Mithrandir betur þekktur sem Gandalfur er ein máttugasta persóna í Middle-Eart(að vísu ekki lengur hann fór til Valanna). Nú ætla ég að skrifa aðeins um Mithrandir.

Ég veit ekki alveg allt og sérstaklega ekki í smáatriðum af því ég hef ekki lesið LOTR bækurnar enn ég ætla samt að skrifa um bakgrunn hans. Það sem ég skrifa hér er það sem ég veit, hef séð í myndunum og úr bókinni Rings of Power and the Third age, sem er lítil bók innifalin í The Silmarillion bókinni.

Mithrandir ásamt öðrum birtist í vestri í Middle-Earth. Þeir höfðu birst stutt eftir fall Saurons og vissu forsöguna og hvað hefði gerst í Middle-Earth fyrir komu sína. Sá fyrsti sem birtist var einnig sá elsti og vitrasti, hann var kallaður Curunír. Á eftir honum kom Mithrandir, hann var aðeins yngri enn Curunír og var ekki jafn vitur. Sá þriðji var Radagast. Það birtust einnig aðrir enn þeir voru ekki nafngreindir. Þessi hópur var kallaður “The Istari” af álfum enn Wizards(vitkar) af mönnum.
Margir héldu að Valirnir höfðu sent þá, enn sá eini fyrir utan þá sem vissi það var Círdan The Ship Maker, sem var einn af þeim elstu sem lifði í Beleriand(Middle-Earth). Curunír fór á meðal manna og dvaldist þar, og fékk nafnið Sarúman. Radagast elskaði öll dýr og fugla og dvaldist meðal þeirra. Á meðan Mithrandir gat aldrei verið kyrr, hann var alltaf á flakki og fékk mörg nöfn enn hann var helst þekktur sem Gandalf. The Wizards og helstu og elstu álfarnir í heimunum mynduðu þing kallað “Counsel of the wise” sem seinna breytist í “The white counsel”. Þarnar var talað um allt sem gæti stofnað Middle-Earth í hættu og hvað gæti hjálpað. Álfarnir sem sátu á þessu þingi voru: Elrond, Galadriel og Círdan. Á fyrsta þinginu ákvaðu þau leiðtoga, og var Curunír valinn. Galadríel var mjög óánægð með valið því hún persónulega vildi Mithrandir, og taldi hann vitrari. Enn Curunír var svo…(ja frekur)að hann fékk sínu framfært enn líka vegna þess að Mithrandir afþakkaði.

Með tímanum hóf að birtast mikið myrkur og ógeðsleg skrímsli byrjuðu að flakka inn í skóginn Mirkwood. Thranduill og hirð hans bjuggu í skóginum, þau voru enn nógu sterk til að drepa allar illar verur sem hættu sér inn á svæði Thranduil's enn hve lengi.
Fyrst fór grunnur um að þetta væru hringvomarnir(ringwraiths)að verku og tók fólk ekkert í taumana, enn Mithrandir grunaði að Sauron hefði snúið aftur og væri að styrkja sig í skóginum. Hann fór og bað um ráð frá Curunír og sagði honum um grun sinn, að Sauron væri snúin aftur og væri að leita að hringnum, enn Curunír sagði þetta vera bull. Enn Curunír sem hafði verið dolfallin í fræði hringana girndist eina hringinn, hann vildi gefa Sauroni tíma til að finna hringin og svo láta til skarar skríða og taka hringin sjálfur. Mithrandir fór með áhyggjur sínar til Elronds,sem taldi þetta mjög líklegt enn hann bað Mithrandir að fara einann og rannsaka þetta. Það var ekki fyrr enn sögu sagnir af “The sorcerer of Dol Guldur”að Mithrandir fór af stað að rannsaka þetta, því hann ætlaði ekki að leyfa Sauroni að endurheimta fyrri mátt. Mithrandir náði með miklu erfiði að hrekja Sauron í burtu og flúði Sauron langt í burtu. Enn ekki var friðurinn langvarandi í Mirkwood, því eftir stuttan tíma byrjaði myrkrið og verurnar aftur að flykkjast að Mirkwood. Nú fór Mithrandir aftur til Curunírs og sagði honum frá Sauroni, og sagði honum að hann væri að leita að hringnum eina. Nú gat Curunír ekki verið aðgerðarlaus því það myndi vekja grunsemdir. Þingið fór af stað og hreinsaði skógana af öllum illum verum þar á meðal Sauron, sem aftur var hrekinn í burtu. Enn á meðan á þessu öllu stóð var Smjagall og Djagall við vatnið og þeir fundu hringin. Það leið ekki á löngu þar til Sauron frétti að hringurinn væri ekki lengur á hafsbotni og hóf leit sína aftur að honum, enn í þetta sinn var hann aftur kominn í Mordor og á bak við stóru svörtu hliðin sín faldi hann sig.


Hérna byrjar LOTR bækurnar og ég ætla ekki að skrifa um þær þannig að hér endar grein mín ef hún var samþykkt :)

Aðeins um hringana:

Hringurinn eini…ja allir vita um hann. Og hringarnir níu eru ennþá á Hringvomunum. Sjö dverga hringirnir, þrír hafa verið endurheimtir af Sauroni og aðrir liggja í Drekafylgsnum og gömlum námum. Enn álfa hringirnir þrír voru faldnir fyrir Sauroni.
Einn tók Elrond, annan tók Galadríel og sá þriðji var upphafleg aí eigu Círdans enn Círdan treysti Mithrandi fyrir honum.

Ef það eru eihverjar villur þarna þá endilega leiðréttið mig, eins og ég skrifaði þarna efst þá hef ég ekki lesið LOTR bækurnar og ég bara læri á því. Enn ég vona að þetta sé allt rétt hjá mér.

boggi35

P.S.
Eins og ávallt þá mæli ég með að allir lesi The Silmarillion, ekki bara vegna þess að hún er skemmtileg líka vegna þess að hún skiptist í nokkrar bækur á meðal þeirra er Rings of Power and the Third age og Akallabêth.