Ég er búin að sjá LOTR the return of the king tvisvar og var að klára að lesa Tolkien og hringurinn. Ég er mikil bókamanneskja og gat td. klárað Harry Potter 4 á einum degi. En ég er að segja fólki sem að les Tolkien og hringurinn eitt. Þú verður að lesa hana hægt. Þú verður að taka þér tíma og pæla í öllu.
Höfundurinn (ég man ekki nafnið eins og stendur) lýsir mörgu sem að maður vissi ekki en sumu sem að maður vissi.
Td. eitt af því sem að ég var áður búin að átta mig á, sem að ég fattaði þegar ég sá myndina.
Enginn Maður getur drepið Nazgulahöfðingjann og það er alveg satt. En hann lýsir því ákkúrat afhverju Tolkien gerði þetta svona. Að þetta hafi í raun bara verið leikur að orðum. Enginn maður getur ráðið Nazgulanum bana. Maður. En kona og Hobbiti gætu það. Einnig var haft í mynd nr.1 mismæli Bilbó með Stólfæturnar.
Þessi bók útskýrir margt um myndina en hann er ekkert að hlýfa leikstjóranum og leikurunum ef þeir hafa gert einhverjar villur og nefnir þær.
Td. segir hann að Elijah Wood (man ekki hvernig þetta er skrifað) leiki meiri vælukjóa en Fróða sé lýst í bókinni.
En hann hrósar hinum gamla hryllingsmyndaleikaranum Cristoper Lee óspart fyrir túlkun sína á Saruman the White.
En meira um myndina.
Þessi ótrúlega snilld en ég verð þó að gagnrýna tvö atriði. Þegar Gollum sekkur í eldgosið og að Dynþór er strax orðinn hálf brjálaður þegar þeir koma.
Mér finnst Peter Jackson fullkomlega ná að mynda örvæntinguna þegar Orkarnir umkringja Gondor og að mínu mati er sú örvænting þegar Orkarnir koma öskrandi með sínar stóru skepnur nær áþreifanleg, nýju vonina sem kviknar þegar Róhansriddararnir koma og mér finnst það einnig mjög áhryfamikið þegar Þjóðan öskrar “DEATH” og einnig dauði Nazgulahöfðingjans, þegar Jóvin dregur af sér hjálminn og segir “I am no man” því að það lýsir hálfgerðlega orðaleikjum Tolkiens um að enginn Maður gæti ráðið Nazgulahöfðingjanum bana.
Græðuhúsunum er ekki komið fyrir í myndinni og það sem Gandalf segir um Jóvin meðan hún liggur þar, sem að gerir talsverða grein fyrir því afhverju hún brosti svo fáum sinnum.
Því er í staðin komið fyrir í mynd 2 þegar Ormstunga talar við Jóvin.
Að mínu mati eru leikararnir sem að leika Jóvin og Jómar bestu leikarar myndarinn. Sá sem leikur Jómar lýsir vel hinni bardagafúsu manneskju sem að Jómar er og hann er í essinu sínu þegar þeir hjálpa Gondor en besta atriði sem að ég sá með honum var þegar hann réðst á ollifantinn.
Miranda Otto lýsir einnig vel hinni bældu Jóvin, yngri systur Jómars sem að hefur vart brosað frá því að faðir hennar dó en þegar hún smyglar sér í stríðið sýnir hún hvað hún getur og verndar frænda sinn frá því að vera étinn af the fell beast.
Satt að segja vorkenni ég Jómar og Jóvin líka einna mest því að þegar þau voru lítil höfðu þau misst mömmu sína og pabba, svo missa þau Þjóðráð í mynd tvö og loks Þjóðan í mynd þrjú. Það má þessvegna segja að þau eigi aðeins hvort annað eftir.
Í Tolkien og Hringurinn eru einnig orðskýringar á nöfnum þeirra. Mig minnir að byrjunin á báðum nöfnum þeirra á ensku þýði hestur.
Fróði og Sómi halda einnig áfram en Fróði verður sífellt andsnúnar Sóma út af Gollri en það endar svo með því að þeir skilja Sóma eftir.
En áður en það gerðist sáu þeir herjanna koma og fylkjast í átt að Gondor ásamt Nazgulunum. Það var afar ógnvekjandi atriði að mínu mati og mér sýndist þá Gondor hafa enga von eftir.
Ég giska að Fróði haldi inn í göng Skellu um það leiti sem að Aragorn, Gimli og Legolas koma á sjóræningjaskipunum í fylgd með voninni, draugunum.
Mér finnst samt sorglegt þegar Jóvin kemur að Þjóðan og hann er við dauðans dyr. En það er næstum beint eftir bókinni þegar Sómi frelsar Fróða frá Orkunum.
Aragorn sýnir svo mikið hugrekki og bíður Óvininum birginn til að gefa Fróða von að komast til Dómsdyngju.
Þetta endar með að hringurinn eyðist þökk sé nú mestu hetjunni í Hringadróttinssögu Gollri.
Sumir segja að endirinn sé of sykursætur, Arven og Aragorn giftast, Jóvin giftist Faramír (þó skil ég ekki enn hvernig þau kynntust). En hann er í raun sorglegur á sinn hátt. Fróði, Álfarnir og Bilbó sigla í burtu og eins og það sem ég tel að Tolkien hafi gefið í skyn kemur í ljós í endinn á myndinni.
Ekkert er eilíft.