John Ronald Reuel Tolkien J.R.R. Tolkien

Öll höfum við séð greinar sem fræða okkur um innihald heimsins sem J.R.R. Tolkien bjó til fyrir mörgum árum síðan. Margir hafa sent inn greinar til að fræða aðra notendur og sýna þeim eitthvað nýtt. Ég hef nú ákveðið að senda inn grein um John Ronald Reuel Tolkien sjálfan. Þar sem ekki hafa nú komið of margar greinar um hann inn.

J.R.R. Tolkien (1892-1973):
John Ronald Reuel Tolkien hét einn mesti rithöfundur og málfræðingur allra tíma fullu nafni, maðurinn sem skrifaði meðal annars The Hobbit, The Lord Of The Rings og The Silmarillion og fleiri skemmtilegar sögur.
J.R.R. Tolkien fæddist árið 1892, þann 3. janúar, í bæ sem heitir Bloemfontein og er staddur í Suður-Afríku. Foreldrar hans gátu seint ákveðið nafn á nýfædda drenginn og vildi faðirinn skíra hann í höfuðið á sér (Reuel) en vildi móðirin skíra hann Ronald. Og seinna var síðan ákveðið nafnið John Ronald Reuel Tolkien. Nafnið John var nafn afa Ronalds. Í æsku hans var nafnið Ronald oftast notað, meðal annarra þá kaus móðir hans að kalla hann eingöngu Ronald(notað verður nafnið Ronald hér eftir til að einkenna J.R.R. Tolkien sjálfan). En seinna í lífinu kölluðu vinir hans hann Tolkien eða Tollers. Móðir Ronalds, hét Mabel Suffield(Seinna Mabel Tolkien) (f. 1870). Faðir Ronalds hét Arthur Reuel Tolkien(f. 1857) og vann hann sem bankastjóri. Arthur hafði flutt til Afríku í von um betra líf og síðan sagði hann Mabel að hann væri nú í betri stöðu en fyrr, hann minntist á betri innkomu, stórt hús og jafnvel þjóna. Þetta endaði með því að Mabel flutti til Afríku, en þau höfðu þá verið trúlofuð í þrjú ár. Mabel flutti til hans árið 1891, og giftust þau sama ár. Arthur kaus að flytja til Afríku úr því að byrjaðir voru að myndast erfiðleikar í lífi hans og flutti hann því til Afríku í von um að lífið yrði betra þar, og að fjárhagslegir erfiðleikar myndu einfaldlega bara hverfa.

Í febrúar árið 1894 eignuðust hjónin annan son, og var Ronald þá aðeins tveggja ára gamall, og eignaðist þá bróður, en nýji sonurinn var skírður Hilary Arthur, og bar hann líka nafn föður síns, Reuel og svo Arthur sem var einnig tekið af föður hans. Hét hann þá fullu nafni Hilary Arthur Reuel Tolkien.

Hlutirnir í Afríku gengu ekki betur en í Englandi, fjölskyldan lenti í ýmsum vandræðum. Ronald veiktist illa og seinna ákvað Mabel að flytja aftur til Birmingham með strákana tvo. Veikindin liðu hægt hjá en eftir rúmlega ár var Ronald orðinn betri, en batnaði það þó ekki þegar fjölskyldan frétti að Arthur Tolkien, eiginmaður Mabel og faðir strákanna tveggja væri dáinn. Hann hafði dáið af of háum hita. Fjölskyldan hét áfram að lifa, hún bjó fyrir utan Birmingham í litlum bæ sem hét Sarehole. Þegar Ronald varð fjögra ára lærði hann að lesa, og fljótlega eftir það las hann ævintýrasögu um dreka. Þetta vakti áhuga Ronalds og olli því að hann byrjaði að skrifa stuttar ævintýrasögur.

Vorið árið 1904 byrjaði mamma strákanna að veikjast, hún hafði greinilega fengið sykursýki og var hún flutt á spítala. Hún var þar í nokkra mánuði og fékk síðan að fara um sumarið. Mabel dó síðan um haustið. Á þessum tíma var Ronald 12 ára og yngri bróðir hans 10 ára. Eftir þetta atvik flutti maður að nafni Faðir Francis til Birmingham og hafði hann lengi verið vinur fjölskyldunnar, og tók hann nú strákana tvo að sér. Ronald hafði mikinn áhuga á tungumálum eins og við vitum öll, og var hann duglegur strákur. Hann fór að búa til sín eigin litlu tungumál, og hafði sögur bakvið þau.

Ronald komst svo í skóla í Oxford, og byrjaði hann þá að lifa almennilegu og virku lífi. Þar skrifaði hann einnig mikið af ljóðum. Árið 1913 hitti hann Edith, þau eyddu miklum tíma saman og voru svo opinberlega trúlofuð árið 1914. Svo árið 1915 útskrifaðist Ronald með hinar fínustu einkunnir. Ronald þurfti svo að ganga í herinn útaf fyrri heimstyrjöldinni. Árið 1916 giftust Ronald og Edith. Stuttu seinna var Ronald sendur til Frakklands í skotgrafastríðið(Trench war), og var hann þar í fjóra mánuði. Eftir fjóra mánuði veiktist hann í skotgröfunum og var þá sendur heim. Í þessu stríði dóu nokkrir vinir hans úr skólanum.

Eftir að Ronald kom heim af sjúkrahúsi, byrjaði hann á The Book Of Lost Tales, þetta fannst honum spennandi og langaði hann að byggja upp eitthvað sem hann hafði lesið um áður. Hann hafði þróað tungumál til að hafa með bókinni, og voru það Quenya og Goldogrin sem skiptu hann mest máli. Honum gekk ekki það vel með bókina. Hann var svo sendur aftur til Frakklands árið

Ronald og Edith eignuðust sinn fyrsta son árið 1917, hann var skírður næstum það sama og faðir sinn, nema tekið var út Ronald og bætt inn Francis. Francis var maðurinn sem tók strákana að sér í æsku. Svo þremur árum síðar, árið 1920 fæddist annar sonur. Hann var skírður Michael Tolkien. Ronald hafði greinilega mikla ánægju úr því að eignast börn, og eignaðist því annað árið 1924 og var það Cristopher Tolkien. Ronald varð líka prófessor þetta ár. Ronald samdi sögur fyrir börnin sín og samdi hann þær jafnvel meðan hann var að segja þær. Hann ákvað að halda áfram með bókina The Book Of Lost Tales, en ákvað hann þó að nefna hana The Silmarillion.

Árið 1925 sendi Ronald inn umsókn í Oxford skólann, hafði hann þá sótt um að verða prófessor í engilsaxnesku(fornenska). Hann fékk starfið og fékk úr því ágætis pening. Ronald kynntist manni að nafni C.S. Lewis og er hann frægur víða fyrir að hafa skrifað sögurnar um Narníu. Þessar sögur eru ekki síður frægar að mínu mati, sögur J.R.R. Tolkiens urðu miklu frægari þegar myndirnar voru gerðar(Ég veit þó ekki annað en að kvikmyndirnar um Narníu séu í vinnslu. Sjá betur: http://www.imdb.com/title/tt0363771/ ). En nóg um það, C.S. Lewis og Ronald stofnuðu lítið félag sem þeir kölluðu ‘The Inklings’ og voru það þeir tveir að ræða um hitt og þetta sem kom við bókmenntum. Svo gengu fleiri til liðs við þá og voru þeir orðnir nokkrir eftir stuttan tíma. En jæja, um fjórum árum seinna eignuðust Ronald og Edith dóttur, sem var skírð Priscilla Tolkien.

Talað hefur verið um að þegar Ronald hafi verið að fara yfir prófblöð hafi hann skrifað á blaðið(algerlega upp úr þurru): In a hole in the ground, there lived a hobbit. Ég hef nú heyrt fleiri sögur af þessu, sumir segja að hann hafi skrifað þetta í stríðinu, á lítið laufblað. Sumir segja annað, en ég hef heyrt nokkrar útgáfur, þó held ég að þetta sé hin sanna. Oftast heyrir maður hana allavega. Frá þessari setningu kom saga sem hann sagði börnunum sínum og deildi með The Inklings. Þessi saga nefnist The Hobbit eða Hobbitinn á íslensku. Hún var gefin út 1937, hún var ekki mjög vel móttekin í fyrstu.

Seinna þetta ár ákvað Ronald að halda áfram með söguna, en ákvað að segja meira frá frænda Bilbo’s. Sagt var að Ronald hafi verið uppiskroppa með hugmyndir, en hafi svo munað eftir hringnum sem Bilbo fann í fyrri sögunni. Seinna ákvað hann að nefna sögun The Lord Of The Rings, eða Hringadróttinsaga eins og hún heitir á íslensku. The Lord Of The Rings sagan kom út árið 1954-1955. Sögurnar skiptust í þrjá hluta; The Fellowship Of The Ring, eða Föruneyti Hringsins, The Two Towers, eða Tveggja Turna Tal og svo kom síðast The Return Of The King eða Hilmir Snýr Heim. Til gamans má geta að Ronald vildi þvert á móti skýra seinustu bókina The Return Of The King, hann hafði ákveðið að skýra hana The War Of The Ring en svo las ég að aðdáendur hefðu viljað hitt nafnið.
Eftir að The Return Of The King kom út, fékk hann væna summu fyrir sölurnar á bókunum og var peningurinn sem hann fékk miklu meira heldur en árslaun í skólanum þar sem hann vann.
Árið 1968 höfðu um þrjár milljónir eintaka af bókunum selst. J.R.R. Tolkien var orðinn frægur og ríkur af þessu.

En árið 1963 dó C.S. Lewis og hafði þetta slæm áhrif á Ronald. Svo árið 1968 veiktist Edith illa og fluttu þau til Bournemouth. Svo dó hún árið 1971. Þá flutti Ronald aftur til Oxford og keypti sér litla íbúð. Eftir þetta fékk hann nokkrar viðurkenningar, og hlaut mikla athygli.

Árið 1973 veiktist Ronald, en síðan batnaði honum. Hann fór til Bournemouth að heimsækja gamla vini, þegar hann var þar veiktist hann aftur. Og sunnudaginn 2. september dó John Ronald Reuel Tolkien á spítalanum í Bournemouth, 91 árs að aldri. Hann var grafinn í Oxford.

Margir aðdáendur hafa komið að gröf hans og lagt blóm eða ljóð við gröf hans. Til er hópur af fólki sem fer á hverju ári og syngur lög á álfamáli fyrir einn mesta rithöfund allra tíma.
Gaman er að lesa um líf J.R.R. Tolkien’s, þó líf hans hafi verið sorgarsaga. Vinir og vandamenn dáið jafnt og þétt í gegnum líf hans hefur gert honum lífið erfitt og hafði það mikil áhrif á ritun hans. Hann lærði að skrifa ekki aðeins um ánægju, heldur líka um sorg og grimmd. Þetta sést vel í Hringadróttinsögu.

Jæja ég ætla ekki að skrifa meira í bili, ég vona að þið hafið fræðst eitthvað af þessu. Mér finnst nauðsynlegt að allir ættu að vita eitthvað um þennan mann þar sem þetta áhugamál er tileinkað honum.

Megi hann hvíla í friði…
rithöfundurinn sem hefur haft áhrif á okkur öll.



Takk fyrir,
Steinþór.