Ég hef verið gríðarlega mikið inni á þessu áhugamáli í langan tíma. Og ég hef tekið eftir svona sveiflum í notkun þess. Alltaf í kringum jólin var áhugamálið mikið heimsótt af notendum sem fóru það því þeir höfðu séð myndina og langaði að spjalla um hana hér. Hins vegar svona á sumrin, hefur þetta áhugamál verið svona í dofnari kantinum og fólk lítið verið að koma inn á það.

En núna eru myndirnar þrjár allar komnar í bíó og allt komið út nema lengda útgáfan af The Return Of The King. Fólk virðist hafa verið að minnka heimsóknir sínar á áhugamálið svona jafnt og þétt með tímanum, eða það heldur fólk allavega. Mér hins vegar sýnist að þetta áhugamál sé alls ekki að dofna, heldur hefur fólk aðeins minnkað að senda inn greinar.

Nú er ég sjálfur að leggja mitt að mörkum og skrifa ég stundum gífurlega langar greinar sem fólki finnst gaman að lesa, þ.e.a.s. ef það nennir því. En það sem ég er að reyna að segja er að þetta áhugamál er að lífgast hægt og hægt við. Og ég hef ég séð það á síðustu vikum. Ég hef séð að greinar hér inn á þetta áhugamál er að fjölga svona með tímanum.

Tilgangur greinarinnar er að reyna að fá fólk til að halda þessu áfram, endilega fá sig til að skrifa eitthvað skemmtilegt úr heimi Tolkiens, og fræða aðra Hugara um eitthvað sem þeir gætu ekki vitað fyrir. Ég ætla að taka virkan þátt í að skrifa greinar og yrði nú ekki verra ef fleiri gengu í hópinn og skrifuðu greinar öðru hvoru.

Þannig ég segi bara;

Lifi 5. öldin! :-)

Kv,
Steinþór.