Sælir Hugarar,

Ætla senda þetta sem grein en sjáum til hvort það verði samþykkt, en aðeins til að fá betri svör við spurningum mínum, korkar hverfa fljótt og lítið er tekið eftir jafn mikilvægum spurningum :)
Okei ég veit ekki hvar ég á að byrja, ég hef nokkrar spurningar fyrir ykkur fróðari menn en mig! Ég er búinn með Hringadróttinssögu og Hobbitann á Ensku en ég veit að það eru til fleiri bækur eftir Tolkien, t.d. The Silmarrillion, Adventures of Tom Bombadil,. 11 bækur að ég held um middle earth og einhverjar í viðbót. Spurningin er: Eru til fleiri rit eftir Tolkien um þessi efni sem talin eru upp hér að neðan, er að farast, langar að lesa fleiri ævintýri með þessum verum.

Dvergar:
Ég fékk nú bara ekki nóg af dvergum eftir Hobbitann, eru til einhver rit um Dverga? Ævintýri eða bara sem segija frá daglegu lífi þeirra í fjöllunum, eitthvað sem kafar lengra ofaní heim dverga, forsögu og það sem er að gerast, vantar rosalega að lesa meira um dverga því þeir eru mjög áhugaverðir.

Ent’s:
Entarnir fannst mér mjög merkilegt og hef ég tvær spurningar um þá, Eru til einhver rit sem leiða meira að uppruna Enta, sem seigja frá Entum, jafnvel ævintýri. Verð bara að lesa meira um Ents,
Og seinni spurningin er, Hvað varð um Entwifes, hvert fóru þær og ég vill vita það (er öskrandi úr frekju eins og smákrakki hérna haha), hef heyrt að enginn viti hvert þær fóru (Tolkien hafi ekki viljað gefa það upp) en það hlýtur að vera að þær séu þarna einhverstaðar og ég vill fá að vita þeirra part úr ævintýrinu.

Álfar:
Mér finnst þeir ekki alveg eins heillandi, en það væri mjög gaman að finna einhver rit um þá frá stöðum eins og Rivendell, Lothlorien(stafs.?) og landinu sem þeir sigldu í til að flýa stríðið. Altaf gaman að bæta við sig ævintýrum.

Gollum:
Veit ekki hvað Tolkien skrifaði mikið um hann en það væri gaman að bæta við sig aðeins í þeim fræðum, þá fyrir utan það sem kom fram í Hringadróttinssögu, þá geri ég svosem ekki ráð fyrir því að Tolkien hafi skrifað meira en það er hugsanlegt, látið mig endilega vita.

Meira um ævintýri Gandalf’s ? eru til fleiri rit sem seigja frá honum?

Svo fannst mér mesti snillingurinn hann Tom Bombadil(Leiðinlegt að hann kom ekki í myndunum) hann var altaf í svo góðu skapi og altaf gaman hjá honum en ég vill lesa meira! Eru til fleiri rit um hann eða sem hann birtist í en The Adventure of Tom Bombadil??

Svo væri snilld að lesa meira um Dragons, Trolls og Goblins(er á móti þýðingum), ef einhver veit um Tolkien rit sem seigja meira frá þessu þá endilega láta ljós sitt skína hér fyrir neðan.

Mér dettur ekkert meira í hug í augnablikinu en þegar ég var að lesa bækurnar var altaf eitthvað sem ég vildi vita meira um, alveg er Tolkien snillingur að hafa dottið þetta allt í hug og skapað land fyrir þetta allt. Ég á svo sem ekki mikla von um að fá góð svör við sprurningum mínum því ég veit ekki hvað vort ísland hefur ræktað af Tolkien áhugamönnum sem vita þetta mikið um sögur Tolkiens, en endilega ef þið lumið á einhvejru til að bæta við hérna seigið mér og restinni af Tolkien Novice lesendum frá því.. Takk kærlega fyrir !!

Kveðja,
Calembel