sagði aldrei hvað Tumi væri í rauninni. Hann greindi hins vegar frá því í bréfi #144(The Letters Of J.R.R. Tolkien – Bók sem gefin var út) að í öllum ævintýrasögum ættu að vera einhverjar ráðgátur sem ættu að haldast ráðgátur, og ekki ætti að greina ítarlega frá. Og sagði hann að hann hefði skrifað Tom Bombadil sem eina af ásettu ráði. Kannski var Tumi bara venjulegur maður sem var hoppandi og syngjandi en var ónæmur fyrir hlutum sem aðrir girntust, kannski var hann Guð, holdi klæddur. Hver veit? Erfitt er að segja til um það þar sem Tolkien staðfesti aldrei neitt ítarlegt um hann. Til gamans má geta að í kaflanum The Council Of Elrond sagði Glorfindel eftirfarandi setningu:

“I think that in the end, if all else is conquered, Bombadil will fall, Last as he was First; and then Night will come.”

Sagt er þarna að heimurinn muni enda þegar Tumi muni falla. Sem þýðir fátt annað en að hann sé Guð. Hann var að minnsta kosti elstur allra vera, þó ekki hafi verið vita hvað hann var.

Einnig var talað um konu hans, Gullbrá, hún sagðist vera ‘The River Woman’s daughter’, en ekki var greint ítarlega frá hvað þetta þýddi. Gullbrá sjálf sagði Tuma vera ‘Meistara skógar, vatns og hæðar’, einnig er óvíst hvað það þýðir.

Ég ætla mér nú ekki að skrifa meira í bili um þessa ‘veru’, en mig einfaldlega langaði að koma af stað smá pælingum. Hvað finnst ykkur? Hvað gerðuð þið ráð fyrir að Tumi væri þegar þið lásuð bækurnar. Gerðuð þið ráð fyrir venjulegum manni, eða einhverju máttugra?
Ég persónulega held að hann hafi verið eitthvað máttugra, jafnvel Erú. En hvað um ykkur?


Þessi grein er svolítið í styttri kantinum en þó reyndi ég að halda uppi öllum hlutunum sem hvurslags eða Karat gáfu upp. Þ.e. efnistök, uppbygging, stafsetning, pælingar og skemmtanagildi. Vona að þetta hafi allt gengið ágætlega.

Takk fyrir,
Steinþór.


Ps. Þið verðið að fyrirgefa að ég kann því miður ekki að beygja Anúir(The Ainur á íslensku) – Annars passa ég alltaf mjög mikið upp á stafsetningu og málfræði.

Heimildir:
1. The Lord Of The Rings – The Fellowship Of The Ring(bókin)
2. Tuckborough.net – www.tuckborough.net