Nú hefur verið soldið inni í áætluninni hjá mér að setja upp Tolkien trivia á irkinu, og mundi það þá vera á rásinni #TolkienTrivia.is, en þar sem ég er mjög upptekinn við lærdóm í skólanum, þá gefst lítill tími til að setja þetta upp. En ég og bróðir minn munum reyna að setja þetta fljótlega upp.

En þar sem þetta trivia fer ekki í gang alveg strax þá ákvað ég að setja hérna inn nokkrar spurningar úr þessu trivia hérna inn á Huga, sendar hafa verið svona Tolkien spurningar hér inn áður og var fólki skemmt við það, og ákvað ég því að senda nokkrar fleiri ;>

Þessar spurningar voru ekki settar upp sem keppni, þannig að vinsamlegast reynið að svara út úr ykkar eigin kunnáttu, láta það vera að stela svörum eða að kíkja út á netið. Þetta er einungis til gamans.

(Flestar spurningarnar eru teknar randomly úr trivia spurningalistanum mínum, þannig að þetta er í engri sérstakri röð, né úr neinni sérstakri bók, og by the way ég les Tolkien á ensku)
1. Hver var fyrstur dverganna í The Hobbit til að heimsækja Bilbo?
2. Hvað hétu The Blue Wizards réttum nöfnum?
3. Hvað hét hesturinn sem Legolas fékk að láni frá Éomer?
4. Hvað heitir fjallið sem stendur á miðju eyjunnar Númenor?
5. Hvað eru margir dagar í einu ‘yen’?(Orðið yfir ár á tungumálinu ‘Quenya’)
6. Hver var sonur Thrain II?
7. Hvaða persóna var stundum kallaður/kölluð Incánus og Tharkûn?
8. Hver leikur Eowyn?
9. Hver var Uglúk?
10. Hvað hét fyrsta barn Sam's og eftir hverju var það skírt?
11. Hvaða ár var The Silmarillion fyrst gefin út?
12. Hvað heitir fyrst tungumál Tolkien's sem hann skapaði sjálfur?
13. Hver var Beechbone?
14. Hvað er kallað Akallabêth eða Atalante?
15. Segðu frá Khamûl The Easterling.

Jæja, ég vona að þið hafið gaman að þessu,
Steinik